Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. október 2024 09:31 Baltasar Kormákur og Sunneva fengu nafnið Kormákur ekki samþykkt sem ættarnafn. Dóttir leikstjórans Baltasars Kormáks og Sunnevu Ásu Weisshappel, myndlistarkonu og leikmyndahönnuðar var skírð þann 5. október síðastliðinn og fékk hún nafnið Kilja Kormákur. Parið þurfti að sækja um sérstakt leyfi til Mannanafnanefndar og segir að það hafi komið þeim á óvart að Kilja væri ekki til sem íslenskt kvenmannsnafn. Kilja litla kom í heiminn þann 5. ágúst síðastliðinn og er fyrsta barn Sunnevu. Fyrir á Kormákur fjögur börn. Spurð hvaðan hugmyndin að nafninu kemur segir Sunneva að það hafi komið til þeirra þegar þau voru í hestaferð yfir Kjöl síðastliðið sumar. „Kjölur=miðja=kjölfesta. Ég var reyndar ekki á hesti en var með í ferðinni þar sem ég var komin 39 vikur á leið. Það kom okkur svo á óvart þegar við flettum Kilju nafninu upp að þetta var ekki til sem íslenskt kvenmannsnafn og þurftum því að fá leyfi hjá mannanafnanefnd,“ segir Sunneva í samtali við Vísi. „Hún er skírð Kilja Kormákur. Við vorum skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við af Þjóðskrá. Kormákur fékkst ekki samþykkt sem ættarnafn en það var upphaflega hugmyndin. Ættarnafnslögin eru furðuleg á Íslandi. Kormákur er vissulega karlmannsnafn en það er leyfilegt að skýra stúlkur karlmannsnafni ef það er nafn tvö eins og fjölmörg vitni eru um,“ bætir hún við. Ákveðin fjölskylduhefð Að sögn Baltasars hefur myndast ákveðin hefð innan fjölskyldunnar að bera nafnið Kormákur, í raun sem ættarnafn. „Ég nota bara Baltasar Kormákur. En er auk þess skráður Baltasarsson í passanum. Tveir af sonum mínum heita Kormákur að öðru og þriðja nafni Pálmi Kormákur og Stormur Jón Kormákur, þannig að það hefur myndast ákveðin hefð,“ segir Baltasar. Sunneva og Baltasar hafa unnið saman að stórum verkefnum og má þar nefna Netflix þáttaröðina Katla, Ófærð 3 og Snertingu. Baltasar sá um leikstjórn og Sunneva um leikmyndirnar. Frumraun Sunnevu í búningahönnun fyrir leikhús var Njála og hlaut hún Grímuverðlaun 2015 fyrir búningana í þeirri sýningu. Barnalán Ástin og lífið Mannanöfn Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
Kilja litla kom í heiminn þann 5. ágúst síðastliðinn og er fyrsta barn Sunnevu. Fyrir á Kormákur fjögur börn. Spurð hvaðan hugmyndin að nafninu kemur segir Sunneva að það hafi komið til þeirra þegar þau voru í hestaferð yfir Kjöl síðastliðið sumar. „Kjölur=miðja=kjölfesta. Ég var reyndar ekki á hesti en var með í ferðinni þar sem ég var komin 39 vikur á leið. Það kom okkur svo á óvart þegar við flettum Kilju nafninu upp að þetta var ekki til sem íslenskt kvenmannsnafn og þurftum því að fá leyfi hjá mannanafnanefnd,“ segir Sunneva í samtali við Vísi. „Hún er skírð Kilja Kormákur. Við vorum skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við af Þjóðskrá. Kormákur fékkst ekki samþykkt sem ættarnafn en það var upphaflega hugmyndin. Ættarnafnslögin eru furðuleg á Íslandi. Kormákur er vissulega karlmannsnafn en það er leyfilegt að skýra stúlkur karlmannsnafni ef það er nafn tvö eins og fjölmörg vitni eru um,“ bætir hún við. Ákveðin fjölskylduhefð Að sögn Baltasars hefur myndast ákveðin hefð innan fjölskyldunnar að bera nafnið Kormákur, í raun sem ættarnafn. „Ég nota bara Baltasar Kormákur. En er auk þess skráður Baltasarsson í passanum. Tveir af sonum mínum heita Kormákur að öðru og þriðja nafni Pálmi Kormákur og Stormur Jón Kormákur, þannig að það hefur myndast ákveðin hefð,“ segir Baltasar. Sunneva og Baltasar hafa unnið saman að stórum verkefnum og má þar nefna Netflix þáttaröðina Katla, Ófærð 3 og Snertingu. Baltasar sá um leikstjórn og Sunneva um leikmyndirnar. Frumraun Sunnevu í búningahönnun fyrir leikhús var Njála og hlaut hún Grímuverðlaun 2015 fyrir búningana í þeirri sýningu.
Barnalán Ástin og lífið Mannanöfn Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira