Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. október 2024 19:28 Vísir/Samsett Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. Niðurstöður könnunar á vegum Umboðsmanns barna voru birtar á dögunum og þær leiddu það í ljós að tæpur helmingur, 45 prósent, grunnskóla á landsvísu hefðu bannað síma. Flestir skólar, eða 52 prósent, leyfa síma með takmörkunum. Könnunin var send til allra 174 grunnskóla landsins í lok ágúst síðastliðins og svör bárust frá 126 þeirra. Þegar spurt var um hvort reglur væru í skólanum um símanotkun svöruðu allir því játandi. Þegar spurt var um fyrir hvaða aldur símar væru leyfðir kom í ljós að flestir skólar eru með strangari reglur, eða símabann, fyrir nemendur í yngri bekkjum grunskóla. Allir grunnskólar hafi einhverjar reglur Í flestum þátttökuskólum voru símar aðeins leyfðir á unglingastigi og þá með takmörkunum en sums staðar voru símar leyfðir hjá yngri börnunum. Meðal þeirra takmarkanna sem hér er vísað til og eru tekin fram á heimasíðu Umboðsmanns barna eru þær að heimilt sé að koma með síma í skóla en að notkun þeirra sé ekki leyfð á skólatíma, að síminn skuli vera geymdur í töskunni á flugvélarstillingu, eða þá að síminn skuli vera skorðaður í töskunni og ekki notaður nema í frímínútum eða öðru slíku. „Niðurstöður könnunarinnar bera það með sér að allir grunnskólar hafa sett sér einhverjar reglur um símanotkun, þær reglur geta t.d. verið að banna símanotkun alfarið eða leyfa hana með takmörkunum, sem er algengast,“ segir á heimasíðu Umboðsmanns barna. Unglingastigið orðið of stillt Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn sem tók nýlega þá ákvörðun að banna símanotkun eftir umfangsmikið samráð við nemendur, foreldra þeirra og starfsfólk. Hún segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið sorglegt að ganga um skólann og sjá alla krakkana með nefið ofan í símanum. „Unglingastigið var eigilega orðið of stillt, það var svo lítil gleði og leikur,“ segir Ólína. Hún segir fund hafi verið haldinn með foreldrum þar sem kynntar hafi verið niðurstöður hinna ýmsu rannsókna. Í kjölfarið hafi verið kosið og um níutíu prósent foreldra kaus með því að símar yrðu bannaðir í skólanum. „Þá fræddum við krakkana, héldum fund með öllum krökkunum og kynntum þeim þessar rannsóknir. Svo kusu þau líka og það voru 30 prósent nemenda vildu hafa símalausan grunnskóla. Ég hélt að það yrðu aðeins færri en var ánægð með 30 prósent. Þau komu með fullt af tillögum um hvað væri hægt að gera í staðinn. Ég er bara spennt að sjá hvernig gengur á mánudaginn,“ segir Ólína. „Þessi unglingsár eru tækifæri til að taka út svo mikinn félagslegan þroska og við erum svolítið að ræna þau þessum tækifærum með því að leyfa það að þau feli sig á bak við skjá.“ Grunnskólar Skóla- og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Fíkn Ölfus Símanotkun barna Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Sjá meira
Niðurstöður könnunar á vegum Umboðsmanns barna voru birtar á dögunum og þær leiddu það í ljós að tæpur helmingur, 45 prósent, grunnskóla á landsvísu hefðu bannað síma. Flestir skólar, eða 52 prósent, leyfa síma með takmörkunum. Könnunin var send til allra 174 grunnskóla landsins í lok ágúst síðastliðins og svör bárust frá 126 þeirra. Þegar spurt var um hvort reglur væru í skólanum um símanotkun svöruðu allir því játandi. Þegar spurt var um fyrir hvaða aldur símar væru leyfðir kom í ljós að flestir skólar eru með strangari reglur, eða símabann, fyrir nemendur í yngri bekkjum grunskóla. Allir grunnskólar hafi einhverjar reglur Í flestum þátttökuskólum voru símar aðeins leyfðir á unglingastigi og þá með takmörkunum en sums staðar voru símar leyfðir hjá yngri börnunum. Meðal þeirra takmarkanna sem hér er vísað til og eru tekin fram á heimasíðu Umboðsmanns barna eru þær að heimilt sé að koma með síma í skóla en að notkun þeirra sé ekki leyfð á skólatíma, að síminn skuli vera geymdur í töskunni á flugvélarstillingu, eða þá að síminn skuli vera skorðaður í töskunni og ekki notaður nema í frímínútum eða öðru slíku. „Niðurstöður könnunarinnar bera það með sér að allir grunnskólar hafa sett sér einhverjar reglur um símanotkun, þær reglur geta t.d. verið að banna símanotkun alfarið eða leyfa hana með takmörkunum, sem er algengast,“ segir á heimasíðu Umboðsmanns barna. Unglingastigið orðið of stillt Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn sem tók nýlega þá ákvörðun að banna símanotkun eftir umfangsmikið samráð við nemendur, foreldra þeirra og starfsfólk. Hún segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið sorglegt að ganga um skólann og sjá alla krakkana með nefið ofan í símanum. „Unglingastigið var eigilega orðið of stillt, það var svo lítil gleði og leikur,“ segir Ólína. Hún segir fund hafi verið haldinn með foreldrum þar sem kynntar hafi verið niðurstöður hinna ýmsu rannsókna. Í kjölfarið hafi verið kosið og um níutíu prósent foreldra kaus með því að símar yrðu bannaðir í skólanum. „Þá fræddum við krakkana, héldum fund með öllum krökkunum og kynntum þeim þessar rannsóknir. Svo kusu þau líka og það voru 30 prósent nemenda vildu hafa símalausan grunnskóla. Ég hélt að það yrðu aðeins færri en var ánægð með 30 prósent. Þau komu með fullt af tillögum um hvað væri hægt að gera í staðinn. Ég er bara spennt að sjá hvernig gengur á mánudaginn,“ segir Ólína. „Þessi unglingsár eru tækifæri til að taka út svo mikinn félagslegan þroska og við erum svolítið að ræna þau þessum tækifærum með því að leyfa það að þau feli sig á bak við skjá.“
Grunnskólar Skóla- og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Fíkn Ölfus Símanotkun barna Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Sjá meira