Ógnarstór loftsteinaárekstur eins og áburður fyrir líf á jörðinni Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2024 15:36 Loftsteinarák yfir Norður-Makedóníu. Árekstrar loftsteina voru mun tíðari og stærri þegar jörðin var enn í bernsku sinni. Þeir virðast hafa hjálpað lífi að ná fótfestu á sinn hátt. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að loftsteinaárekstur sem var margfalt stærri en sá sem grandaði risaeðlunum hafi hjálpað lífverum með því að dreifa næringarefnum um jörðina. Talið er að höfin hafi soðið og stærsta flóðbylgja sem vitað er um hafi fylgt árekstrinum. Lofsteininn sem skall á jörðinni fyrir um 3,26 milljörðum ára var um fjörutíu til sextíu kílómetra breiður og fimmtíu til tvö hundruð sinnum massameiri en sá sem leiddi til útdauða risaeðlanna fyrir um 65 milljónum ára. Ummerki um hann fundust fyrst í Suður-Afríku fyrir tíu árum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áreksturinn olli hamförum sem mannshugurinn á erfitt með að ná utan um. Hann myndaði um fimm hundruð kílómetra breiðan gíg og þyrlaði upp bergi sem rigndi svo niður svo eins og bráðnir hraundropar úr rykskýi sem teygði sig yfir alla jörðina. Tröllvaxin flóðbylgja gekk yfir þau meginlönd sem þá voru til og reif upp hafsbotninn. Hitinn sem varð til við áreksturinn hefði snöggsoðið höfin þannig að allt að tugir metrar af sjó gufuðu skyndilega upp. Lofthiti hefði einnig hækkað um allt að hundrað gráður. Allt líf sem reiddi sig á ljóstillífun hefði þurrkast út þar sem sólin náði ekki að skína í gegnum sótsvartan himininn. Aðeins einfalt örverulíf var til staðar þegar hamfarirnar dundu á og jörðin sjálf var öll önnur en hún er nú. Yfirborð hennar var að mestu þakið vatni og nær ekkert súrefni í loftinu eða sjónum. Engar frumur með kjarna voru enn komnar fram, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Lífið gæti hafa náð sér strik á árum eða áratugum Ekki var loftsteinaáreksturinn svo með öllu illur að hann boðaði ekki nokkuð gott. Endurgerð vísindamanna sem rannsökuðu ummerki hans bendir til þess að loftsteinninn hafi þyrlað upp næringarefnum eins og fosfór og járni sem örverur gátu þrifist á. Rannsóknin bendir þannig til að stórir loftsteinaárekstrar hafi virkað eins og áburður fyrir fornbakteríur á jörðinni þegar þeir dreifðu næringarefnum um hnöttinn. Flóðbylgjur gætu einnig hafa fært járnríkan sjó úr djúpi hafsins upp á yfirborðið. „Svo virðist sem að lífið eftir árekstur hafi í raun og veru fundið virkilega hagstæðar aðstæður sem gerði því kleift að blómstra,“ segir Nadja Drabon, prófessor við Harvard-háskóla og aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu PNAS. Áætlað er að það hefði tekið nokkur ár til áratugi fyrir rykskýið að setjast og lofthjúpinn að kólna nægilega til þess að vatnsgufan félli aftur út í höfin. Lífið hefði náð sér aftur á strik á aðeins nokkrum árum eða áratugum eftir loftsteinaárekstra sem voru þá mun tíðari og stærri en nú. Tilgátur eru einnig um að vatn á jörðinni eigi uppruna sinn að rekja til loftsteina og halastjarna sem skullu á jörðinni snemma í jarðsögunni. Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Lofsteininn sem skall á jörðinni fyrir um 3,26 milljörðum ára var um fjörutíu til sextíu kílómetra breiður og fimmtíu til tvö hundruð sinnum massameiri en sá sem leiddi til útdauða risaeðlanna fyrir um 65 milljónum ára. Ummerki um hann fundust fyrst í Suður-Afríku fyrir tíu árum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áreksturinn olli hamförum sem mannshugurinn á erfitt með að ná utan um. Hann myndaði um fimm hundruð kílómetra breiðan gíg og þyrlaði upp bergi sem rigndi svo niður svo eins og bráðnir hraundropar úr rykskýi sem teygði sig yfir alla jörðina. Tröllvaxin flóðbylgja gekk yfir þau meginlönd sem þá voru til og reif upp hafsbotninn. Hitinn sem varð til við áreksturinn hefði snöggsoðið höfin þannig að allt að tugir metrar af sjó gufuðu skyndilega upp. Lofthiti hefði einnig hækkað um allt að hundrað gráður. Allt líf sem reiddi sig á ljóstillífun hefði þurrkast út þar sem sólin náði ekki að skína í gegnum sótsvartan himininn. Aðeins einfalt örverulíf var til staðar þegar hamfarirnar dundu á og jörðin sjálf var öll önnur en hún er nú. Yfirborð hennar var að mestu þakið vatni og nær ekkert súrefni í loftinu eða sjónum. Engar frumur með kjarna voru enn komnar fram, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Lífið gæti hafa náð sér strik á árum eða áratugum Ekki var loftsteinaáreksturinn svo með öllu illur að hann boðaði ekki nokkuð gott. Endurgerð vísindamanna sem rannsökuðu ummerki hans bendir til þess að loftsteinninn hafi þyrlað upp næringarefnum eins og fosfór og járni sem örverur gátu þrifist á. Rannsóknin bendir þannig til að stórir loftsteinaárekstrar hafi virkað eins og áburður fyrir fornbakteríur á jörðinni þegar þeir dreifðu næringarefnum um hnöttinn. Flóðbylgjur gætu einnig hafa fært járnríkan sjó úr djúpi hafsins upp á yfirborðið. „Svo virðist sem að lífið eftir árekstur hafi í raun og veru fundið virkilega hagstæðar aðstæður sem gerði því kleift að blómstra,“ segir Nadja Drabon, prófessor við Harvard-háskóla og aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu PNAS. Áætlað er að það hefði tekið nokkur ár til áratugi fyrir rykskýið að setjast og lofthjúpinn að kólna nægilega til þess að vatnsgufan félli aftur út í höfin. Lífið hefði náð sér aftur á strik á aðeins nokkrum árum eða áratugum eftir loftsteinaárekstra sem voru þá mun tíðari og stærri en nú. Tilgátur eru einnig um að vatn á jörðinni eigi uppruna sinn að rekja til loftsteina og halastjarna sem skullu á jörðinni snemma í jarðsögunni.
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira