Frægðarvæðing og innihald í stjórnmálum Steingrímur J. Sigfússon skrifar 24. október 2024 17:31 Greinarhöfundur sagði skilið við stjórnmálin, þ.e.a.s. þingmennsku fyrir rétt rúmum þremur árum síðan. Það gerði ég sáttur eftir langan feril og hugsa almennt með hlýhug og þakklæti til þess góða fólks sem ég átti þar samleið með. Eftir sem áður er manni ekki sama og hefur stundum áhyggjur af því á hvaða vegferð við erum sem lýðræðissamfélag, sem samheldið samfélag. Samfélag þar sem það er metið að verðleikum að fjölbreytt flóra einstaklinga bjóði fram krafta sína til þeirrar samfélagsþjónustu sem það auðvitað er að taka að sér hlutverk kjörins þjóns í okkar fulltrúalýðræðisfyrirkomulagi. Oft er umræðan um stjórnmál, stjórnmálamenn, Alþingi og sveitarstjórnir rekin á neikvæðum niðurrifs forsendum. Eins og það eina sem þetta fólk eigi í lok dags skilið séu skítur og skammir. Lítið fer fyrir þakklæti, umburðarlyndið er takmarkað ef einhverjum verða á mistök og herská umræða á rangnefndum samfélagsmiðlum (sem eru rafræn heimsfyrirtæki græðgiskapítalista) í bland við hóphegðunar-álitsgjafa tekur iðulega fólk af lífi pólitískt ef svo ber undir án dóms og laga. Hvar standa hin lýðræðislegu, rökræðubundnu stjórnmál í dag, svo stórt sé spurt? Eins mikið og ég gleðst yfir því að neikvæð umræða um stjórnmál virðist ekki valda neinni þurrð á fólki sem flykkist í framboð til Alþingis þessa dagana, hringja samt viðvörunarbjöllur. Er þá lausnin sú að sækja „þekkt andlit“, og víkja til hliðar þeim sem hafa unnið að sínum hugsjónamálum með þeirri hreyfingu, flokki eða samtökum sem þeirra lífsskoðanir hafa best samræmst. Þeim sem hafa verið fótgönguliðar, staðið í bakstrinum, verið í málefnanefndunum. Er lausnin að frægðar væða stjórnmálin, poppa þau upp með þekktum nöfnum og andlitum óháð því hvort við komandi hefur komið nálægt pólitískri vinnu. Svarið kann að vera já hvað fylgisávinning snertir. Svarið kann einnig að vera já þegar gott og vel gert fólk færir sig um set ef það nær góðum tökum á starfi á nýjum vettvangi, sem er ekki sjálfgefið. Svarið kann þar í viðbót að vera já, ef verðmæt þekking færist yfir á hið pólitíska svið. En þar með eru nú já svörin sennilega að mestu upp talin. Snúum þessu aðeins við og spyrjum okkur. Til hvers ætti fólk, einkum ungt fólk með heilbrigðan metnað að ganga til liðs við stjórnmálahreyfingar í takt við sínar lífsskoðanir og hugsjónir ef vænlegasta leiðin á toppinn er að verða fyrst frægur fyrir eitthvað allt annað. Ef vænlegast er að koma ekki nálægt stjórnmálum fyrr en þú ert nógu þekktur til að fara beint á toppinn? Hvað verður um uppsafnaða reynslu, yfirfærslu og stofnanamynni í stjórnmálum? Eins bráðnauðsynleg og heilbrigð endurnýjun er, nýtt fólk í bland, ekki síst ungt fólk sem svo öðlast sína reynslu með leiðsögn reyndara fólks sér við hlið, eru öfgar í þá átt að skipta sem flestum, helst öllum út mikið umhugsunarefni. Og það tengist þeim hugleiðingum að lokum, að stjórnmál snúast um málefni og síðan um fólk, ekki öfugt. Þetta er ekki eða á að minnsta kosti ekki að vera í heilbrigðu, málefnabundnu lýðræðisfyrirkomulagi frægðarsamkeppni, fegurðarsamkeppni. Getur hugsast að þróunin undanfarna daga sé birtingarmynd meiri lausungar, tækifærismennsku og af tengingar raunverulegs innhalds í stjórnmálum? Hvað sem því öllu líður verður undirritaður á sínum stað. Ég mun kjósa þann flokk sem heldur sterkast fram sjónarmiðum umhverfisverndar, kvenfrelsis, friðarhyggju og ekki síst róttækrar félagshyggju, vinstristefnu, sósíalisma. Ég mun kjósa Vinstrihreyfinguna grænt framboð óháð því hvar frægðarfólk trónir á toppi. Höfundur er fyrrverandi formaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Sjá meira
Greinarhöfundur sagði skilið við stjórnmálin, þ.e.a.s. þingmennsku fyrir rétt rúmum þremur árum síðan. Það gerði ég sáttur eftir langan feril og hugsa almennt með hlýhug og þakklæti til þess góða fólks sem ég átti þar samleið með. Eftir sem áður er manni ekki sama og hefur stundum áhyggjur af því á hvaða vegferð við erum sem lýðræðissamfélag, sem samheldið samfélag. Samfélag þar sem það er metið að verðleikum að fjölbreytt flóra einstaklinga bjóði fram krafta sína til þeirrar samfélagsþjónustu sem það auðvitað er að taka að sér hlutverk kjörins þjóns í okkar fulltrúalýðræðisfyrirkomulagi. Oft er umræðan um stjórnmál, stjórnmálamenn, Alþingi og sveitarstjórnir rekin á neikvæðum niðurrifs forsendum. Eins og það eina sem þetta fólk eigi í lok dags skilið séu skítur og skammir. Lítið fer fyrir þakklæti, umburðarlyndið er takmarkað ef einhverjum verða á mistök og herská umræða á rangnefndum samfélagsmiðlum (sem eru rafræn heimsfyrirtæki græðgiskapítalista) í bland við hóphegðunar-álitsgjafa tekur iðulega fólk af lífi pólitískt ef svo ber undir án dóms og laga. Hvar standa hin lýðræðislegu, rökræðubundnu stjórnmál í dag, svo stórt sé spurt? Eins mikið og ég gleðst yfir því að neikvæð umræða um stjórnmál virðist ekki valda neinni þurrð á fólki sem flykkist í framboð til Alþingis þessa dagana, hringja samt viðvörunarbjöllur. Er þá lausnin sú að sækja „þekkt andlit“, og víkja til hliðar þeim sem hafa unnið að sínum hugsjónamálum með þeirri hreyfingu, flokki eða samtökum sem þeirra lífsskoðanir hafa best samræmst. Þeim sem hafa verið fótgönguliðar, staðið í bakstrinum, verið í málefnanefndunum. Er lausnin að frægðar væða stjórnmálin, poppa þau upp með þekktum nöfnum og andlitum óháð því hvort við komandi hefur komið nálægt pólitískri vinnu. Svarið kann að vera já hvað fylgisávinning snertir. Svarið kann einnig að vera já þegar gott og vel gert fólk færir sig um set ef það nær góðum tökum á starfi á nýjum vettvangi, sem er ekki sjálfgefið. Svarið kann þar í viðbót að vera já, ef verðmæt þekking færist yfir á hið pólitíska svið. En þar með eru nú já svörin sennilega að mestu upp talin. Snúum þessu aðeins við og spyrjum okkur. Til hvers ætti fólk, einkum ungt fólk með heilbrigðan metnað að ganga til liðs við stjórnmálahreyfingar í takt við sínar lífsskoðanir og hugsjónir ef vænlegasta leiðin á toppinn er að verða fyrst frægur fyrir eitthvað allt annað. Ef vænlegast er að koma ekki nálægt stjórnmálum fyrr en þú ert nógu þekktur til að fara beint á toppinn? Hvað verður um uppsafnaða reynslu, yfirfærslu og stofnanamynni í stjórnmálum? Eins bráðnauðsynleg og heilbrigð endurnýjun er, nýtt fólk í bland, ekki síst ungt fólk sem svo öðlast sína reynslu með leiðsögn reyndara fólks sér við hlið, eru öfgar í þá átt að skipta sem flestum, helst öllum út mikið umhugsunarefni. Og það tengist þeim hugleiðingum að lokum, að stjórnmál snúast um málefni og síðan um fólk, ekki öfugt. Þetta er ekki eða á að minnsta kosti ekki að vera í heilbrigðu, málefnabundnu lýðræðisfyrirkomulagi frægðarsamkeppni, fegurðarsamkeppni. Getur hugsast að þróunin undanfarna daga sé birtingarmynd meiri lausungar, tækifærismennsku og af tengingar raunverulegs innhalds í stjórnmálum? Hvað sem því öllu líður verður undirritaður á sínum stað. Ég mun kjósa þann flokk sem heldur sterkast fram sjónarmiðum umhverfisverndar, kvenfrelsis, friðarhyggju og ekki síst róttækrar félagshyggju, vinstristefnu, sósíalisma. Ég mun kjósa Vinstrihreyfinguna grænt framboð óháð því hvar frægðarfólk trónir á toppi. Höfundur er fyrrverandi formaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun