Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Steinunn Þórðardóttir og Svana Helen Björnsdóttir skrifa 29. október 2024 07:01 Staðan í kjaraviðræðum og lítill skilningur á stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði veldur áhyggjum. Ekki einungis gagnvart einstaklingum sem hafa þurft að þola umtalsverða kjararýrnun heldur er framtíð og menntunarstig þjóðarinnar í húfi. – Það er kjarni málsins. Þegar þetta er skrifað eru liðnir tæpir átta mánuðir frá því að skrifað var undir langtímasamninga á almennum markaði við nokkur stærstu stéttarfélög landsins. Í framhaldi af þeim samningum hefur stefna viðsemjenda okkar félaga verið afdráttarlaus; það sem um var samið í byrjun mars er það sem er í boði fyrir aðra, ekkert meira. Fyrir félög háskólamenntaðra þýðir það aðeins eitt; áframhaldandi kjararýrnun. Tölurnar tala sínu máli og þær eru sláandi. Frá aldamótum til ársins 2022 jókst kaupmáttur meðal-ráðstöfunartekna þeirra sem eru með grunnmenntun um 35% en engin kaupmáttaraukning, og í raun 1% samdráttur, varð á sama tímabili hjá fólki með meistaragráðu. Skammarleg staðreynd Enn og aftur sjáum við okkur knúnar til að minna á hver staða háskólamenntaðra er hér á landi. Launamunur háskólamenntaðra og ófaglærðra er einn sá minnsti í Evrópu. Við það geta háskólamenntaðar stéttir ekki unað öllu lengur. Fjárhagslegur hvati til að leggja á sig langt sérfræðinám með tilheyrandi skuldsetningu og seinkun á lífsframvindu og atvinnuþátttöku er orðinn svo lítill að allt samfélagið líður fyrir það. Nægir að nefna viðvarandi skort á háskólamenntuðu fólki í starfsstéttir á vettvangi heilbrigðis-, velferðar- og menntamála auk víðtæks skorts á tæknimenntuðum sérfræðingum í mörgum atvinnugreinum. Hver munu þora? Að okkar mati blasir það við að molnað hefur undan grundvallarstoðum samfélagsins vegna tregðu launagreiðenda við að meta sérfræðiþekkingu til launa. Það er okkur hulin ráðgáta hvernig okkar litla, en ríka þjóð, hefur ratað í þær ógöngur sem nú blasa við. Það þarf kjark og ábyrgðarkennd ráðamanna og forsvarsmanna atvinnulífsins til að horfast í augu við þessar staðreyndir og viðurkenna á hversu varhugaverðri leið við erum. Við veltum því fyrir okkur hvort ætlunin sé að takast á við þær áskoranir sem við blasa eða hvort stefnan sé að hundsa þá afleitu stöðu sem háskólamenntað fólk er í? 30 þúsund atkvæði Við, sem erum í forsvari fyrir um þrjátíu þúsund háskólamenntaða einstaklinga í 27 stéttarfélögum, hvetjum þau sem nú gefa kost á sér til að leiða stjórn landsmálanna til að hugleiða það sem okkar stéttir hafa fram að færa til samfélagsins. Í aðdraganda Alþingiskosninga tökum við saman höndum og óskum eftir heiðarlegu samtali við þá stjórnmálaflokka sem bjóða fram til þings. Hvaða stjórnmálaflokkar treysta sér til að sýna þann kjark og ábyrgðartilfinningu, og ekki síst metnað, sem þörf er á til að leiðrétta kjör háskólamenntaðra stétta á kjörtímabilinu sem í hönd fer? Þeim skilaboðum munum við koma áleiðis til félagsfólks okkar og hvetja það til að mæta í kjörklefann með svör flokkanna og frambjóðenda í huga. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM-Bandalags háskólamanna. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir Steinunn Þórðardóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Háskólar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Staðan í kjaraviðræðum og lítill skilningur á stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði veldur áhyggjum. Ekki einungis gagnvart einstaklingum sem hafa þurft að þola umtalsverða kjararýrnun heldur er framtíð og menntunarstig þjóðarinnar í húfi. – Það er kjarni málsins. Þegar þetta er skrifað eru liðnir tæpir átta mánuðir frá því að skrifað var undir langtímasamninga á almennum markaði við nokkur stærstu stéttarfélög landsins. Í framhaldi af þeim samningum hefur stefna viðsemjenda okkar félaga verið afdráttarlaus; það sem um var samið í byrjun mars er það sem er í boði fyrir aðra, ekkert meira. Fyrir félög háskólamenntaðra þýðir það aðeins eitt; áframhaldandi kjararýrnun. Tölurnar tala sínu máli og þær eru sláandi. Frá aldamótum til ársins 2022 jókst kaupmáttur meðal-ráðstöfunartekna þeirra sem eru með grunnmenntun um 35% en engin kaupmáttaraukning, og í raun 1% samdráttur, varð á sama tímabili hjá fólki með meistaragráðu. Skammarleg staðreynd Enn og aftur sjáum við okkur knúnar til að minna á hver staða háskólamenntaðra er hér á landi. Launamunur háskólamenntaðra og ófaglærðra er einn sá minnsti í Evrópu. Við það geta háskólamenntaðar stéttir ekki unað öllu lengur. Fjárhagslegur hvati til að leggja á sig langt sérfræðinám með tilheyrandi skuldsetningu og seinkun á lífsframvindu og atvinnuþátttöku er orðinn svo lítill að allt samfélagið líður fyrir það. Nægir að nefna viðvarandi skort á háskólamenntuðu fólki í starfsstéttir á vettvangi heilbrigðis-, velferðar- og menntamála auk víðtæks skorts á tæknimenntuðum sérfræðingum í mörgum atvinnugreinum. Hver munu þora? Að okkar mati blasir það við að molnað hefur undan grundvallarstoðum samfélagsins vegna tregðu launagreiðenda við að meta sérfræðiþekkingu til launa. Það er okkur hulin ráðgáta hvernig okkar litla, en ríka þjóð, hefur ratað í þær ógöngur sem nú blasa við. Það þarf kjark og ábyrgðarkennd ráðamanna og forsvarsmanna atvinnulífsins til að horfast í augu við þessar staðreyndir og viðurkenna á hversu varhugaverðri leið við erum. Við veltum því fyrir okkur hvort ætlunin sé að takast á við þær áskoranir sem við blasa eða hvort stefnan sé að hundsa þá afleitu stöðu sem háskólamenntað fólk er í? 30 þúsund atkvæði Við, sem erum í forsvari fyrir um þrjátíu þúsund háskólamenntaða einstaklinga í 27 stéttarfélögum, hvetjum þau sem nú gefa kost á sér til að leiða stjórn landsmálanna til að hugleiða það sem okkar stéttir hafa fram að færa til samfélagsins. Í aðdraganda Alþingiskosninga tökum við saman höndum og óskum eftir heiðarlegu samtali við þá stjórnmálaflokka sem bjóða fram til þings. Hvaða stjórnmálaflokkar treysta sér til að sýna þann kjark og ábyrgðartilfinningu, og ekki síst metnað, sem þörf er á til að leiðrétta kjör háskólamenntaðra stétta á kjörtímabilinu sem í hönd fer? Þeim skilaboðum munum við koma áleiðis til félagsfólks okkar og hvetja það til að mæta í kjörklefann með svör flokkanna og frambjóðenda í huga. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM-Bandalags háskólamanna. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun