Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2024 13:01 Friðjón Friðjónsson segir söguna sýna að Trump fái oft meira upp úr kössunum en kannanir gefi til kynna. Getty/Vísir/Vilhelm Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar. Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn þegar einungis rúm vika er í forsetakosningar vestanhafs. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál segir allt í járnum þó erfitt sé að taka mark á könnunum þar ytra. „Traust fólks á könnunum er eins og það er. Trump var undirmældur herfilega árið 2016 og 2020, það er að segja hann fékk miklu fleiri atkvæði hlutfallslega en búist var við.“ Sagði Friðjón Friðjónsson og tekur fram að fólk sé mögulega tregara til að viðurkenna í könnunum að það ætli að kjósa Trump. Demókratar stressaðir „Það eru margir Demókratar mjög stressaðir vegna þess að Trump hefur einmitt fengið meira fylgi en hann hefur fengið í könnunum.“ Von sé á langri kosninganótt þann fimmta nóvember og bendir allt til þess að það muni venju samkvæmt taka marga daga að telja atkvæði. „Svo sjáum við alls konar fréttir um að menn séu að búast við lögbönnum og lögsóknum og svo framvegis. Menn eru byrjaðir að draga niðurstöður kosninganna í efa nú þegar.“ Ofbeldi og umsátur Mikil ólga er í tengslum við kosningarnar og segir Friðjón því miður margt benda til þess að umsátur og ofbeldi muni eiga sér stað við kjörstaði. „Og talningarstaði og svo framvegis. Svona svipað umsátursástand og varð 2020.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn þegar einungis rúm vika er í forsetakosningar vestanhafs. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál segir allt í járnum þó erfitt sé að taka mark á könnunum þar ytra. „Traust fólks á könnunum er eins og það er. Trump var undirmældur herfilega árið 2016 og 2020, það er að segja hann fékk miklu fleiri atkvæði hlutfallslega en búist var við.“ Sagði Friðjón Friðjónsson og tekur fram að fólk sé mögulega tregara til að viðurkenna í könnunum að það ætli að kjósa Trump. Demókratar stressaðir „Það eru margir Demókratar mjög stressaðir vegna þess að Trump hefur einmitt fengið meira fylgi en hann hefur fengið í könnunum.“ Von sé á langri kosninganótt þann fimmta nóvember og bendir allt til þess að það muni venju samkvæmt taka marga daga að telja atkvæði. „Svo sjáum við alls konar fréttir um að menn séu að búast við lögbönnum og lögsóknum og svo framvegis. Menn eru byrjaðir að draga niðurstöður kosninganna í efa nú þegar.“ Ofbeldi og umsátur Mikil ólga er í tengslum við kosningarnar og segir Friðjón því miður margt benda til þess að umsátur og ofbeldi muni eiga sér stað við kjörstaði. „Og talningarstaði og svo framvegis. Svona svipað umsátursástand og varð 2020.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira