„Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2024 08:39 Inga Sæland hefur ekkert viljað gefa upp um það hvers vegna Jakob Frímann fékk ekki sæti á lista Flokks fólksins og sagði sig úr flokknum. Vísir Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. Þetta sagði Jakob Frímann á kosningafundi um skapandi greinar í Grósku í gær. Þangað mættu frambjóðendur allra flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Í upphafi fundar voru frambjóðendur spurðir hvort flokkur þeirra hefði markað stefnu hvað skapandi greinar varðar. Lentu í rimmu Jakob Frímann var sá sjötti sem tók til máls og hóf mál sitt á að segja það athugavert að tala á eftir Eyjólfi Ármannssyni, frambjóðanda Flokks fólksins. „Nú er kominn tími á M-ið. Það er skringilegt hvernig þetta raðast upp hérna vegna þess að við í F-inu, sem ég tilheyrði lentum í rimmu vegna fjölgunar listamannalauna. Flokkurinn var nú ekki á því, að það ætti að fara að fjölga þessum listamannalaunum. Ég var búinn að berjast fyrir því í fimmtán ár. Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar,“ sagði Jakob Frímann. Kominn í Miðflokkinn Hann sagði skilið við Flokk fólksins eftir að hafa ekki fengið oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar og gekk til liðs við Miðflokkinn, þar sem hann situr í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þeirri spurningu hvort nýir flokksbræður hans deili sýn hans á listamannalaun er ósvarað en flokkurinn hefur boðað mikið aðhald í ríkisfjármálum. Frambjóðendur voru spurðir á fundinum í gær hvort þeir styddu hækkun listamannalauna. Það sögðust allir frambjóðendur gera, fyrir utan Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, frambjóðanda Sjálfstæðisflokks. Flokkur fólksins Listamannalaun Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Þetta sagði Jakob Frímann á kosningafundi um skapandi greinar í Grósku í gær. Þangað mættu frambjóðendur allra flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Í upphafi fundar voru frambjóðendur spurðir hvort flokkur þeirra hefði markað stefnu hvað skapandi greinar varðar. Lentu í rimmu Jakob Frímann var sá sjötti sem tók til máls og hóf mál sitt á að segja það athugavert að tala á eftir Eyjólfi Ármannssyni, frambjóðanda Flokks fólksins. „Nú er kominn tími á M-ið. Það er skringilegt hvernig þetta raðast upp hérna vegna þess að við í F-inu, sem ég tilheyrði lentum í rimmu vegna fjölgunar listamannalauna. Flokkurinn var nú ekki á því, að það ætti að fara að fjölga þessum listamannalaunum. Ég var búinn að berjast fyrir því í fimmtán ár. Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar,“ sagði Jakob Frímann. Kominn í Miðflokkinn Hann sagði skilið við Flokk fólksins eftir að hafa ekki fengið oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar og gekk til liðs við Miðflokkinn, þar sem hann situr í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þeirri spurningu hvort nýir flokksbræður hans deili sýn hans á listamannalaun er ósvarað en flokkurinn hefur boðað mikið aðhald í ríkisfjármálum. Frambjóðendur voru spurðir á fundinum í gær hvort þeir styddu hækkun listamannalauna. Það sögðust allir frambjóðendur gera, fyrir utan Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, frambjóðanda Sjálfstæðisflokks.
Flokkur fólksins Listamannalaun Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira