Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. október 2024 09:32 Frá mótmælum kennara í ráðhúsi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. Samband íslenskra sveitarfélaga taldi boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð lægi fyrir í kjaradeilunni. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur sagt að stefnan hefði ekki áhrif á boðuð verkföll kennara sem eiga að hefjast í næstu viku, þriðjudaginn 29. október. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, fagnaði niðurstöðunni í viðtali í Landsrétti þar sem félagsdómur er til húsa í morgun. Hann sagðist hafa talið það klárt frá upphafi að kennarar hefðu farið að reglum við boðun verkfallsaðgerða sinna. „Þarna kemur auðvitað bara í ljós að okkar markmið hafa verið skýr,“ sagði hann. Kennarar ætla að leggja niður störf í fjórum leikskólum á landinu, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Hluti verkfallanna eru tímabundin en í leikskólunum eru þau ótímabundin. Deiluaðilar hafa verið boðaðar á fund hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Magnús Þór sagði kennara mæta þangað nú þegar aukinn fókus væri á verkefnið eftir að ljóst varð að verkfallsaðgerðir séu yfirvofandi. Magnús Þór sagði flókið að svara því hverjar launakröfur kennara væru þar sem enn ætti eftir að ná samkomulagi um aðferðir til þess að bera saman störf kennara við sérfræðinga á almennum markaði. Því væri ekki hægt að nefna ákveðna krónutölu- eða prósentuhækkun. Verkefnið sem stæði fyrir dyrum væri að sjá hvernig væri hægt að bera saman „sérfræðinga í fræðslustarfsemi við almenna sérfræðinga á markaði og jafna launin þar á milli“. Kennarar telji eðlilegt að miðað verði með meðaltal launa sérfræðinga á almennum markaði. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga taldi boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð lægi fyrir í kjaradeilunni. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur sagt að stefnan hefði ekki áhrif á boðuð verkföll kennara sem eiga að hefjast í næstu viku, þriðjudaginn 29. október. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, fagnaði niðurstöðunni í viðtali í Landsrétti þar sem félagsdómur er til húsa í morgun. Hann sagðist hafa talið það klárt frá upphafi að kennarar hefðu farið að reglum við boðun verkfallsaðgerða sinna. „Þarna kemur auðvitað bara í ljós að okkar markmið hafa verið skýr,“ sagði hann. Kennarar ætla að leggja niður störf í fjórum leikskólum á landinu, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Hluti verkfallanna eru tímabundin en í leikskólunum eru þau ótímabundin. Deiluaðilar hafa verið boðaðar á fund hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Magnús Þór sagði kennara mæta þangað nú þegar aukinn fókus væri á verkefnið eftir að ljóst varð að verkfallsaðgerðir séu yfirvofandi. Magnús Þór sagði flókið að svara því hverjar launakröfur kennara væru þar sem enn ætti eftir að ná samkomulagi um aðferðir til þess að bera saman störf kennara við sérfræðinga á almennum markaði. Því væri ekki hægt að nefna ákveðna krónutölu- eða prósentuhækkun. Verkefnið sem stæði fyrir dyrum væri að sjá hvernig væri hægt að bera saman „sérfræðinga í fræðslustarfsemi við almenna sérfræðinga á markaði og jafna launin þar á milli“. Kennarar telji eðlilegt að miðað verði með meðaltal launa sérfræðinga á almennum markaði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira