„Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Siggeir Ævarsson skrifar 24. október 2024 21:41 Pétur getur í það minnsta huggað sig við það að vera í fanta formi Vísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. Leikurinn var jafn og spennandi þar til í lokin þegar Keflvíkingar virtust hreinlega verða bensínlausir en liðið skoraði aðeins 13 stig í loka leikhlutanum. Aðspurður hvað gerðist þar gat Pétur ekki gefið neinar haldbærar skýringar. „Já, það er góð spurning. Við hittum ekki vel og þeir hittu vel.“ Það er ekki flóknara en það? „Hugsanlega ekki, en af hverju hittum við ekki vel og af hverju hittu þeir vel? Það er kannski spurningin.“ Wendell Green, stigahæsti leikmaður Keflavíkur, fór meiddur af velli í stöðunni 81-74, en Pétur vildi ekki meina að það hefði verið neinn sérstakur vendipunktur í leiknum. „Ég held að hann hefði kannski ekkert breytt þessu einn. Þetta er liðsíþrótt og við þurfum aðeins eitthvað að skoða okkar mál.“ Næstu þrír leikir Keflavíkur eru gegn nýliðum KR og ÍR og gegn sigurlausu liði Hauka. Fyrirfram ættu þetta að vera þrír skyldusigrar en Pétur nálgast þessa leiki af varfærni í ljósi stöðunnar. „Við vorum ekki að stefna að því að vera í botnbaráttu. Að sjálfsögðu. Liðið hefur fullt af hæfileikum sem ég hef en við erum bara ekki alveg að finna lausnir á því sem við erum að gera inn á vellinum. Hvorki sóknar- né varnarlega.“ Keflvíkingar virkuðu orkulausir í lokin, en Pétur taldi ástæðuna þó ekki vera að hann væri að ofgera mönnum á æfingum. „Ég held að það sé akkúrat öfugt. Ég þarf að taka aðeins harðar á þeim og við þurfum aðeins að hlaupa meira, sýnist mér. Þegar þjálfarinn er í besta forminu af leikmönnum þá er það ekki nógu gott.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Leikurinn var jafn og spennandi þar til í lokin þegar Keflvíkingar virtust hreinlega verða bensínlausir en liðið skoraði aðeins 13 stig í loka leikhlutanum. Aðspurður hvað gerðist þar gat Pétur ekki gefið neinar haldbærar skýringar. „Já, það er góð spurning. Við hittum ekki vel og þeir hittu vel.“ Það er ekki flóknara en það? „Hugsanlega ekki, en af hverju hittum við ekki vel og af hverju hittu þeir vel? Það er kannski spurningin.“ Wendell Green, stigahæsti leikmaður Keflavíkur, fór meiddur af velli í stöðunni 81-74, en Pétur vildi ekki meina að það hefði verið neinn sérstakur vendipunktur í leiknum. „Ég held að hann hefði kannski ekkert breytt þessu einn. Þetta er liðsíþrótt og við þurfum aðeins eitthvað að skoða okkar mál.“ Næstu þrír leikir Keflavíkur eru gegn nýliðum KR og ÍR og gegn sigurlausu liði Hauka. Fyrirfram ættu þetta að vera þrír skyldusigrar en Pétur nálgast þessa leiki af varfærni í ljósi stöðunnar. „Við vorum ekki að stefna að því að vera í botnbaráttu. Að sjálfsögðu. Liðið hefur fullt af hæfileikum sem ég hef en við erum bara ekki alveg að finna lausnir á því sem við erum að gera inn á vellinum. Hvorki sóknar- né varnarlega.“ Keflvíkingar virkuðu orkulausir í lokin, en Pétur taldi ástæðuna þó ekki vera að hann væri að ofgera mönnum á æfingum. „Ég held að það sé akkúrat öfugt. Ég þarf að taka aðeins harðar á þeim og við þurfum aðeins að hlaupa meira, sýnist mér. Þegar þjálfarinn er í besta forminu af leikmönnum þá er það ekki nógu gott.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira