E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. nóvember 2024 20:03 Anna Lára Pálsdóttir (t.v.) á barnabarn sem liggur inni á Barnaspítala Hringsins með E. coli-sýkingu og Áslaug Fjóla Magnúsdóttir á dóttur sem glímir en við eftirköst E. coli-sýkingar frá 2019. Vísir/Ívar Fannar Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur á spítala vegna E. coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E. coli-sýkingu. Á fimmta tug barna af leikskólanum Mánagarði hafa greinst með E. coli-sýkingu síðustu daga. Bakterían kom úr hakki sem var matreitt í leikskólanum nokkrum dögum áður en börnin fóru að veikjast. Nokkur barnanna hafa verið lögð inn á gjörgæslu vegna veikindanna og sem stendur er eitt barn í öndunarvél. Barnabarn Önnu Láru Pálsdóttur er meðal barnanna sem hefur legið inni á barnaspítalanum síðustu daga. „Það er hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt. Það er hræðilegt að horfa upp á dóttur mína og manninn hennar svo ótrúlega buguð og hrædd,“ segir Anna Lára. Hefur áhrif á alla fjölskylduna Þrátt fyrir að veikindin séu mjög alvarleg hefur barnabarn hennar sloppið við að fara inn á gjörgæslu. Þetta hefur haft mikil áhrif á fjölskylduna. „Þau eru ofboðslega hrædd og brotin. þau hafa ekki matarlyst og sofa illa. Ég fór þarna og vakti yfir þeim eina nótt bara svo dóttir mín myndi ná að sofa,“ segir Anna Lára. Fimm ár og enn að jafna sig Börn verða misveik af sýkingunni en hún getur haft langvarandi áhrif á þá sem smitast. Dóttir Áslaugar Fjólu Magnúsdóttur smitaðist í Efstadal II árið 2019. Þá var hún þriggja ára gömul og er enn fimm árum síðar að glíma við eftirköstin og þurfti meðal annars að læra að ganga upp á nýtt. „Þetta situr með manni alla daga. Hún hefur verið með mikið af eftirköstum. Meðal annars daglega magaverki og ristilverki. Ýmislegt annað. Hún er mjög viðkvæm fyrir öllu áreiti, bakterían fer líka í miðtaugakerfið hjá henni,“ segir Áslaug. Þær telja fólk oft ekki átta sig á hversu alvarleg veikindin eru. Áslaug stofnaði stuðningshóp fyrir aðstandendur barna sem smitast af E. coli til að foreldrar þurfi ekki að ganga einir í gegnum erfiðleikana. „Þetta eru ofboðslegar kvalir sem börnin þurfa að þola. Þessi blóðugi niðurgangur, þetta er bara rosalegt að horfa upp á,“ segir Áslaug. Lærum af reynslunni Þær vilja að matvælaöryggi sé bætt til muna, sérstaklega þegar viðkvæmir hópar eiga í hlut. „Ég veit alveg að hlutir geta gerst. Og ég vil ekki fara að hengja einhvern bakara eða smið eða matráð eða neitt svoleiðis. Þetta bara gerðist. En mér finnst að við þurfum að læra af þessu svo þetta gerist ekki aftur. Þessi mál verði skoðuð algjörlega niður í kjölinn,“ segir Anna Lára. Heilbrigðismál E. coli-sýking á Mánagarði Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Rannsóknir Matís á uppruna E.coli smits á leikskólanum Mánagarði hafa staðfest að bakterían var í hakki sem var matreitt á leikskólanum. Niðurstaða rannsóknarinnar er að meðhöndlun hakksins á leikskólanum var ekki fullnægjandi með tilliti til hreinlætis. 1. nóvember 2024 10:49 Matráður segir upp á Mánagarði Matráður leikskólans Mánagarðs þar sem upp kom svæsin E.coli-sýking í síðustu viku hefur sagt upp störfum. Leikskólinn verður lokaður út vikuna. 31. október 2024 11:40 Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi „Ég bið bara fólk og samfélagið allt að hugsa fallega til þeirra. Þessi baktería er hræðileg. Ég man þegar minn litli var inni á spítala þá fengum við kveðjur úr ótrúlegustu áttum og fólk var að kveikja á kertum fyrir hann. Þetta hlýjar svo mikið og að finna fyrir að fólk sé að hugsa til þín. Ég held að allir séu að hugsa til þeirra og senda alla þá orku sem til er.“ 28. október 2024 19:41 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Á fimmta tug barna af leikskólanum Mánagarði hafa greinst með E. coli-sýkingu síðustu daga. Bakterían kom úr hakki sem var matreitt í leikskólanum nokkrum dögum áður en börnin fóru að veikjast. Nokkur barnanna hafa verið lögð inn á gjörgæslu vegna veikindanna og sem stendur er eitt barn í öndunarvél. Barnabarn Önnu Láru Pálsdóttur er meðal barnanna sem hefur legið inni á barnaspítalanum síðustu daga. „Það er hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt. Það er hræðilegt að horfa upp á dóttur mína og manninn hennar svo ótrúlega buguð og hrædd,“ segir Anna Lára. Hefur áhrif á alla fjölskylduna Þrátt fyrir að veikindin séu mjög alvarleg hefur barnabarn hennar sloppið við að fara inn á gjörgæslu. Þetta hefur haft mikil áhrif á fjölskylduna. „Þau eru ofboðslega hrædd og brotin. þau hafa ekki matarlyst og sofa illa. Ég fór þarna og vakti yfir þeim eina nótt bara svo dóttir mín myndi ná að sofa,“ segir Anna Lára. Fimm ár og enn að jafna sig Börn verða misveik af sýkingunni en hún getur haft langvarandi áhrif á þá sem smitast. Dóttir Áslaugar Fjólu Magnúsdóttur smitaðist í Efstadal II árið 2019. Þá var hún þriggja ára gömul og er enn fimm árum síðar að glíma við eftirköstin og þurfti meðal annars að læra að ganga upp á nýtt. „Þetta situr með manni alla daga. Hún hefur verið með mikið af eftirköstum. Meðal annars daglega magaverki og ristilverki. Ýmislegt annað. Hún er mjög viðkvæm fyrir öllu áreiti, bakterían fer líka í miðtaugakerfið hjá henni,“ segir Áslaug. Þær telja fólk oft ekki átta sig á hversu alvarleg veikindin eru. Áslaug stofnaði stuðningshóp fyrir aðstandendur barna sem smitast af E. coli til að foreldrar þurfi ekki að ganga einir í gegnum erfiðleikana. „Þetta eru ofboðslegar kvalir sem börnin þurfa að þola. Þessi blóðugi niðurgangur, þetta er bara rosalegt að horfa upp á,“ segir Áslaug. Lærum af reynslunni Þær vilja að matvælaöryggi sé bætt til muna, sérstaklega þegar viðkvæmir hópar eiga í hlut. „Ég veit alveg að hlutir geta gerst. Og ég vil ekki fara að hengja einhvern bakara eða smið eða matráð eða neitt svoleiðis. Þetta bara gerðist. En mér finnst að við þurfum að læra af þessu svo þetta gerist ekki aftur. Þessi mál verði skoðuð algjörlega niður í kjölinn,“ segir Anna Lára.
Heilbrigðismál E. coli-sýking á Mánagarði Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Rannsóknir Matís á uppruna E.coli smits á leikskólanum Mánagarði hafa staðfest að bakterían var í hakki sem var matreitt á leikskólanum. Niðurstaða rannsóknarinnar er að meðhöndlun hakksins á leikskólanum var ekki fullnægjandi með tilliti til hreinlætis. 1. nóvember 2024 10:49 Matráður segir upp á Mánagarði Matráður leikskólans Mánagarðs þar sem upp kom svæsin E.coli-sýking í síðustu viku hefur sagt upp störfum. Leikskólinn verður lokaður út vikuna. 31. október 2024 11:40 Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi „Ég bið bara fólk og samfélagið allt að hugsa fallega til þeirra. Þessi baktería er hræðileg. Ég man þegar minn litli var inni á spítala þá fengum við kveðjur úr ótrúlegustu áttum og fólk var að kveikja á kertum fyrir hann. Þetta hlýjar svo mikið og að finna fyrir að fólk sé að hugsa til þín. Ég held að allir séu að hugsa til þeirra og senda alla þá orku sem til er.“ 28. október 2024 19:41 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Rannsóknir Matís á uppruna E.coli smits á leikskólanum Mánagarði hafa staðfest að bakterían var í hakki sem var matreitt á leikskólanum. Niðurstaða rannsóknarinnar er að meðhöndlun hakksins á leikskólanum var ekki fullnægjandi með tilliti til hreinlætis. 1. nóvember 2024 10:49
Matráður segir upp á Mánagarði Matráður leikskólans Mánagarðs þar sem upp kom svæsin E.coli-sýking í síðustu viku hefur sagt upp störfum. Leikskólinn verður lokaður út vikuna. 31. október 2024 11:40
Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi „Ég bið bara fólk og samfélagið allt að hugsa fallega til þeirra. Þessi baktería er hræðileg. Ég man þegar minn litli var inni á spítala þá fengum við kveðjur úr ótrúlegustu áttum og fólk var að kveikja á kertum fyrir hann. Þetta hlýjar svo mikið og að finna fyrir að fólk sé að hugsa til þín. Ég held að allir séu að hugsa til þeirra og senda alla þá orku sem til er.“ 28. október 2024 19:41