Allt næsta ár undir til að halda byltingunni áfram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2024 11:49 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Hátt í fjörutíu samtök munu í dag afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna kröfugerð og krefjast aðgerða svo ná megi fullu jafnrétti. Stefnt er að fjölbreyttri dagskrá allt næsta ár, þegar 50 ár verða liðin frá fyrsta Kvennafrídeginum. Um er að ræða 36 samtök femínista, kvenna, launafólks, hinsegin fólks og fatlaðs fólks, sem vilja fylgja eftir þeirri samstöðu sem skapaðist í kvennaverkfalli síðasta árs. Það gera þau undir yfirskriftinni Kvennaár 2025. „Við erum búin að ydda kröfurnar sem þar voru gerðar, og ætlum að leggja þær fram í kvöld og afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna. Það eru sjö búnir að staðfesta komu sína. Við erum auðvitað að gera þá kröfu að þau bæði grípi til breytinga á lögum og aðgerða þannig að tryggja megi jafnrétti kynjanna,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal þeirra samtaka sem standa að Kvennaári 2025. Þriðja vaktin meðal umfjöllunarefna Sonja segir að skipta megi kröfunum í þrjá meginþætti. „Að það þurfi að útrýma kynbundnu ofbeldi og launamisrétti, og síðan að það þurfi að stuðla að því að konur beri ekki meginábyrgðina á svokölluðum ólaunuðum störfum. Sem eru þá eins og að sinna börnum og heimili, heldur að því sé skipt jafnt á milli kynjanna.“ Kröfugerðin verður afhent á blaðamannafundi í Bíó Paradís á Hverfisgötu klukkan hálf sjö í kvöld. Í kjölfar þess hefst frumsýning á heimildamyndinni Dagurinn sem Ísland stöðvaðist eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur, en hún fjallar um Kvennafríið 1975. Allt næsta ár undir Yfirskriftin Kvennaár 2025 vísar til þess að á næsta ári eru 50 ár liðin frá fyrsta kvennafríinu. . „Árið 1975 var allt árið lagt undir. Við erum að undirbúa það sömuleiðis, og munum kynna það í upphafi næsta árs, fjölbreytta dagskrá til að halda byltingunni áfram,“ segir Sonja Ýr. Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira
Um er að ræða 36 samtök femínista, kvenna, launafólks, hinsegin fólks og fatlaðs fólks, sem vilja fylgja eftir þeirri samstöðu sem skapaðist í kvennaverkfalli síðasta árs. Það gera þau undir yfirskriftinni Kvennaár 2025. „Við erum búin að ydda kröfurnar sem þar voru gerðar, og ætlum að leggja þær fram í kvöld og afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna. Það eru sjö búnir að staðfesta komu sína. Við erum auðvitað að gera þá kröfu að þau bæði grípi til breytinga á lögum og aðgerða þannig að tryggja megi jafnrétti kynjanna,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal þeirra samtaka sem standa að Kvennaári 2025. Þriðja vaktin meðal umfjöllunarefna Sonja segir að skipta megi kröfunum í þrjá meginþætti. „Að það þurfi að útrýma kynbundnu ofbeldi og launamisrétti, og síðan að það þurfi að stuðla að því að konur beri ekki meginábyrgðina á svokölluðum ólaunuðum störfum. Sem eru þá eins og að sinna börnum og heimili, heldur að því sé skipt jafnt á milli kynjanna.“ Kröfugerðin verður afhent á blaðamannafundi í Bíó Paradís á Hverfisgötu klukkan hálf sjö í kvöld. Í kjölfar þess hefst frumsýning á heimildamyndinni Dagurinn sem Ísland stöðvaðist eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur, en hún fjallar um Kvennafríið 1975. Allt næsta ár undir Yfirskriftin Kvennaár 2025 vísar til þess að á næsta ári eru 50 ár liðin frá fyrsta kvennafríinu. . „Árið 1975 var allt árið lagt undir. Við erum að undirbúa það sömuleiðis, og munum kynna það í upphafi næsta árs, fjölbreytta dagskrá til að halda byltingunni áfram,“ segir Sonja Ýr.
Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira