Innlent

Fjöl­skyldu sakaði ekki þegar í­búð þeirra brann

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fólkið komst út fyrir eigin rammleik en óljóst er hvað olli brunanum.
Fólkið komst út fyrir eigin rammleik en óljóst er hvað olli brunanum. Vilhelm

Fjögurra manna fjölskylda komst af sjálfsdáðum út úr brennandi íbúð í Salahverfi í nótt.

Tilkynnt var um eldinn þegar klukkan var tuttugu mínútur gengin í fjögur. Loftur Þór Einarsson varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang og að slökkvistarf hafi gengið greiðlega. Húsið var síðan reykræst í framhaldinu.

Sex íbúðir eru í húsinu sem um ræðir og var það rýmt við komu slökkviliðs en öðrum varð ekki meint af. Fólkið sem býr í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp var flutt á bráðamóttöku til skoðunnar en var ekki alvarlega slasað, að sögn Lofts.

Aðrir íbúar í húsinu haf nú fengið að snúa aftur til síns heima en á brunastað er mikið tjón og ljóst að fólkið kemst ekki heim til sín á næstunni. Eldsupptök eru ókunn og er rannsókn hafin á því sem þarna gerðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×