Körfubolti

Sunn­lendingar sóttu sigur í Garða­bæinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Abby Claire Beeman var öflug í liði gestanna.
Abby Claire Beeman var öflug í liði gestanna. Vísir/Anton Brink

Sameiginlegt lið Hamars frá Hveragerði og Þórs frá Þorlákshöfn, Hamar/Þór, gerði sér lítið fyrir og sóttu sigur í Garðabæinn þegar liðið lagði Stjörnuna með tveggja stiga mun í Bónus-deild kvenna í körfubolta, lokatölur í Garðabæ 82-84.

Gestirnir lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en liðið leiddi með átta stigum þegar gengið var til búningsherbergja, staðan þá 39-47. Stjarnan gerði áhlaup í síðari hálfleik, þá sérstaklega fjórða leikhluta en gestirnir stóðu keikir og lönduðu mikilvægum sigri.

Kolbrún María Ármannsdóttir og Denia Davis-Stewart voru stigahæstar hjá Stjörnunni með 26 stig hvor. Davis-Stewart reif einnig niður 21 frákast.

Í sigurliðinu var Abby Claire-Beeman með 28 stig, 12 fráköst og fimm stoðsendingar. Hana Ivanusa kom þar á eftir með 20 stig og 9 fráköst.

Eftir leik kvöldsins eru bæði með tvo sigra og tvö töp eftir fjóra leiki. Þau sitja því jöfn að stigum í 7. og 8. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×