Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. október 2024 20:37 Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. vísir Formaður Læknafélags Íslands segir að það virði sem læknar skili út í samfélagið, skili sér ekki til baka í launaumslaginu. Launin geti verið há, en þá liggi mjög mikið vinnuálag að baki. Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 83 prósent félagsmanna sem samningarnir ná til tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Verkfallsaðgerðir hjá læknum, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, hefjast 18. nóvember og verða í nokkrum lotum. Fyrst 18.-21. nóvember, svo 2-5. desember. og þriðja lotan verður 16.-19. desember. Í janúar verða verkföll í hverri viku. Verkfallsaðgerðirnar eru nánar útlistaðar í fréttinni hér: Verkfallsréttur lækna er þó takmarkaður. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir að í aðgerðunum verði lágmarksþjónusta ávallt tryggð. „Við erum með verkfallslista sem tryggir þessa lágmarksmönnum. Við höfum hlegið að því í gegnum tárin að á þeim er mönnunin oft betri en það sem við búum til dæmis á sumrin á Landspítala,“ segir Steinunn sem ræddi verkfallsaðgerðir og kröfur lækna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Lengi að vinda ofan af biðlistum Verkfallsaðgerðirnar munu samt sem áður hafa áhrif, segir Steinunn. „Við fórum í sambærilegar aðgerðir fyrir 10 árum, sem var fyrsta verkfall lækna nokkru sinn. Það tók ansi langan tíma að vinda ofan af biðlistum og öðrum áhrifum þess verkfalls. Við vonum auðvitað í lengstu lög að við þurfum ekki að fara þessa leið.“ Varðandi launakröfur og hvort læknar séu almennt ekki með hærri laun en komi fram á launatöflum, vegna álags og mismunandi vakta, segir hún: „Þarna erum við að tala um grunnlaun lækna fyrir hundrað prósent vinnu, 40 tíma vinnuviku. Þegar maður er að horfa á þessar tölur verðum við að horfa á þær í þessu samhengi. Mjög margir sem við berum okkur saman við eru með styttri vinnuviku en það. Tímakaupið er því enn lægra í samanburðinum.“ Verðmætin birtist ekki í launaumslaginu „Auðvitað getur maður náð upp laununum sem læknir ef maður vinnur mjög mikið, og þá á öllum tímum sólarhringsins. Tekur mjög mikið af aukavöktum. Heildarlaunin geta verið töluvert hærri en þá er yfirleitt mjög mikið vinnuálag þar að baki,“ segir Steinunn. Steinunn kveðst vona að læknar njóti enn trausts í samfélaginu og að stéttin sé enn aðdráttarafl, hvað sem breytingum á ásýnd stéttarinnar líður. „En launin hafa dregist aftur úr eins og hjá mörgum stéttum sem vinna með fólki. Því miður. Við erum að skapa gríðarlegt virði í samfélaginu, það er bara ekki í beinhörðum peningum eins og í sumum öðrum geirum. Það er sjaldnast horft á það, og það birtist ekki í launaumslaginu,“ segir Steinunn og bætir við að launalhækkun sé forsenda þess að hægt sé að laða fólk að í alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna. Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 83 prósent félagsmanna sem samningarnir ná til tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Verkfallsaðgerðir hjá læknum, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, hefjast 18. nóvember og verða í nokkrum lotum. Fyrst 18.-21. nóvember, svo 2-5. desember. og þriðja lotan verður 16.-19. desember. Í janúar verða verkföll í hverri viku. Verkfallsaðgerðirnar eru nánar útlistaðar í fréttinni hér: Verkfallsréttur lækna er þó takmarkaður. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir að í aðgerðunum verði lágmarksþjónusta ávallt tryggð. „Við erum með verkfallslista sem tryggir þessa lágmarksmönnum. Við höfum hlegið að því í gegnum tárin að á þeim er mönnunin oft betri en það sem við búum til dæmis á sumrin á Landspítala,“ segir Steinunn sem ræddi verkfallsaðgerðir og kröfur lækna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Lengi að vinda ofan af biðlistum Verkfallsaðgerðirnar munu samt sem áður hafa áhrif, segir Steinunn. „Við fórum í sambærilegar aðgerðir fyrir 10 árum, sem var fyrsta verkfall lækna nokkru sinn. Það tók ansi langan tíma að vinda ofan af biðlistum og öðrum áhrifum þess verkfalls. Við vonum auðvitað í lengstu lög að við þurfum ekki að fara þessa leið.“ Varðandi launakröfur og hvort læknar séu almennt ekki með hærri laun en komi fram á launatöflum, vegna álags og mismunandi vakta, segir hún: „Þarna erum við að tala um grunnlaun lækna fyrir hundrað prósent vinnu, 40 tíma vinnuviku. Þegar maður er að horfa á þessar tölur verðum við að horfa á þær í þessu samhengi. Mjög margir sem við berum okkur saman við eru með styttri vinnuviku en það. Tímakaupið er því enn lægra í samanburðinum.“ Verðmætin birtist ekki í launaumslaginu „Auðvitað getur maður náð upp laununum sem læknir ef maður vinnur mjög mikið, og þá á öllum tímum sólarhringsins. Tekur mjög mikið af aukavöktum. Heildarlaunin geta verið töluvert hærri en þá er yfirleitt mjög mikið vinnuálag þar að baki,“ segir Steinunn. Steinunn kveðst vona að læknar njóti enn trausts í samfélaginu og að stéttin sé enn aðdráttarafl, hvað sem breytingum á ásýnd stéttarinnar líður. „En launin hafa dregist aftur úr eins og hjá mörgum stéttum sem vinna með fólki. Því miður. Við erum að skapa gríðarlegt virði í samfélaginu, það er bara ekki í beinhörðum peningum eins og í sumum öðrum geirum. Það er sjaldnast horft á það, og það birtist ekki í launaumslaginu,“ segir Steinunn og bætir við að launalhækkun sé forsenda þess að hægt sé að laða fólk að í alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna.
Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira