Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2024 11:31 José Mourinho virkaði ryðgaður þegar hann renndi sér á hnjánum eftir sigurmark Fenerbahce gegn Trabzonspor. getty/Huseyin Yavuz José Mourinho, knattspyrnustjóri Fenerbahce, sagði tyrkneskum dómurum til syndanna eftir leikinn gegn Trabzonspor í gær og sagði að hann hefði ekki komið til Tyrklands ef hann hefði vitað hvernig dómgæslan þar sé. Fenerbahce vann leikinn, 2-3, en Sofyan Amrabat skoraði sigurmarkið þegar tólf mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Mourinho fagnaði með því að hlaupa inn á völlinn og renna sér á hnjáum. Það tókst reyndar ekkert sérstaklega vel hjá þeim portúgalska og hann endaði á því að detta á grasið. Þrátt fyrir sigurinn var Mourinho afar ósáttur eftir leik og gagnrýndi dómarana harðlega. Trabzonspor fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, báðar eftir inngrip VAR-dómara, og þá taldi Mourinho sína menn svikna um víti fyrir sigurmarkið. „Ég kenni fólkinu hjá Fenerbahce sem fékk mig hingað um. Það sagði mér aðeins hálfan sannleikann. Það sagði mér ekki allan sannleikann því ef þau hefðu gert það hefði ég ekki komið. En með hálfan sannleikann og strákana mína berjumst við gegn andstæðingum og kerfinu,“ sagði Mourinho eftir leikinn. Ekki lengur ósýnilegi maðurinn Hann beindi svo talinu að dómaranum Oguzhan Cakir og VAR-dómaranum Atilla Karaoglan. „Karaoglan var vakandi og gaf tvær vítaspyrnur sem dómarinn gaf ekki. Hann var hins vegar að fá sér tyrkneskt te þegar við áttum að fá klárt víti sem hann gaf ekki,“ sagði Mourinho. „Maður leiksins var Atilla Karaoglan. Við sáum hann ekki en hann var dómarinn. Dómarinn var bara lítill strákur sem var á vellinum en alvöru dómarinn var Atilla Karoglan. Hann fór úr því að vera ósýnilegi maðurinn yfir í að vera mikilvægasti maðurinn á vellinum. Ég held ég tali fyrir hönd allra stuðningsmanna Fenerbahce þegar ég segi að við viljum hann ekki. Við viljum hann ekki sem VAR-dómara. Við viljum ekki sjá hann á vellinum, hvað þá í VAR-herberginu.“ Fenerbahce er í 2. sæti tyrknesku deildarinnar með 23 stig, fimm stigum á eftir toppliði Galatasaray. Tyrkneski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Sjá meira
Fenerbahce vann leikinn, 2-3, en Sofyan Amrabat skoraði sigurmarkið þegar tólf mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Mourinho fagnaði með því að hlaupa inn á völlinn og renna sér á hnjáum. Það tókst reyndar ekkert sérstaklega vel hjá þeim portúgalska og hann endaði á því að detta á grasið. Þrátt fyrir sigurinn var Mourinho afar ósáttur eftir leik og gagnrýndi dómarana harðlega. Trabzonspor fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, báðar eftir inngrip VAR-dómara, og þá taldi Mourinho sína menn svikna um víti fyrir sigurmarkið. „Ég kenni fólkinu hjá Fenerbahce sem fékk mig hingað um. Það sagði mér aðeins hálfan sannleikann. Það sagði mér ekki allan sannleikann því ef þau hefðu gert það hefði ég ekki komið. En með hálfan sannleikann og strákana mína berjumst við gegn andstæðingum og kerfinu,“ sagði Mourinho eftir leikinn. Ekki lengur ósýnilegi maðurinn Hann beindi svo talinu að dómaranum Oguzhan Cakir og VAR-dómaranum Atilla Karaoglan. „Karaoglan var vakandi og gaf tvær vítaspyrnur sem dómarinn gaf ekki. Hann var hins vegar að fá sér tyrkneskt te þegar við áttum að fá klárt víti sem hann gaf ekki,“ sagði Mourinho. „Maður leiksins var Atilla Karaoglan. Við sáum hann ekki en hann var dómarinn. Dómarinn var bara lítill strákur sem var á vellinum en alvöru dómarinn var Atilla Karoglan. Hann fór úr því að vera ósýnilegi maðurinn yfir í að vera mikilvægasti maðurinn á vellinum. Ég held ég tali fyrir hönd allra stuðningsmanna Fenerbahce þegar ég segi að við viljum hann ekki. Við viljum hann ekki sem VAR-dómara. Við viljum ekki sjá hann á vellinum, hvað þá í VAR-herberginu.“ Fenerbahce er í 2. sæti tyrknesku deildarinnar með 23 stig, fimm stigum á eftir toppliði Galatasaray.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Sjá meira