Matráður segir upp á Mánagarði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2024 11:40 Soffía Emelía Bragadóttir er leikskólastjóri Mánagarðs. Vísir/Einar Matráður leikskólans Mánagarðs þar sem upp kom svæsin E.coli-sýking í síðustu viku hefur sagt upp störfum. Leikskólinn verður lokaður út vikuna. Þetta kemur fram í tölvupósti frá leikskólastjóranum á Mánagarði til foreldra. Þar segir að sérstakur stýrihópur sóttvarnalæknis hafi ákveðið í dag að leikskólinn yrði lokaður út þessa viku. „Standa vonir til að hægt verði að opna að nýju á þriðjudag í næstu viku en stýrihópurinn mun funda aftur eftir helgi þar sem ný ákvörðun verður tekin. Meðan á lokuninni stendur verður aðgerðum síðustu daga og viku framhaldið á Mánagarði. Lokið hefur verið við afar ítarlega og umfangsmikla sótthreinsun á húsnæðinu sem framkvæmd var af fagaðilum.“ Vinna haldi áfram við heildstæða endurskoðun á öllum verkferlum innan leikskólans með þar til bærum sérfræðingum en sú vinna snúi meðal annars að hreinlæti, meðhöndlun matvæla, aðstöðu, tækjabúnaði og geymslu, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafi matráður leikskólans látið af störfum að eigin ósk. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri Mánagarðs sagði á dögunum að á meðan málið væri til rannsóknar yrði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ sagði Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Rannsókn á E.coli smiti á leikskólanum Mánagarði beinist aðallega að mat sem börnin neyttu þann 17. október. Þá fengu börnin hafragraut, spaghettí og melónur í kaffitímanum. Alls hafa 45 börn smitast af E.coli veirunni frá því í síðustu viku. Ellefu liggja inni á Landspítalanum þar af fjögur á gjörgæslu. Leikskólar Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti frá leikskólastjóranum á Mánagarði til foreldra. Þar segir að sérstakur stýrihópur sóttvarnalæknis hafi ákveðið í dag að leikskólinn yrði lokaður út þessa viku. „Standa vonir til að hægt verði að opna að nýju á þriðjudag í næstu viku en stýrihópurinn mun funda aftur eftir helgi þar sem ný ákvörðun verður tekin. Meðan á lokuninni stendur verður aðgerðum síðustu daga og viku framhaldið á Mánagarði. Lokið hefur verið við afar ítarlega og umfangsmikla sótthreinsun á húsnæðinu sem framkvæmd var af fagaðilum.“ Vinna haldi áfram við heildstæða endurskoðun á öllum verkferlum innan leikskólans með þar til bærum sérfræðingum en sú vinna snúi meðal annars að hreinlæti, meðhöndlun matvæla, aðstöðu, tækjabúnaði og geymslu, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafi matráður leikskólans látið af störfum að eigin ósk. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri Mánagarðs sagði á dögunum að á meðan málið væri til rannsóknar yrði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ sagði Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Rannsókn á E.coli smiti á leikskólanum Mánagarði beinist aðallega að mat sem börnin neyttu þann 17. október. Þá fengu börnin hafragraut, spaghettí og melónur í kaffitímanum. Alls hafa 45 börn smitast af E.coli veirunni frá því í síðustu viku. Ellefu liggja inni á Landspítalanum þar af fjögur á gjörgæslu.
Leikskólar Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira