Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. október 2024 21:58 Um 40 mótmælendur fengu piparúða yfir sig í aðgerðum lögreglu á mótmælunum 31. maí. vísir/ívar fannar Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka mál níu mótmælenda á hendur ríkisins fyrir þann 8. nóvember næstkomandi. Mótmælendur hafa farið fram á skaðabætur vegna framgöngu lögreglu á mótmælum við Skuggasund þann 31. maí síðastliðinn. Nefnd um eftirlit með lögreglu taldi engar vísbendingar um ámælisverða háttsemi lögreglumanna. Töluvert var fjallað um mótmælin þar sem mótmælendur töldu sig hafa verið beitt misrétti af hálfu lögreglu. Um 40 mótmælendur fengu piparúða yfir sig en nokkrir höfðu lagst á götuna og neitað að færa sig þegar ráðherrabílum var ekið inn götuna til að sækja ráðherra af ríkisstjórnarfundi. Hópurinn safnaðist saman utan við húsnæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytsisins til að mótmæla aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda vegna stríðsglæpa ísraelska hersins á Gaza. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að fyrirtaka fari fram í málinu 8. nóvember næstkomandi. Farið sé fram á að þeim verði greiddar 800 þúsund krónur, hverju um sig í miskabætur. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.vísir/ívar fannar Í yfirlýsingu segi Daníel Þór Bjarnason og Pétur Eggerz að þeir vonist til að málið verði fordæmisgefandi. Vegið hafi verið að málfrelsi, mannréttindum og öryggi þeirra með „tilefnislausum efnavopnaárásum lögreglu gegn friðsömum mótmælendum. Þessi atburður hefur markað nýjan tón í sögu landsins.“ Mótmælin hafi farið friðsamlega fram af hálfu mótmælenda. Það hafi hins vegar ekki átt við um lögregluna sem mótmælendur telja að hafi brotið á sér. Mikið óreiðuástand skapaðist við Skuggasund.vísir/ívar fannar Byggt sé á því í stefnunni að „lögreglumenn hafi brotið með ólögmætum hætti gegn frelsi, friði og persónu stefnenda af stórfelldu gáleysi“. Með þessu hafi lögregla bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart mótmælendum og vísað til tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrár sem hafi verið brotið. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu tók málið fyrir í júní sl. og taldi engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu. Taldi nefndin að lögregla hafi gætt meðalhófs og sagði mótmælendur hafa tekið viðvörunarorðum um notkun piparúða „með háði“. Palestína Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. 21. júní 2024 17:50 Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Töluvert var fjallað um mótmælin þar sem mótmælendur töldu sig hafa verið beitt misrétti af hálfu lögreglu. Um 40 mótmælendur fengu piparúða yfir sig en nokkrir höfðu lagst á götuna og neitað að færa sig þegar ráðherrabílum var ekið inn götuna til að sækja ráðherra af ríkisstjórnarfundi. Hópurinn safnaðist saman utan við húsnæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytsisins til að mótmæla aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda vegna stríðsglæpa ísraelska hersins á Gaza. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að fyrirtaka fari fram í málinu 8. nóvember næstkomandi. Farið sé fram á að þeim verði greiddar 800 þúsund krónur, hverju um sig í miskabætur. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.vísir/ívar fannar Í yfirlýsingu segi Daníel Þór Bjarnason og Pétur Eggerz að þeir vonist til að málið verði fordæmisgefandi. Vegið hafi verið að málfrelsi, mannréttindum og öryggi þeirra með „tilefnislausum efnavopnaárásum lögreglu gegn friðsömum mótmælendum. Þessi atburður hefur markað nýjan tón í sögu landsins.“ Mótmælin hafi farið friðsamlega fram af hálfu mótmælenda. Það hafi hins vegar ekki átt við um lögregluna sem mótmælendur telja að hafi brotið á sér. Mikið óreiðuástand skapaðist við Skuggasund.vísir/ívar fannar Byggt sé á því í stefnunni að „lögreglumenn hafi brotið með ólögmætum hætti gegn frelsi, friði og persónu stefnenda af stórfelldu gáleysi“. Með þessu hafi lögregla bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart mótmælendum og vísað til tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrár sem hafi verið brotið. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu tók málið fyrir í júní sl. og taldi engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu. Taldi nefndin að lögregla hafi gætt meðalhófs og sagði mótmælendur hafa tekið viðvörunarorðum um notkun piparúða „með háði“.
Palestína Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. 21. júní 2024 17:50 Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. 21. júní 2024 17:50
Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50
Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42