Ásgeir Ásgeirsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir tvo þeirra sem fluttir voru til Reykjavíkur hafa verið minna slasaðir en einn þeirra meira svo. Ekki liggur fyrir meira um ástand hinna slösuðu.
Lögreglan á Norðurlandi vestra greindi frá því í færslu á síðu sinni á Facebook í dag að þjóðveginum hefði verið lokað á Vatnsskarði vegna umferðarslyss og var vegfarendum bent á hjáleið um Þverárfjall.