Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. október 2024 18:24 Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, sagði að ýmis mál og atvik hefðu spilað inn í ákvörðun Samkaupa um að slíta viðræðunum. aðsend Viðræðum Samkaupa og Skeljar fasteignarfélags um samruna Samkaupa og dótturfélaga Skeljar, Heimkaupa og Orkunnar, hefur verið slitið. Áhyggjur af yfirstandandi rannsókn ESA á Skel hafi haft áhrif á slitin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum. Þar segir að aðilar hafi framkvæmt áreiðanleikakönnun á samrunafélögunum með aðstoð sérfræðiráðgjafar og í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Stjórn og starfsfólk Samkaupa hafi tekið þátt viðræðunum og lagt í þær bæði vinnu og fjármagn. „Á síðustu vikum hafa hins vegar komið fram upplýsingar og upp komið atvik sem hafa orðið til þess að upphaflegar forsendur samruna voru teknar til endurskoðunar. Niðurstaða þeirra skoðunar var að skynsamlegast væri fyrir fyrirtækið og hluthafa að viðræðum væri hætt og var það samþykkt á stjórnarfundi Samkaupa í dag,“ segir einnig í tilkynningunni. Áhyggjur af yfirstandandi rannsókn ESA Fréttastofa hafði samband við Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóra Samkaupa, til að spyrja út í viðræðuslitin og þessi mál sem ýjað er að í tilkynningunni. Hvaða atvik og upplýsingar er verið að vísa í þarna? „Það er í raun og veru kannski erfitt að tjá sig um það í smáatriðum af því viðsemjandinn er skráður á markað. Það hefur opinberlega komið í ljós eitt mál sem hefur valdið okkur áhyggjum, yfirstandandi samkeppnisrannsókn sem ESA er í núna, og fleiri mál sem er erfitt að tjá sig um sem ollu því að menn mátu að það væri betra að slíta þessu en halda áfram,“ sagði Gunnar Egill í samtali við fréttastofu. Gunnar segir að búið sé að vinna að viðræðunum síðan í janúar og því mikill tími farið í þær. „Fyrir mitt leyti eru þetta vonbrigði að menn hafi ekki náð að klára þennan samruna en svosem áfram gakk okkar megin,“ sagði hann. Þetta hefði orðið ansi stór samruni. „Ef af hefði orðið hefðu Samkaup verið með 75 milljarða veltu og komin með starfsemi á dagvöru-, orku-, apóteka- og veitingamarkaði. Og það er vegferð sem við höfum verið í og þessi félög passa öll vel saman en að þessu sinni náði ekki að ljúka því farsællega,“ sagði Gunnar. Kaup og sala fyrirtækja Verslun Lyf Bensín og olía Skel fjárfestingafélag Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum. Þar segir að aðilar hafi framkvæmt áreiðanleikakönnun á samrunafélögunum með aðstoð sérfræðiráðgjafar og í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Stjórn og starfsfólk Samkaupa hafi tekið þátt viðræðunum og lagt í þær bæði vinnu og fjármagn. „Á síðustu vikum hafa hins vegar komið fram upplýsingar og upp komið atvik sem hafa orðið til þess að upphaflegar forsendur samruna voru teknar til endurskoðunar. Niðurstaða þeirra skoðunar var að skynsamlegast væri fyrir fyrirtækið og hluthafa að viðræðum væri hætt og var það samþykkt á stjórnarfundi Samkaupa í dag,“ segir einnig í tilkynningunni. Áhyggjur af yfirstandandi rannsókn ESA Fréttastofa hafði samband við Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóra Samkaupa, til að spyrja út í viðræðuslitin og þessi mál sem ýjað er að í tilkynningunni. Hvaða atvik og upplýsingar er verið að vísa í þarna? „Það er í raun og veru kannski erfitt að tjá sig um það í smáatriðum af því viðsemjandinn er skráður á markað. Það hefur opinberlega komið í ljós eitt mál sem hefur valdið okkur áhyggjum, yfirstandandi samkeppnisrannsókn sem ESA er í núna, og fleiri mál sem er erfitt að tjá sig um sem ollu því að menn mátu að það væri betra að slíta þessu en halda áfram,“ sagði Gunnar Egill í samtali við fréttastofu. Gunnar segir að búið sé að vinna að viðræðunum síðan í janúar og því mikill tími farið í þær. „Fyrir mitt leyti eru þetta vonbrigði að menn hafi ekki náð að klára þennan samruna en svosem áfram gakk okkar megin,“ sagði hann. Þetta hefði orðið ansi stór samruni. „Ef af hefði orðið hefðu Samkaup verið með 75 milljarða veltu og komin með starfsemi á dagvöru-, orku-, apóteka- og veitingamarkaði. Og það er vegferð sem við höfum verið í og þessi félög passa öll vel saman en að þessu sinni náði ekki að ljúka því farsællega,“ sagði Gunnar.
Kaup og sala fyrirtækja Verslun Lyf Bensín og olía Skel fjárfestingafélag Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira