Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2024 06:31 Bærinn Paiporta varð einna verst úti í flóðunum. Forsætisráðherra landsins, Pedro Sanchez, mun í dag heimsækja miðstöð viðbragðsaðila í bænum. Vísir/EPA Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. Ekki hafa svo margir látist í flóðum á Spáni í áratugi. Fjöldi er enn án rafmagns og margir vegir enn lokaðir vegna hamfaranna. Þar eru þúsundir bíla fastir. Lestarsamgöngur í Valencia hafa víða verið stöðvaðar. Pedro Sanchez, forsætisráðhera landsins, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Hann mun heimsækja miðstöð viðbragðsaðila í bænum Paiporta í dag en þar varð fólk hvað verst úti. Greint er frá á spænska miðlinum El País. Í frétt breska miðilsins Guardian segir að varnarmálaráðherra landsins hafi sagt í viðtali við útvarpsstöðina Cadena Ser að sérhæft leitarlið innan spænska hersins myndi í dag byrja að leita að fólki í drullu og rústum. Til þess myndu þau til dæmis nota leitarhunda. Hún sagði í viðtalinu yfirvöld ekki bjartsýn á að það finnist ekki fleiri látnir. Teymið verður með sér 50 færanleg líkhús. Meiri rigningu er spáð í dag í austurhluta Valencia sem varð verst úti. Í Tarragona og Castellón í norðaustri hafa verið gefnar út appelsínugular veðurviðvaranir. Í suðvestur hluta hafa verið gefnar út gular viðvaranir, þar er í Cádiz, Huelva og Sevilla samkvæmt spænska miðlinum El País. Mikill fjöldi fólks leitar nú að ástvinum sínum og auglýsir eftir þeim á samfélagsmiðlum. Seint viðbragð Í frétt Guardian segir að fólk velti því nú fyrir sér hvort eitthvað hafi brugðist í viðbrögðum yfirvalda. Hvort fólk hefði ekki átt að vera látið vita fyrr af hættunni. Rigningin hófst í upphafi vikunnar og leiddi svo til flóða. Gefin var út rauð veðurviðvörun á miðvikudag en það var svo aðeins um kvöldið sem að yfirvöld í héraðinu skipulögðu nokkuð viðbragð. Skilaboð til fólks um að yfirgefa ekki heimili sitt var ekki sent fyrr en eftir 20 um kvöldið og var of seint fyrir marga. Fólk festist á vegum og komst ekki neitt áfram. Ekki hafa verið svo slæmt flóð á Spáni síðan 1996 þegar 87 létust í flóðum á tjaldsvæði í Pyranees fjöllum. Styttra er frá hamfaraflóðum í Evrópu en árið 2021 létust 243 í flóðum í Þýskalandi, Belgíu, Rúmeníu, Ítalíu og Austurríki. Hlýnun Miðjarðarhafsins Hamfararigningin hefur verið tengd við fyrirbæri sem kallað er „gota fría“ eða „kaldi dropinn“ sem gerist þegar kalt loft fer yfir heitan sjóinn í Miðjarðarhafinu. Það valdi óstöðugleika í andrúmsloftinu sem leiði til þess að heitt og blautt loft rís hratt og veldur að lokum þungri rigningu og þrumuveðri. Í frétt Guardian segir að hlýnun Miðjarðarhafsins, sem eykur uppgufun vatns, spili lykilhlutverk í því að gera úrhellisrigningu alvarlegri. Spánn Loftslagsmál Umhverfismál Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Ekki hafa svo margir látist í flóðum á Spáni í áratugi. Fjöldi er enn án rafmagns og margir vegir enn lokaðir vegna hamfaranna. Þar eru þúsundir bíla fastir. Lestarsamgöngur í Valencia hafa víða verið stöðvaðar. Pedro Sanchez, forsætisráðhera landsins, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Hann mun heimsækja miðstöð viðbragðsaðila í bænum Paiporta í dag en þar varð fólk hvað verst úti. Greint er frá á spænska miðlinum El País. Í frétt breska miðilsins Guardian segir að varnarmálaráðherra landsins hafi sagt í viðtali við útvarpsstöðina Cadena Ser að sérhæft leitarlið innan spænska hersins myndi í dag byrja að leita að fólki í drullu og rústum. Til þess myndu þau til dæmis nota leitarhunda. Hún sagði í viðtalinu yfirvöld ekki bjartsýn á að það finnist ekki fleiri látnir. Teymið verður með sér 50 færanleg líkhús. Meiri rigningu er spáð í dag í austurhluta Valencia sem varð verst úti. Í Tarragona og Castellón í norðaustri hafa verið gefnar út appelsínugular veðurviðvaranir. Í suðvestur hluta hafa verið gefnar út gular viðvaranir, þar er í Cádiz, Huelva og Sevilla samkvæmt spænska miðlinum El País. Mikill fjöldi fólks leitar nú að ástvinum sínum og auglýsir eftir þeim á samfélagsmiðlum. Seint viðbragð Í frétt Guardian segir að fólk velti því nú fyrir sér hvort eitthvað hafi brugðist í viðbrögðum yfirvalda. Hvort fólk hefði ekki átt að vera látið vita fyrr af hættunni. Rigningin hófst í upphafi vikunnar og leiddi svo til flóða. Gefin var út rauð veðurviðvörun á miðvikudag en það var svo aðeins um kvöldið sem að yfirvöld í héraðinu skipulögðu nokkuð viðbragð. Skilaboð til fólks um að yfirgefa ekki heimili sitt var ekki sent fyrr en eftir 20 um kvöldið og var of seint fyrir marga. Fólk festist á vegum og komst ekki neitt áfram. Ekki hafa verið svo slæmt flóð á Spáni síðan 1996 þegar 87 létust í flóðum á tjaldsvæði í Pyranees fjöllum. Styttra er frá hamfaraflóðum í Evrópu en árið 2021 létust 243 í flóðum í Þýskalandi, Belgíu, Rúmeníu, Ítalíu og Austurríki. Hlýnun Miðjarðarhafsins Hamfararigningin hefur verið tengd við fyrirbæri sem kallað er „gota fría“ eða „kaldi dropinn“ sem gerist þegar kalt loft fer yfir heitan sjóinn í Miðjarðarhafinu. Það valdi óstöðugleika í andrúmsloftinu sem leiði til þess að heitt og blautt loft rís hratt og veldur að lokum þungri rigningu og þrumuveðri. Í frétt Guardian segir að hlýnun Miðjarðarhafsins, sem eykur uppgufun vatns, spili lykilhlutverk í því að gera úrhellisrigningu alvarlegri.
Spánn Loftslagsmál Umhverfismál Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira