Veikindi á fimm af sjö deildum leikskólans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2024 13:57 Um 120 börn eru á leikskólanum Mánagarði. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir rannsókn á uppruna E.coli sýkingar á leikskólanum Mánagarði í fullum gangi og þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun. Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. Hún segir sýkinguna líklega koma frá dýrum og því allar líkur á að hún komi úr matvælum. Hins vegar takist ekki alltaf að sýna fram á uppruna sýkinga. Sex börn liggja inni á Landspítalanum þessa stundina og eru tvö þeirra á gjörgæslu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa börn á fimm af sjö deildum Mánagarðar veikst. Samanlagt eru átján börn í eftirliti hjá Landspítalanum þessa stundina. Samkvæmt heimildum fréttastofu eiga einhverjir leikskólakennarar börn á Sólgarði sem er systurskóli Mánagarðs og heyrir undir Félagsstofnun stúdenta. Veikindin á Mánagarði hafa meðal annars haft þau áhrif að foreldra barna á Sólgarði hafa verið hvattir til að vera heima með börn sín vegna undirmönnunar. Að neðan má sjá upplýsingar frá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi E.coli sýkingu. Einkenni E.coli sýkingar Niðurgangur Kviðverkur Ógleði og/eða uppköst Þessi fyrstu einkenni ganga venjulega yfir á 5–7 dögum. Hluti þeirra sem smitast fá blóðugan niðurgang. Smitleiðir Ein helsta smitleiðin er með menguðum matvælum og vatni. Smit getur einnig verið á milli einstaklinga, helst hjá litlum börnum t.d. með leikföngum eða mataráhöldum. Beint smit frá dýrum í menn er einnig þekkt. Meðgöngutími Meðgöngutími sýkingarinnar, það er tími frá smiti til einkenna frá meltingarvegi, er yfirleitt 2–4 sólarhringar. Greining Saursýni er sent í ræktun til að staðfesta sýkingu. Meðferð Drekka vel af vökva Hvíld Almennt er ekki mælt með sýklalyfjum vegna þess að þau geta aukið hættuna á alvarlegum fylgikvillum og þau virðast ekki hjálpa til við að meðhöndla sýkinguna. Oftast fer meðferð fram heima með því að drekka vel og hvíla sig, í slæmum tilfellum þarf innlögn á sjúkrahús. Hvað get ég gert? Drekka vel af vökva sem inniheldur sölt, til dæmis vatnsblandaða íþróttadrykki (t.d. Gatorade, Powerade, Aquarius), tærar bollasúpur eða léttsykrað te. Einnig er hægt að kaupa sykursaltvatnsblöndur í apóteki. Best er að drekka oft og lítið í einu. Forðast skal sterkan, fituríkan og brasaðan mat. Einnig sykraðar vörur eins og gosdrykki, ávaxtasafa og sæta safa. Kaffi og orkudrykki ætti einnig að forðast. Ekki skal taka inn lyf til að stöðva niðurgang - það hægir á meltingarkerfinu og kemur í veg fyrir að líkaminn losi sig við eiturefnin. Ekki skal mæta til vinnu, skóla eða í dagvistun fyrr en 48 tímum frá því að einkenni eru farin. Frekari upplýsingar um niðurgang hjá börnum og niðurgang hjá fullorðnum. Forvarnir Passa upp á geymslu og eldun matvæla Hreinlæti í eldhúsi og passa upp á handþvott, sérstaklega fyrir meðferð matvæla, eftir salernisferðir og eftir snertingu við dýr Drekka hreint vatn á ferðalögum Æskilegt er að þvo og/eða afhýða hrátt grænmeti og ávexti fyrir neyslu Forðast að gleypa ómeðhöndlað yfirborðsvatn í sundlaugum, heitum pottum, gosbrunnum, ám, lækjum og tjörnum. Hvenær skal leita aðstoðar? Ef grunur eru um E. coli smit skal hafa samband við heilsugæsluna, símaráðgjöf í síma 1700 Leita til bráðamóttökunnar ef: Er einkenni eru svæsin Mikill niðurgangur og/eða blóðugur niðurgangur Mikill slappleiki og þróttleysi Kviðverkur E. coli-sýking á Mánagarði Landspítalinn Leikskólar Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgar í hópi alvarlega veikra barna Af sjö börnum úr leikskólanum Mánagarði sem liggja inni á Barnaspítala Hringsins með staðfesta E.coli-sýkingu eru tvö alvarlega veik. Tíu eru með staðfesta sýkingu. 24. október 2024 10:47 Eitt barnanna alvarlega veikt og óvissa fram yfir helgi Eitt barn er alvarlega veikt eftir að E.coli sýking kom upp á leikskólanum Mánagarði, en tólf hafa leitað á spítala vegna hennar. Læknir á Barnaspítala Hringsins segir óvissuástand uppi um umfang smitsins, sem muni líklega vara fram yfir helgi. Óráðlegt sé að gefa börnum sýklalyf við þessar aðstæður, og mikilvægast að tryggja að þau fái nægan vökva. 23. október 2024 15:42 Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær. 23. október 2024 12:58 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Sjá meira
Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. Hún segir sýkinguna líklega koma frá dýrum og því allar líkur á að hún komi úr matvælum. Hins vegar takist ekki alltaf að sýna fram á uppruna sýkinga. Sex börn liggja inni á Landspítalanum þessa stundina og eru tvö þeirra á gjörgæslu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa börn á fimm af sjö deildum Mánagarðar veikst. Samanlagt eru átján börn í eftirliti hjá Landspítalanum þessa stundina. Samkvæmt heimildum fréttastofu eiga einhverjir leikskólakennarar börn á Sólgarði sem er systurskóli Mánagarðs og heyrir undir Félagsstofnun stúdenta. Veikindin á Mánagarði hafa meðal annars haft þau áhrif að foreldra barna á Sólgarði hafa verið hvattir til að vera heima með börn sín vegna undirmönnunar. Að neðan má sjá upplýsingar frá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi E.coli sýkingu. Einkenni E.coli sýkingar Niðurgangur Kviðverkur Ógleði og/eða uppköst Þessi fyrstu einkenni ganga venjulega yfir á 5–7 dögum. Hluti þeirra sem smitast fá blóðugan niðurgang. Smitleiðir Ein helsta smitleiðin er með menguðum matvælum og vatni. Smit getur einnig verið á milli einstaklinga, helst hjá litlum börnum t.d. með leikföngum eða mataráhöldum. Beint smit frá dýrum í menn er einnig þekkt. Meðgöngutími Meðgöngutími sýkingarinnar, það er tími frá smiti til einkenna frá meltingarvegi, er yfirleitt 2–4 sólarhringar. Greining Saursýni er sent í ræktun til að staðfesta sýkingu. Meðferð Drekka vel af vökva Hvíld Almennt er ekki mælt með sýklalyfjum vegna þess að þau geta aukið hættuna á alvarlegum fylgikvillum og þau virðast ekki hjálpa til við að meðhöndla sýkinguna. Oftast fer meðferð fram heima með því að drekka vel og hvíla sig, í slæmum tilfellum þarf innlögn á sjúkrahús. Hvað get ég gert? Drekka vel af vökva sem inniheldur sölt, til dæmis vatnsblandaða íþróttadrykki (t.d. Gatorade, Powerade, Aquarius), tærar bollasúpur eða léttsykrað te. Einnig er hægt að kaupa sykursaltvatnsblöndur í apóteki. Best er að drekka oft og lítið í einu. Forðast skal sterkan, fituríkan og brasaðan mat. Einnig sykraðar vörur eins og gosdrykki, ávaxtasafa og sæta safa. Kaffi og orkudrykki ætti einnig að forðast. Ekki skal taka inn lyf til að stöðva niðurgang - það hægir á meltingarkerfinu og kemur í veg fyrir að líkaminn losi sig við eiturefnin. Ekki skal mæta til vinnu, skóla eða í dagvistun fyrr en 48 tímum frá því að einkenni eru farin. Frekari upplýsingar um niðurgang hjá börnum og niðurgang hjá fullorðnum. Forvarnir Passa upp á geymslu og eldun matvæla Hreinlæti í eldhúsi og passa upp á handþvott, sérstaklega fyrir meðferð matvæla, eftir salernisferðir og eftir snertingu við dýr Drekka hreint vatn á ferðalögum Æskilegt er að þvo og/eða afhýða hrátt grænmeti og ávexti fyrir neyslu Forðast að gleypa ómeðhöndlað yfirborðsvatn í sundlaugum, heitum pottum, gosbrunnum, ám, lækjum og tjörnum. Hvenær skal leita aðstoðar? Ef grunur eru um E. coli smit skal hafa samband við heilsugæsluna, símaráðgjöf í síma 1700 Leita til bráðamóttökunnar ef: Er einkenni eru svæsin Mikill niðurgangur og/eða blóðugur niðurgangur Mikill slappleiki og þróttleysi Kviðverkur
E. coli-sýking á Mánagarði Landspítalinn Leikskólar Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgar í hópi alvarlega veikra barna Af sjö börnum úr leikskólanum Mánagarði sem liggja inni á Barnaspítala Hringsins með staðfesta E.coli-sýkingu eru tvö alvarlega veik. Tíu eru með staðfesta sýkingu. 24. október 2024 10:47 Eitt barnanna alvarlega veikt og óvissa fram yfir helgi Eitt barn er alvarlega veikt eftir að E.coli sýking kom upp á leikskólanum Mánagarði, en tólf hafa leitað á spítala vegna hennar. Læknir á Barnaspítala Hringsins segir óvissuástand uppi um umfang smitsins, sem muni líklega vara fram yfir helgi. Óráðlegt sé að gefa börnum sýklalyf við þessar aðstæður, og mikilvægast að tryggja að þau fái nægan vökva. 23. október 2024 15:42 Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær. 23. október 2024 12:58 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Sjá meira
Fjölgar í hópi alvarlega veikra barna Af sjö börnum úr leikskólanum Mánagarði sem liggja inni á Barnaspítala Hringsins með staðfesta E.coli-sýkingu eru tvö alvarlega veik. Tíu eru með staðfesta sýkingu. 24. október 2024 10:47
Eitt barnanna alvarlega veikt og óvissa fram yfir helgi Eitt barn er alvarlega veikt eftir að E.coli sýking kom upp á leikskólanum Mánagarði, en tólf hafa leitað á spítala vegna hennar. Læknir á Barnaspítala Hringsins segir óvissuástand uppi um umfang smitsins, sem muni líklega vara fram yfir helgi. Óráðlegt sé að gefa börnum sýklalyf við þessar aðstæður, og mikilvægast að tryggja að þau fái nægan vökva. 23. október 2024 15:42
Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær. 23. október 2024 12:58