Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 10:00 Þetta er spurning sem er auðsvarað. Svarið er að ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafa ekki haft áhuga á að byggja hjúkrunarrými í samræmi við fyrirséða öldrun þjóðarinnar sem jafnframt felur í sér að fleiri þurfa pláss á hjúkrunarheimili en áður. Dvalarheimilum var undanfarna tvo áratugi breytt í hjúkrunarheimili til að mæta aukinni þörf eftir hjúkrunarrýmum en nú eru nánast engin dvalarheimili eftir og því frekari uppbygging hjúkrunarheimila nauðsynleg. En stjórnmálaflokkarnir sem hafa haldið utan um taumana undanfarin ár vilja fara aðrar leiðir. Þeir sjá nefnilega fyrir sér að það séu ódýrari leiðir til að mæta öldrun þjóðarinnar. Sem dæmi bendi ég á þessa setningu í stefnu Willums Þórs, heilbrigðisráðherra, um heilbrigðisþjónustu við aldraða: „Í ljósi fjölgunar í hópi eldra fólks og þess að færri hendur verði til að sinna umönnun aldraðra í framtíðinni vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar er flestum orðið ljóst að nýta þarf tæknina eins og kostur er, leita nýrra lausna, aðferða og nýrra úrræða til að tryggja fullnægjandi þjónustu við aldraða.“ Einnig vil ég vitna í fyrrverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur sem sagði á sínum tíma: „Mín sýn á málaflokkinn, af því að hér er sérstaklega spurt um það, er sú að við þurfum að leggja stóraukna áherslu á heilsueflingu og forvarnir. En við þurfum líka að leggja stóraukna áherslu á möguleika aldraðra til að búa heima.“ Þetta er sýn ríkisstjórnarflokkanna. Í stað þess að fjölga hjúkrunarrýmum þá ætla þeir að halda fólki heima í ódýrari úrræðum. Staðreyndin er einfaldlega sú að á einhverjum tímapunkti getur fólk ekki lengur dvalið heima, alveg sama hversu mikið af nýjum lausnum og aðferðum við innleiðum. Það verður að byggja fleiri hjúkrunarheimili. Nú er það svo að til er opinber sjóður sem hefur það að meginmarkmiði að byggja fleiri hjúkrunarheimili. En því miður hafa ríkisstjórnir allt frá stofnun sjóðsins, gengið um hann eins og brotinn sparibauk. Það er árlegur viðburður að fjármálaráðherra hverrar ríkisstjórnar leggi til að nýta megi fjármagn sjóðsins til annarra hluta en framkvæmda. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni, sem barst síðasta haust, runnu tæpir 9 milljarðar til annarra verkefna á síðustu 10 árum, sem lögum samkvæmt hefðu átt að nýtast til uppbyggingar hjúkrunarheimila. Þetta er vítavert! Við í Flokki fólksins viljum brjóta land og byggja, og þá verður lögð áhersla á að byggja fyrir þá hópa sem þurfa mest á húsnæði að halda, fatlað fólk, eldra fólk, fólk með flóknar stuðningsþarfir. Við munum ráðast í stórátak í fjölgun hjúkrunarrýma og koma í veg fyrir að fólk þurfi að dvelja vikum og mánuðum saman á Landspítalanum á meðan það bíður eftir að fá hjúkrunarrými. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur skipar 2. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Flokk fólksins í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Þetta er spurning sem er auðsvarað. Svarið er að ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafa ekki haft áhuga á að byggja hjúkrunarrými í samræmi við fyrirséða öldrun þjóðarinnar sem jafnframt felur í sér að fleiri þurfa pláss á hjúkrunarheimili en áður. Dvalarheimilum var undanfarna tvo áratugi breytt í hjúkrunarheimili til að mæta aukinni þörf eftir hjúkrunarrýmum en nú eru nánast engin dvalarheimili eftir og því frekari uppbygging hjúkrunarheimila nauðsynleg. En stjórnmálaflokkarnir sem hafa haldið utan um taumana undanfarin ár vilja fara aðrar leiðir. Þeir sjá nefnilega fyrir sér að það séu ódýrari leiðir til að mæta öldrun þjóðarinnar. Sem dæmi bendi ég á þessa setningu í stefnu Willums Þórs, heilbrigðisráðherra, um heilbrigðisþjónustu við aldraða: „Í ljósi fjölgunar í hópi eldra fólks og þess að færri hendur verði til að sinna umönnun aldraðra í framtíðinni vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar er flestum orðið ljóst að nýta þarf tæknina eins og kostur er, leita nýrra lausna, aðferða og nýrra úrræða til að tryggja fullnægjandi þjónustu við aldraða.“ Einnig vil ég vitna í fyrrverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur sem sagði á sínum tíma: „Mín sýn á málaflokkinn, af því að hér er sérstaklega spurt um það, er sú að við þurfum að leggja stóraukna áherslu á heilsueflingu og forvarnir. En við þurfum líka að leggja stóraukna áherslu á möguleika aldraðra til að búa heima.“ Þetta er sýn ríkisstjórnarflokkanna. Í stað þess að fjölga hjúkrunarrýmum þá ætla þeir að halda fólki heima í ódýrari úrræðum. Staðreyndin er einfaldlega sú að á einhverjum tímapunkti getur fólk ekki lengur dvalið heima, alveg sama hversu mikið af nýjum lausnum og aðferðum við innleiðum. Það verður að byggja fleiri hjúkrunarheimili. Nú er það svo að til er opinber sjóður sem hefur það að meginmarkmiði að byggja fleiri hjúkrunarheimili. En því miður hafa ríkisstjórnir allt frá stofnun sjóðsins, gengið um hann eins og brotinn sparibauk. Það er árlegur viðburður að fjármálaráðherra hverrar ríkisstjórnar leggi til að nýta megi fjármagn sjóðsins til annarra hluta en framkvæmda. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni, sem barst síðasta haust, runnu tæpir 9 milljarðar til annarra verkefna á síðustu 10 árum, sem lögum samkvæmt hefðu átt að nýtast til uppbyggingar hjúkrunarheimila. Þetta er vítavert! Við í Flokki fólksins viljum brjóta land og byggja, og þá verður lögð áhersla á að byggja fyrir þá hópa sem þurfa mest á húsnæði að halda, fatlað fólk, eldra fólk, fólk með flóknar stuðningsþarfir. Við munum ráðast í stórátak í fjölgun hjúkrunarrýma og koma í veg fyrir að fólk þurfi að dvelja vikum og mánuðum saman á Landspítalanum á meðan það bíður eftir að fá hjúkrunarrými. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur skipar 2. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Flokk fólksins í komandi alþingiskosningum.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun