Sjálfbær kvikmyndagerð á Íslandi Lára Portal skrifar 28. október 2024 17:32 Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn hefur tekið mikilvægum framförum í sjálfbærari framleiðslu með fyrstu Green Film vottuninni hérlendis og hlaut kvikmyndin Fjallið fyrstu vottunina. Er það fyrsti vísirinn að sjálfbærari framtíð iðnaðarins þar sem áhersla er lögð á sjálfbæra framleiðsluhætti. Helst það í hendur við leiðarljós Kvikmyndastefnu um að styrkja tengsl kvikmyndagerðar við markmið Íslands á sviði sjálfbærni. Hvað er Green Film? Green Film er leiðbeinandi handbók að vottun um sjálfbæra kvikmyndaframleiðslu. Handbókin er unnin á evrópskum vettvangi, hönnuð fyrir framleiðendur, opinbera kvikmyndasjóði og þjónustustofnanir, sjónvarpsstöðvar og streymisveitur. Kvikmyndamiðstöð Íslands, í samstarfi við Trentino Film Commission, hefur tekið handbókina í notkun og gefið út íslenska útgáfu. Handbókin inniheldur ítarlegar leiðbeiningar um hvernig hægt sé að gera framleiðslu sjálfbærari með tilliti til umhverfis og fólks. Grunnskilyrði vottunar eru í höndum framleiðanda og sjálfbærnistjóra framleiðslunnar en þau eru annars vegar að útbúa sjálfbærniáætlun og hins vegar að móta skilvirka ferðaáætlun. Þar að auki er að finna önnur viðmið sem þarf að uppfylla til að hljóta vottunina. Fjallið: Fyrsta verkefnið á Íslandi sem hlýtur Green Film vottun Kvikmyndin Fjallið, sem skrifuð er og leikstýrt af Ásthildi Kjartansdóttur, er framleidd með viðmið Green Film að leiðarljósi. KPMG á Íslandi, leiðandi þekkingarfyrirtæki á sviði endurskoðunar og ráðgjafar, veitti óháða staðfestingu á skýrslu um fylgni við leiðbeiningar Green Film við gerð kvikmyndarinnar. Fjallið er fyrsta kvikmyndin á Íslandi til að hljóta slíka vottun sem markar nýtt upphaf í sjálfbærari framleiðsluháttum og er stórt skref í kvikmyndabransanum á Íslandi. Ávinningur fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað Vænta má frekari vaxtar á sviði skapandi greina hér á landi, þ.á.m. kvikmyndagerðar. Meðal annars hefur ársvelta kvikmyndagerðar þrefaldast á síðasta áratug. Hins vegar ber að hafa í huga að slíkur vöxtur getur haft í för með sér neikvæð áhrif á umhverfið. Þá sérstaklega þar sem kvikmyndagerð felur gjarnan í sér mikla notkun raforku, álag á umhverfi og samfélag og losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutnings og ferðakostnaðar. Listgrein á tímamótum Líta má á tilkomu sjálfbærra umgjarða eins og Green Film sem ákveðin tímamót fyrir listgreinina þar sem markviss skref eru tekin til að styrkja sjálfbæra innviði kvikmyndagerðar. Með þessari jákvæðu þróun er hægt að stuðla að því að kvikmyndagerð vaxi í sátt við umhverfismarkmið KMÍ og Íslands, og um leið efla ímynd hennar sem sjálfbær atvinnugrein. Höfundur er sjálfbærniráðgjafi hjá KPMG og vottaður úttektaraðili Green Film. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn hefur tekið mikilvægum framförum í sjálfbærari framleiðslu með fyrstu Green Film vottuninni hérlendis og hlaut kvikmyndin Fjallið fyrstu vottunina. Er það fyrsti vísirinn að sjálfbærari framtíð iðnaðarins þar sem áhersla er lögð á sjálfbæra framleiðsluhætti. Helst það í hendur við leiðarljós Kvikmyndastefnu um að styrkja tengsl kvikmyndagerðar við markmið Íslands á sviði sjálfbærni. Hvað er Green Film? Green Film er leiðbeinandi handbók að vottun um sjálfbæra kvikmyndaframleiðslu. Handbókin er unnin á evrópskum vettvangi, hönnuð fyrir framleiðendur, opinbera kvikmyndasjóði og þjónustustofnanir, sjónvarpsstöðvar og streymisveitur. Kvikmyndamiðstöð Íslands, í samstarfi við Trentino Film Commission, hefur tekið handbókina í notkun og gefið út íslenska útgáfu. Handbókin inniheldur ítarlegar leiðbeiningar um hvernig hægt sé að gera framleiðslu sjálfbærari með tilliti til umhverfis og fólks. Grunnskilyrði vottunar eru í höndum framleiðanda og sjálfbærnistjóra framleiðslunnar en þau eru annars vegar að útbúa sjálfbærniáætlun og hins vegar að móta skilvirka ferðaáætlun. Þar að auki er að finna önnur viðmið sem þarf að uppfylla til að hljóta vottunina. Fjallið: Fyrsta verkefnið á Íslandi sem hlýtur Green Film vottun Kvikmyndin Fjallið, sem skrifuð er og leikstýrt af Ásthildi Kjartansdóttur, er framleidd með viðmið Green Film að leiðarljósi. KPMG á Íslandi, leiðandi þekkingarfyrirtæki á sviði endurskoðunar og ráðgjafar, veitti óháða staðfestingu á skýrslu um fylgni við leiðbeiningar Green Film við gerð kvikmyndarinnar. Fjallið er fyrsta kvikmyndin á Íslandi til að hljóta slíka vottun sem markar nýtt upphaf í sjálfbærari framleiðsluháttum og er stórt skref í kvikmyndabransanum á Íslandi. Ávinningur fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað Vænta má frekari vaxtar á sviði skapandi greina hér á landi, þ.á.m. kvikmyndagerðar. Meðal annars hefur ársvelta kvikmyndagerðar þrefaldast á síðasta áratug. Hins vegar ber að hafa í huga að slíkur vöxtur getur haft í för með sér neikvæð áhrif á umhverfið. Þá sérstaklega þar sem kvikmyndagerð felur gjarnan í sér mikla notkun raforku, álag á umhverfi og samfélag og losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutnings og ferðakostnaðar. Listgrein á tímamótum Líta má á tilkomu sjálfbærra umgjarða eins og Green Film sem ákveðin tímamót fyrir listgreinina þar sem markviss skref eru tekin til að styrkja sjálfbæra innviði kvikmyndagerðar. Með þessari jákvæðu þróun er hægt að stuðla að því að kvikmyndagerð vaxi í sátt við umhverfismarkmið KMÍ og Íslands, og um leið efla ímynd hennar sem sjálfbær atvinnugrein. Höfundur er sjálfbærniráðgjafi hjá KPMG og vottaður úttektaraðili Green Film.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun