Theodór Elmar hættir og verður aðstoðarþjálfari Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2024 15:18 Theodór Elmar handsalar samning sem nýr aðstoðarþjálfari við aðalþjálfarann Óskar Hrafn. Mynd/KR Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, mun leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir leik KR við HK í Bestu deild karla í fótbolta á laugardag. Hann tekur sæti í þjálfarateymis Vesturbæjarfélagsins. Theodór Elmar ræddi möguleikann á því að hætta fyrr í sumar þegar hræðsla var um að hann hefði slitið krossband. Í ljós kom að meiðsli hans voru ekki eins alvarleg og óttast var og hefur hann leikið áfram með KR í sumar. Hann mun hins vegar ekki spila með liðinu á næsta ári eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu KR. Hann mun leggja skóna á hilluna eftir lokaleik tímabilsins við HK á laugardag en heldur þó föstu fyrir í Vesturbænum. Hann verður aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar með karlalið félagsins. „Ég legg skóna sáttur á hilluna eftir farsælan og ógleymanlegan feril. Ég hef fengið að upplifa ólíka menningarheima og geng sáttur frá borði. Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum, leikmönnum, þjálfurum, starfsmönnum og síðast en ekki síst fjölskyldu minni fyrir þolinmæðina og stuðninginn. Ég get ekki sagt annað en að ég sé spenntur fyrir komandi verkefnum,“ er haft eftir Theodóri Elmari, eða Emma, í yfirlýsingu KR. Theodór Elmar hóf ferilinn hjá KR en hélt ungur að árum til Celtic ásamt Kjartani Henry Finnbogasyni árið 2004. Hann spilaði fyrir félög í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Tyrklandi og Grikklandi áður en hann hélt heim sumarið 2021 og hefur leikið með KR síðan. Hann spilaði 41 landsleik fyrir Íslands hönd og var meðal leikmanna á fyrsta stórmóti karlalandsliðsins, á EM 2016 þar sem Ísland fór í 8-liða úrslit. Hann lagði upp frægt sigurmark Arnórs Ingva Traustasonar í leik Íslands við Austurríki í riðlakeppninni á því móti. Samhliða því að spila fyrir KR hefur Theodór Elmar þjálfað 2. flokk KR í sumar ásamt Valþóri Hilmari Halldórssyni. Nú þegar skórnir fara á hilluna frægu mun hann nú snúa sér alfarið að þjálfun og aðstoða Óskar með meistaraflokkinn. „Það er fagnaðarefni að fá Emma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Þekking hans og reynsla mun verða mikilvæg fyrir leikmannahópinn og við hlökkum til að sjá hann þroskast og dafna í nýju hlutverki,“ er haft eftir Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara KR, í yfirlýsingunni. Hana má sjá í heild sinni að neðan. KR mætir HK í lokaleik Emma á ferlinum, þó ekki á KR-velli, sem er óleikhæfur. Leikurinn er klukkan 14:00 á laugardag og fer fram á heimavelli Þróttar í Laugardal. KR Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Theodór Elmar ræddi möguleikann á því að hætta fyrr í sumar þegar hræðsla var um að hann hefði slitið krossband. Í ljós kom að meiðsli hans voru ekki eins alvarleg og óttast var og hefur hann leikið áfram með KR í sumar. Hann mun hins vegar ekki spila með liðinu á næsta ári eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu KR. Hann mun leggja skóna á hilluna eftir lokaleik tímabilsins við HK á laugardag en heldur þó föstu fyrir í Vesturbænum. Hann verður aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar með karlalið félagsins. „Ég legg skóna sáttur á hilluna eftir farsælan og ógleymanlegan feril. Ég hef fengið að upplifa ólíka menningarheima og geng sáttur frá borði. Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum, leikmönnum, þjálfurum, starfsmönnum og síðast en ekki síst fjölskyldu minni fyrir þolinmæðina og stuðninginn. Ég get ekki sagt annað en að ég sé spenntur fyrir komandi verkefnum,“ er haft eftir Theodóri Elmari, eða Emma, í yfirlýsingu KR. Theodór Elmar hóf ferilinn hjá KR en hélt ungur að árum til Celtic ásamt Kjartani Henry Finnbogasyni árið 2004. Hann spilaði fyrir félög í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Tyrklandi og Grikklandi áður en hann hélt heim sumarið 2021 og hefur leikið með KR síðan. Hann spilaði 41 landsleik fyrir Íslands hönd og var meðal leikmanna á fyrsta stórmóti karlalandsliðsins, á EM 2016 þar sem Ísland fór í 8-liða úrslit. Hann lagði upp frægt sigurmark Arnórs Ingva Traustasonar í leik Íslands við Austurríki í riðlakeppninni á því móti. Samhliða því að spila fyrir KR hefur Theodór Elmar þjálfað 2. flokk KR í sumar ásamt Valþóri Hilmari Halldórssyni. Nú þegar skórnir fara á hilluna frægu mun hann nú snúa sér alfarið að þjálfun og aðstoða Óskar með meistaraflokkinn. „Það er fagnaðarefni að fá Emma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Þekking hans og reynsla mun verða mikilvæg fyrir leikmannahópinn og við hlökkum til að sjá hann þroskast og dafna í nýju hlutverki,“ er haft eftir Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara KR, í yfirlýsingunni. Hana má sjá í heild sinni að neðan. KR mætir HK í lokaleik Emma á ferlinum, þó ekki á KR-velli, sem er óleikhæfur. Leikurinn er klukkan 14:00 á laugardag og fer fram á heimavelli Þróttar í Laugardal.
KR Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira