„Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. nóvember 2024 17:22 Ragnar Þór segir í Facebook-færslu sinni að sveitastjórnarstigið beri höfuðábyrgð á verðbólgunni, ekki ríkisstjórnarflokkarnir. Þó færslan hljómi eins og hann sé að leita að sökudólgum segir hann svo ekki vera. Hann sé að kalla eftir pólitískri sátt. Ragnar Þór Ingólfsson, frambjóðandi Flokks fólksins, segir ríkisstjórnarflokkana ekki bera höfuðábyrgð á stöðu verðbólgunnar heldur þá sem hafa verið við stjórn í Reykjavíkurborg. Húsnæðisskortur sé rót verðbólguvandans og verði ekki leystur nema með því að brjóta nýtt land. Ragnar Þór birti færslu á Facebook um fjögurleytið þar sem hann furðar sig á því hve lítið var talað um orsakir verðbólgu síðustu ára í kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna á Rúv í gær. Stjórnmálin kjósi að tala eins og ríkisfjármálin séu helsti áhrifavaldur verðbólgu þegar það blasir við hvaða þættir hafi keyrt hana áfram og hvaða aðgerðir, sem hafi miklu meiri áhrif á verðbólgu, þurfi að ráðast í. „Mögulega er skýringuna að finna í því að þeir flokkar sem ekki voru í síðustu ríkisstjórn en berjast nú um hylli kjósenda, bera höfuðábyrgð á stöðunni, og vandanum,“ skrifar hann svo í lok færslunnar. Rót vandans sé húsnæðisskortur Færslan hefur vakið athygli fólks, ekki síst vegna þess að Ragnar segir beinlínis að ríkisstjórnin beri ekki ábyrgð á stöðunni heldur þeir sem voru í stjórnarandstöðu. Lesi maður milli línanna sést að Ragnar á þar við húsnæðismálin og hægagang í húsnæðisuppbyggingu. Þó er áhugavert að hann skuli ekki bara segja það berum orðum og því hafði Fréttastofa samband við Ragnar til að forvitnast út í færsluna og það ósagða í henni. „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni sem eru Píratar, Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin, og viljaleysi þeirra til að skoða aðrar hugmyndir, varðandi til dæmis að brjóta nýtt land til þess að fara í massíva húsnæðisuppbyggingu, sem er þörf,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. „Við munum ekki komast á þann stað að geta leyst rót vandans, sem er gríðarlegur húsnæðisskortur, nema með uppbyggingu og það þarf auðvitað að endurskoða mörkin sem voru sett 2015 út frá fólksfjölgunarspám sem hafa síðan orðið miklu miklu meiri, um 50 prósent meiri en gert var fyrir á þeim tíma.“ Ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir sátt „Með þessu er ég ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir pólitískri sátt. Okkur hefur aldrei tekist að komast í gegnum svona átaksverkefni, hvort sem það er Breiðholtið eða verkamannabústaðahverfið, nema það sé breið pólitísk sátt,“ segir hann. Flokkarnir þurfi að svara því hvort þeir séu tilbúnir að breyta af leið. „Fyrr tekst okkur ekki að ráðast á rót vandans, sem er helsti verðbólguhvati síðustu ára og áratuga, skortur á húsnæði.“ „Þetta mun ekki takast með þéttingastefnu. Það er ódýrara að byggja á þéttingarreitum fyrir borgina en alltof dýrt fyrir okkur sem erum að byggja hagkvæmt húsnæði eins og í Bjargi og Blæ,“ segir hann og bætir svo við: „Á endanum mun borgin og sveitarfélögin þurfa að leggjast yfir þetta verkefni sameiginlega með öllum flokkum. Ef ekki núna, hvenær þá? Hversu lengi þurfum við að bíða eftir þessari viðhorfsbreytingu?“ spur Ragnar að lokum. Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ragnar Þór birti færslu á Facebook um fjögurleytið þar sem hann furðar sig á því hve lítið var talað um orsakir verðbólgu síðustu ára í kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna á Rúv í gær. Stjórnmálin kjósi að tala eins og ríkisfjármálin séu helsti áhrifavaldur verðbólgu þegar það blasir við hvaða þættir hafi keyrt hana áfram og hvaða aðgerðir, sem hafi miklu meiri áhrif á verðbólgu, þurfi að ráðast í. „Mögulega er skýringuna að finna í því að þeir flokkar sem ekki voru í síðustu ríkisstjórn en berjast nú um hylli kjósenda, bera höfuðábyrgð á stöðunni, og vandanum,“ skrifar hann svo í lok færslunnar. Rót vandans sé húsnæðisskortur Færslan hefur vakið athygli fólks, ekki síst vegna þess að Ragnar segir beinlínis að ríkisstjórnin beri ekki ábyrgð á stöðunni heldur þeir sem voru í stjórnarandstöðu. Lesi maður milli línanna sést að Ragnar á þar við húsnæðismálin og hægagang í húsnæðisuppbyggingu. Þó er áhugavert að hann skuli ekki bara segja það berum orðum og því hafði Fréttastofa samband við Ragnar til að forvitnast út í færsluna og það ósagða í henni. „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni sem eru Píratar, Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin, og viljaleysi þeirra til að skoða aðrar hugmyndir, varðandi til dæmis að brjóta nýtt land til þess að fara í massíva húsnæðisuppbyggingu, sem er þörf,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. „Við munum ekki komast á þann stað að geta leyst rót vandans, sem er gríðarlegur húsnæðisskortur, nema með uppbyggingu og það þarf auðvitað að endurskoða mörkin sem voru sett 2015 út frá fólksfjölgunarspám sem hafa síðan orðið miklu miklu meiri, um 50 prósent meiri en gert var fyrir á þeim tíma.“ Ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir sátt „Með þessu er ég ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir pólitískri sátt. Okkur hefur aldrei tekist að komast í gegnum svona átaksverkefni, hvort sem það er Breiðholtið eða verkamannabústaðahverfið, nema það sé breið pólitísk sátt,“ segir hann. Flokkarnir þurfi að svara því hvort þeir séu tilbúnir að breyta af leið. „Fyrr tekst okkur ekki að ráðast á rót vandans, sem er helsti verðbólguhvati síðustu ára og áratuga, skortur á húsnæði.“ „Þetta mun ekki takast með þéttingastefnu. Það er ódýrara að byggja á þéttingarreitum fyrir borgina en alltof dýrt fyrir okkur sem erum að byggja hagkvæmt húsnæði eins og í Bjargi og Blæ,“ segir hann og bætir svo við: „Á endanum mun borgin og sveitarfélögin þurfa að leggjast yfir þetta verkefni sameiginlega með öllum flokkum. Ef ekki núna, hvenær þá? Hversu lengi þurfum við að bíða eftir þessari viðhorfsbreytingu?“ spur Ragnar að lokum.
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira