Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 10:00 Þetta er spurning sem er auðsvarað. Svarið er að ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafa ekki haft áhuga á að byggja hjúkrunarrými í samræmi við fyrirséða öldrun þjóðarinnar sem jafnframt felur í sér að fleiri þurfa pláss á hjúkrunarheimili en áður. Dvalarheimilum var undanfarna tvo áratugi breytt í hjúkrunarheimili til að mæta aukinni þörf eftir hjúkrunarrýmum en nú eru nánast engin dvalarheimili eftir og því frekari uppbygging hjúkrunarheimila nauðsynleg. En stjórnmálaflokkarnir sem hafa haldið utan um taumana undanfarin ár vilja fara aðrar leiðir. Þeir sjá nefnilega fyrir sér að það séu ódýrari leiðir til að mæta öldrun þjóðarinnar. Sem dæmi bendi ég á þessa setningu í stefnu Willums Þórs, heilbrigðisráðherra, um heilbrigðisþjónustu við aldraða: „Í ljósi fjölgunar í hópi eldra fólks og þess að færri hendur verði til að sinna umönnun aldraðra í framtíðinni vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar er flestum orðið ljóst að nýta þarf tæknina eins og kostur er, leita nýrra lausna, aðferða og nýrra úrræða til að tryggja fullnægjandi þjónustu við aldraða.“ Einnig vil ég vitna í fyrrverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur sem sagði á sínum tíma: „Mín sýn á málaflokkinn, af því að hér er sérstaklega spurt um það, er sú að við þurfum að leggja stóraukna áherslu á heilsueflingu og forvarnir. En við þurfum líka að leggja stóraukna áherslu á möguleika aldraðra til að búa heima.“ Þetta er sýn ríkisstjórnarflokkanna. Í stað þess að fjölga hjúkrunarrýmum þá ætla þeir að halda fólki heima í ódýrari úrræðum. Staðreyndin er einfaldlega sú að á einhverjum tímapunkti getur fólk ekki lengur dvalið heima, alveg sama hversu mikið af nýjum lausnum og aðferðum við innleiðum. Það verður að byggja fleiri hjúkrunarheimili. Nú er það svo að til er opinber sjóður sem hefur það að meginmarkmiði að byggja fleiri hjúkrunarheimili. En því miður hafa ríkisstjórnir allt frá stofnun sjóðsins, gengið um hann eins og brotinn sparibauk. Það er árlegur viðburður að fjármálaráðherra hverrar ríkisstjórnar leggi til að nýta megi fjármagn sjóðsins til annarra hluta en framkvæmda. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni, sem barst síðasta haust, runnu tæpir 9 milljarðar til annarra verkefna á síðustu 10 árum, sem lögum samkvæmt hefðu átt að nýtast til uppbyggingar hjúkrunarheimila. Þetta er vítavert! Við í Flokki fólksins viljum brjóta land og byggja, og þá verður lögð áhersla á að byggja fyrir þá hópa sem þurfa mest á húsnæði að halda, fatlað fólk, eldra fólk, fólk með flóknar stuðningsþarfir. Við munum ráðast í stórátak í fjölgun hjúkrunarrýma og koma í veg fyrir að fólk þurfi að dvelja vikum og mánuðum saman á Landspítalanum á meðan það bíður eftir að fá hjúkrunarrými. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur skipar 2. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Flokk fólksins í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þetta er spurning sem er auðsvarað. Svarið er að ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafa ekki haft áhuga á að byggja hjúkrunarrými í samræmi við fyrirséða öldrun þjóðarinnar sem jafnframt felur í sér að fleiri þurfa pláss á hjúkrunarheimili en áður. Dvalarheimilum var undanfarna tvo áratugi breytt í hjúkrunarheimili til að mæta aukinni þörf eftir hjúkrunarrýmum en nú eru nánast engin dvalarheimili eftir og því frekari uppbygging hjúkrunarheimila nauðsynleg. En stjórnmálaflokkarnir sem hafa haldið utan um taumana undanfarin ár vilja fara aðrar leiðir. Þeir sjá nefnilega fyrir sér að það séu ódýrari leiðir til að mæta öldrun þjóðarinnar. Sem dæmi bendi ég á þessa setningu í stefnu Willums Þórs, heilbrigðisráðherra, um heilbrigðisþjónustu við aldraða: „Í ljósi fjölgunar í hópi eldra fólks og þess að færri hendur verði til að sinna umönnun aldraðra í framtíðinni vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar er flestum orðið ljóst að nýta þarf tæknina eins og kostur er, leita nýrra lausna, aðferða og nýrra úrræða til að tryggja fullnægjandi þjónustu við aldraða.“ Einnig vil ég vitna í fyrrverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur sem sagði á sínum tíma: „Mín sýn á málaflokkinn, af því að hér er sérstaklega spurt um það, er sú að við þurfum að leggja stóraukna áherslu á heilsueflingu og forvarnir. En við þurfum líka að leggja stóraukna áherslu á möguleika aldraðra til að búa heima.“ Þetta er sýn ríkisstjórnarflokkanna. Í stað þess að fjölga hjúkrunarrýmum þá ætla þeir að halda fólki heima í ódýrari úrræðum. Staðreyndin er einfaldlega sú að á einhverjum tímapunkti getur fólk ekki lengur dvalið heima, alveg sama hversu mikið af nýjum lausnum og aðferðum við innleiðum. Það verður að byggja fleiri hjúkrunarheimili. Nú er það svo að til er opinber sjóður sem hefur það að meginmarkmiði að byggja fleiri hjúkrunarheimili. En því miður hafa ríkisstjórnir allt frá stofnun sjóðsins, gengið um hann eins og brotinn sparibauk. Það er árlegur viðburður að fjármálaráðherra hverrar ríkisstjórnar leggi til að nýta megi fjármagn sjóðsins til annarra hluta en framkvæmda. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni, sem barst síðasta haust, runnu tæpir 9 milljarðar til annarra verkefna á síðustu 10 árum, sem lögum samkvæmt hefðu átt að nýtast til uppbyggingar hjúkrunarheimila. Þetta er vítavert! Við í Flokki fólksins viljum brjóta land og byggja, og þá verður lögð áhersla á að byggja fyrir þá hópa sem þurfa mest á húsnæði að halda, fatlað fólk, eldra fólk, fólk með flóknar stuðningsþarfir. Við munum ráðast í stórátak í fjölgun hjúkrunarrýma og koma í veg fyrir að fólk þurfi að dvelja vikum og mánuðum saman á Landspítalanum á meðan það bíður eftir að fá hjúkrunarrými. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur skipar 2. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Flokk fólksins í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar