Í færslunni má sjá myndskeið frá því að hjónin tilkynntu óléttuna, brot úr fæðingunni og loks þegar drengurinn er kominn heim.
„Eftir áhættumeðgöngu sem einkenndist af miklum áhyggjum og nánast daglegum læknisskoðunum í lokin, kom þessi litla manneskja í heiminn þann 23. október síðastliðinn. Hann vó aðeins 2,2 kíló og var 43,5 sentímetrar að hæð, en algjörlega fullkominn,“ skrifaði Greta við færsluna.
Greta og Elvar kynntust þegar hann þjálfaði hana í líkamsræktarþjálfuninni Boot Camp. Þau trúlofuðu sig síðan í janúar árið 2018 og gengu í hjónaband þann 29 apríl árið 2023 í Mosfellskirkju.