Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Kolbeinn Tumi Daðason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 28. október 2024 12:01 Inga Sæland hefur ástæðu til að fagna en það sama er ekki hægt að segja um Gísla Rafn Ólafsson og hans fólk hjá Pírötum. vísir/Hulda Margrét Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. Samfylkingin mælist enn sem fyrr stærsti flokkurinn þótt fylgið hafi dalað nokkuð frá því í vor, þegar hún var að mælast með um 27 prósent. Nú mælist Samfylkingin með 22,2 prósent og dalar örlítið milli mánaða. Viðreisn hefur hinsvegar sótt mikið í sig veðrið undanfarið og mælist nú næst stærsti flokkurinn á þingi með 16,2 prósent. Í þriðja sæti kemur svo Miðflokkurinn með 15,9 níu prósent en Miðflokksmenn hafa verið í öðru sæti í undanförnum Maskínukönnunum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og hennar fólk í Viðreisn skýst upp fyrir Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Munurinn er þó ómarktækur.Vísir/Hulda Margrét Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rétt tæp fjórtán prósent atkvæða, sem er mjög svipuð niðurstaða og í síðustu könnunum. Flokkur fólksins tekur hins vegar stökk á milli kannanna eftir að tilkynnt var um nýja oddvita og brotthvarf tveggja þingmanna. Flokkurinn mælist nú með 9,3 prósent en mældist með 6,6 prósent í síðustu könnun Maskínu. Framsóknarflokkurinn yrði síðan síðasti flokkurinn til að koma mönnum á þing, yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við þessa nýju könnun. Flokkurinn mælist nú með 6.9 prósent. Aðrir flokkar, og þar á meðal Píratar og VG, sem nú eru á þingi, ná ekki mönnum inn. Miðað við þingstyrk á landsvísu segir Maskína að þingsæti skiptist þá á þann veg að Samfylkingin fengi sautján þingsæti. Viðreisn fengi tólf, Miðflokkurinn einnig tólf og Sjálfstæðisflokkurinn tíu. Flokkur fólksins næði sjö þingmönnum inn og Framsóknarflokkur yrði minnsti flokkurinn, með fimm þingsæti. Ef rýnt er í hvert kjördæmi fyrir sig má sjá að flokkar á borð við Sósíalistaflokkinn, Pírata og Vinstri græn gætu náð inn þingmanni í einstaka kjördæmi. Kyn, aldur, búseta, menntun og tekjur Áhugavert er að rýna í fylgi flokkanna eftir öðrum breytum, svo sem kynjum, aldri, búsetu, menntun, tekjum og í einstökum kjördæmum eins og sjá má á myndinni að neðan. Fylgi eftir ólíkum breytum.Maskína Munurinn á kynjunum er áberandi mestur hjá Miðflokknum. Rúmlega 21 prósent karla hyggjast greiða flokknum atkvæði sitt en tæplega tíu prósent kvenna. Flokkur fólksins höfðar á móti frekar til kvenna eða 11 prósent en 7,8 prósent karla styðja flokkinn. Viðreisn virðist höfða mun frekar til unga fólksins en þeirra eldri. Flokkurinn hefur yfir 22 prósenta fylgi hjá 18-29 ára en rúmlega átta prósenta fylgi hjá sextíu ára og eldri. Á hinn bóginn heldur Sjálfstæðisflokkurinn í 20 prósenta fylgi hjá þeim elstu á meðan fylgið er nær tíu prósentum hjá yngra fólki. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Hulda Margrét Samfylkingin sækir fylgi sitt mest til Reykjavíkur eða 27,5 prósent á meðan fylgið á Austurlandi er rúm ellefu prósent. Hið sama gildir um Viðresin sem er langsterkust á höfuðborgarsvæðinu. Miðflokkurinn hefur mest fylgi allra á Vesturlandi og Vestfjörðum eða rúmlega 26 prósent en rúm 12 prósent í Reykjavík. Fólk með háskólamenntun kýs frekar Samfylkinguna og Viðreisn á meðan fólk með grunnskólapróf horfir til Miðflokksins og Flokks fólksins. Kjósendum Viðreisnar fjölgar með hækkandi tekjum og sama er uppi á teningnum hjá Sjálfstæðisflokknum. Þeir efnaminni horfa til flokks fólksins sem andar ofan í hálsmál Samfylkingarinnar sem annar stærsti flokkurinn hjá þeim tekjulægstu. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svörin voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eftir kyni, aldri, bústeu og menntun. Könnunin fór fram dagana 22. til 28. október og voru 1.708 svarendur sem tóku afstöðu til flokks. Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Samfylkingin mælist enn sem fyrr stærsti flokkurinn þótt fylgið hafi dalað nokkuð frá því í vor, þegar hún var að mælast með um 27 prósent. Nú mælist Samfylkingin með 22,2 prósent og dalar örlítið milli mánaða. Viðreisn hefur hinsvegar sótt mikið í sig veðrið undanfarið og mælist nú næst stærsti flokkurinn á þingi með 16,2 prósent. Í þriðja sæti kemur svo Miðflokkurinn með 15,9 níu prósent en Miðflokksmenn hafa verið í öðru sæti í undanförnum Maskínukönnunum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og hennar fólk í Viðreisn skýst upp fyrir Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Munurinn er þó ómarktækur.Vísir/Hulda Margrét Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rétt tæp fjórtán prósent atkvæða, sem er mjög svipuð niðurstaða og í síðustu könnunum. Flokkur fólksins tekur hins vegar stökk á milli kannanna eftir að tilkynnt var um nýja oddvita og brotthvarf tveggja þingmanna. Flokkurinn mælist nú með 9,3 prósent en mældist með 6,6 prósent í síðustu könnun Maskínu. Framsóknarflokkurinn yrði síðan síðasti flokkurinn til að koma mönnum á þing, yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við þessa nýju könnun. Flokkurinn mælist nú með 6.9 prósent. Aðrir flokkar, og þar á meðal Píratar og VG, sem nú eru á þingi, ná ekki mönnum inn. Miðað við þingstyrk á landsvísu segir Maskína að þingsæti skiptist þá á þann veg að Samfylkingin fengi sautján þingsæti. Viðreisn fengi tólf, Miðflokkurinn einnig tólf og Sjálfstæðisflokkurinn tíu. Flokkur fólksins næði sjö þingmönnum inn og Framsóknarflokkur yrði minnsti flokkurinn, með fimm þingsæti. Ef rýnt er í hvert kjördæmi fyrir sig má sjá að flokkar á borð við Sósíalistaflokkinn, Pírata og Vinstri græn gætu náð inn þingmanni í einstaka kjördæmi. Kyn, aldur, búseta, menntun og tekjur Áhugavert er að rýna í fylgi flokkanna eftir öðrum breytum, svo sem kynjum, aldri, búsetu, menntun, tekjum og í einstökum kjördæmum eins og sjá má á myndinni að neðan. Fylgi eftir ólíkum breytum.Maskína Munurinn á kynjunum er áberandi mestur hjá Miðflokknum. Rúmlega 21 prósent karla hyggjast greiða flokknum atkvæði sitt en tæplega tíu prósent kvenna. Flokkur fólksins höfðar á móti frekar til kvenna eða 11 prósent en 7,8 prósent karla styðja flokkinn. Viðreisn virðist höfða mun frekar til unga fólksins en þeirra eldri. Flokkurinn hefur yfir 22 prósenta fylgi hjá 18-29 ára en rúmlega átta prósenta fylgi hjá sextíu ára og eldri. Á hinn bóginn heldur Sjálfstæðisflokkurinn í 20 prósenta fylgi hjá þeim elstu á meðan fylgið er nær tíu prósentum hjá yngra fólki. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Hulda Margrét Samfylkingin sækir fylgi sitt mest til Reykjavíkur eða 27,5 prósent á meðan fylgið á Austurlandi er rúm ellefu prósent. Hið sama gildir um Viðresin sem er langsterkust á höfuðborgarsvæðinu. Miðflokkurinn hefur mest fylgi allra á Vesturlandi og Vestfjörðum eða rúmlega 26 prósent en rúm 12 prósent í Reykjavík. Fólk með háskólamenntun kýs frekar Samfylkinguna og Viðreisn á meðan fólk með grunnskólapróf horfir til Miðflokksins og Flokks fólksins. Kjósendum Viðreisnar fjölgar með hækkandi tekjum og sama er uppi á teningnum hjá Sjálfstæðisflokknum. Þeir efnaminni horfa til flokks fólksins sem andar ofan í hálsmál Samfylkingarinnar sem annar stærsti flokkurinn hjá þeim tekjulægstu. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svörin voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eftir kyni, aldri, bústeu og menntun. Könnunin fór fram dagana 22. til 28. október og voru 1.708 svarendur sem tóku afstöðu til flokks.
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira