Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2024 22:05 Sigurður Ingi Jóhannsson er efnahags- og fjármálaráðherra. Ráðuneyti hans hefur uppfært áætluð útgjöld og tekjur ríkissjóðs eftir framlagningu fjárlagafrumvarpsins í september. Vísir/Einar Nú er gert ráð fyrir 58,6 milljarða króna halla á heildarafkomu ríkissjóðs árið 2025 en hann var áætlaður 41,0 milljarður þegar fjárlagafrumvarp var fyrst kynnt í september. Nemur aukningin 17,6 milljörðum króna. Þegar fjárlagafrumvarpið leit fyrst dagsins ljós í haust hafði heildarafkoman áður versnað um 16 milljarða frá fjármálaáætlun stjórnvalda sem kynnt var í vor. Verður 2025 að óbreyttu sjöunda árið í röð sem ríkissjóður er rekinn með halla. Greint er frá verri heildarafkomu í kynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins fyrir fjárlaganefnd Alþingis í tengslum við aðra umræðu um fjárlagafrumvarp ársins 2025. Í henni eru lagðar fram uppfærðar forsendur og ýmsar breytingar á frumvarpinu. Áætlaðar heildartekjur ríkissjóðs fyrir 2025 hafa lækkað um 21 milljarð króna frá því að fjárlagafrumvarpið var fyrst lagt fram. Átta þættir hafa helst áhrif þar á.Stjórnarráðið Áætlaðar heildartekjur ríkissjóðs á árinu 2025 lækka um 20,7 milljarða króna frá upphaflegu frumvarpi og eru núna áætlaðar 1.427,8 milljarðar. Á sama tíma lækka heildarútgjöld um 3,1 milljarð. Bilið er brúað með lántöku og verður skuldahlutfall ríkissjóðs því hærra á næsta ári en áður var gert ráð fyrir. Það er nú áætlað 32,5 prósent af vergri landsframleiðslu í stað 31,4 prósent. Um leið leggur fjármála- og efnahagsráðherra til að heimild til nýrrar lántöku verði hækkuð úr 170 í 190 milljarða króna. Lægri tekjur af virðisaukaskatti, tryggingagjaldi ásamt öðrum sköttum og gjöldum hafa neikvæð áhrif á áætlaðar heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári samanborið við það sem kynnt var í september. Á móti koma auknar tekjur af sköttum á tekjur og hagnað og nýtt gjald á nikótínvörur en hið síðarnefnda á að skila á 5,7 milljörðum króna í ríkiskassann á næsta ári. Á sama tíma er ekki lengur gert ráð fyrir að tekjur af veiðigjöldum hækki um 2 milljarða og nú reiknað með að tekjur af kolefnisgjaldi lækki um 1,1 milljarð frá upphaflegu fjárlagafrumvarpi. Dregið úr framlagi í Atvinnuleysistryggingasjóð Áætluð útgjöld ríkissjóðs hafa verið uppfærð eftir framlagningu fjárlagafrumvarpsins í september til samræmis við uppfærða þjóðhagsspá og tekjuáætlun ásamt launa-, verðlags- og gengisbreytingum sem eru óverulegar, að mati fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þá er gert ráð fyrir nýjum og auknum verkefnum sem lagt er til að komi til framkvæmda á árinu 2025. Þessum breytingum er mætt með samsvarandi lækkun á almennum varasjóði og eru heildarútgjöld því óbreytt frá áætlun frumvarpsins, að því er segir í kynningu ráðuneytisins. Lækkun á almennum varasjóði er ætlað að koma til móts við útgjaldaukningu ríkissjóðs.Stjórnarráðið Til að lækka útgjöld frá fyrri útgáfu frumvarpsins er meðal annars dregið úr framlagi í Atvinnuleysistryggingasjóð um 1,7 milljarða, kostnaður við þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd færður niður um aðra 1,7 milljarða, gerð 1,1 milljarða leiðrétting á rekstrartekjum Vinnumálastofnunar og framlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga lækkað um 0,8 milljarða króna. Ný útgjaldamál frá fyrri útgáfu frumvarpsins nema samtals 8,6 milljörðum króna. Þar af eru 1,4 milljarðar í tengslum við aðgerðir vegna ofbeldis barna, 1,5 milljarður vegna heilbrigðisstofnana og styrkingu á heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, 2 milljarðar vegna jöfnunarframlags lífeyrissjóða og 1 milljarður vegna nemendafjölgunar í háskólum. Þessum nýju útgjaldaliðum og fleirum er mætt með lækkun á almennum varasjóði upp á 8,6 milljarða króna. Ný útgjöld frá því að fjárlagafrumvarp var lagt fram í september nema 8,6 milljörðum króna.Stjórnarráðið Umræddum varasjóði er ætlað að bregðast við útgjöldum ríkisins sem eru tímabundin, ófyrirsjáanleg og óhjákvæmileg og ekki unnt að bregðast við með öðrum hætti. Þannig er nýjum útgjöldum mætt með tilfærslu fjármuna en ekki aukinni tekjuöflun. Varasjóðnum er jafnan ætlað að nema að lágmarki 1 prósenti af fjárheimildum fjárlaga. Að mati fjármála- og efnahagsráðuneytisins eru efnahagshorfur í megindráttum lítið breyttar frá því í júní síðastliðnum en helsta breytingin er sú að Hagstofan hefur lækkað hagvaxtarhorfur sínar fyrir árið 2024 úr 0,9 prósent í 0,1 prósent. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Stefna að því að ljúka vinnu við fjárlög um miðjan nóvember Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis segir ganga vel að ljúka við fjárlög. Nefndin miði við 15. eða 16. nóvember sem síðasta dag þannig málinu verði lokið fyrir alþingiskosningar í lok sama mánaðar. 24. október 2024 21:01 Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Þegar fjárlagafrumvarpið leit fyrst dagsins ljós í haust hafði heildarafkoman áður versnað um 16 milljarða frá fjármálaáætlun stjórnvalda sem kynnt var í vor. Verður 2025 að óbreyttu sjöunda árið í röð sem ríkissjóður er rekinn með halla. Greint er frá verri heildarafkomu í kynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins fyrir fjárlaganefnd Alþingis í tengslum við aðra umræðu um fjárlagafrumvarp ársins 2025. Í henni eru lagðar fram uppfærðar forsendur og ýmsar breytingar á frumvarpinu. Áætlaðar heildartekjur ríkissjóðs fyrir 2025 hafa lækkað um 21 milljarð króna frá því að fjárlagafrumvarpið var fyrst lagt fram. Átta þættir hafa helst áhrif þar á.Stjórnarráðið Áætlaðar heildartekjur ríkissjóðs á árinu 2025 lækka um 20,7 milljarða króna frá upphaflegu frumvarpi og eru núna áætlaðar 1.427,8 milljarðar. Á sama tíma lækka heildarútgjöld um 3,1 milljarð. Bilið er brúað með lántöku og verður skuldahlutfall ríkissjóðs því hærra á næsta ári en áður var gert ráð fyrir. Það er nú áætlað 32,5 prósent af vergri landsframleiðslu í stað 31,4 prósent. Um leið leggur fjármála- og efnahagsráðherra til að heimild til nýrrar lántöku verði hækkuð úr 170 í 190 milljarða króna. Lægri tekjur af virðisaukaskatti, tryggingagjaldi ásamt öðrum sköttum og gjöldum hafa neikvæð áhrif á áætlaðar heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári samanborið við það sem kynnt var í september. Á móti koma auknar tekjur af sköttum á tekjur og hagnað og nýtt gjald á nikótínvörur en hið síðarnefnda á að skila á 5,7 milljörðum króna í ríkiskassann á næsta ári. Á sama tíma er ekki lengur gert ráð fyrir að tekjur af veiðigjöldum hækki um 2 milljarða og nú reiknað með að tekjur af kolefnisgjaldi lækki um 1,1 milljarð frá upphaflegu fjárlagafrumvarpi. Dregið úr framlagi í Atvinnuleysistryggingasjóð Áætluð útgjöld ríkissjóðs hafa verið uppfærð eftir framlagningu fjárlagafrumvarpsins í september til samræmis við uppfærða þjóðhagsspá og tekjuáætlun ásamt launa-, verðlags- og gengisbreytingum sem eru óverulegar, að mati fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þá er gert ráð fyrir nýjum og auknum verkefnum sem lagt er til að komi til framkvæmda á árinu 2025. Þessum breytingum er mætt með samsvarandi lækkun á almennum varasjóði og eru heildarútgjöld því óbreytt frá áætlun frumvarpsins, að því er segir í kynningu ráðuneytisins. Lækkun á almennum varasjóði er ætlað að koma til móts við útgjaldaukningu ríkissjóðs.Stjórnarráðið Til að lækka útgjöld frá fyrri útgáfu frumvarpsins er meðal annars dregið úr framlagi í Atvinnuleysistryggingasjóð um 1,7 milljarða, kostnaður við þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd færður niður um aðra 1,7 milljarða, gerð 1,1 milljarða leiðrétting á rekstrartekjum Vinnumálastofnunar og framlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga lækkað um 0,8 milljarða króna. Ný útgjaldamál frá fyrri útgáfu frumvarpsins nema samtals 8,6 milljörðum króna. Þar af eru 1,4 milljarðar í tengslum við aðgerðir vegna ofbeldis barna, 1,5 milljarður vegna heilbrigðisstofnana og styrkingu á heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, 2 milljarðar vegna jöfnunarframlags lífeyrissjóða og 1 milljarður vegna nemendafjölgunar í háskólum. Þessum nýju útgjaldaliðum og fleirum er mætt með lækkun á almennum varasjóði upp á 8,6 milljarða króna. Ný útgjöld frá því að fjárlagafrumvarp var lagt fram í september nema 8,6 milljörðum króna.Stjórnarráðið Umræddum varasjóði er ætlað að bregðast við útgjöldum ríkisins sem eru tímabundin, ófyrirsjáanleg og óhjákvæmileg og ekki unnt að bregðast við með öðrum hætti. Þannig er nýjum útgjöldum mætt með tilfærslu fjármuna en ekki aukinni tekjuöflun. Varasjóðnum er jafnan ætlað að nema að lágmarki 1 prósenti af fjárheimildum fjárlaga. Að mati fjármála- og efnahagsráðuneytisins eru efnahagshorfur í megindráttum lítið breyttar frá því í júní síðastliðnum en helsta breytingin er sú að Hagstofan hefur lækkað hagvaxtarhorfur sínar fyrir árið 2024 úr 0,9 prósent í 0,1 prósent.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Stefna að því að ljúka vinnu við fjárlög um miðjan nóvember Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis segir ganga vel að ljúka við fjárlög. Nefndin miði við 15. eða 16. nóvember sem síðasta dag þannig málinu verði lokið fyrir alþingiskosningar í lok sama mánaðar. 24. október 2024 21:01 Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Stefna að því að ljúka vinnu við fjárlög um miðjan nóvember Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis segir ganga vel að ljúka við fjárlög. Nefndin miði við 15. eða 16. nóvember sem síðasta dag þannig málinu verði lokið fyrir alþingiskosningar í lok sama mánaðar. 24. október 2024 21:01
Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08