Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Oddur Ævar Gunnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 26. október 2024 20:02 Sigurður Ólafur Sigurðsson hjá sýningunni sinni í Grindavíkurbæ. Vísir/Vilhelm Sigurður Sigurðsson ljósmyndari og björgunarsveitarmaður, betur þekktur sem Siggi Sig, segist gríðarlega þakklátur íbúum Grindavíkur fyrir traustið í hans garð en hann gaf á dögunum út ljósmyndabókina Reykjanes vaknar. Um er að ræða bók með ljósmyndum og stuttum frásögnum af atburðum á Reykjanesi frá janúar 2020 til haustsins 2024. „Ég held það sé hluti af því að lækna sárin hérna, ég er ótrúlega sáttur með það að sýningin sé loksins komin hingað,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Ljósmyndasýning hans upp úr bókinni er nú til sýnis í Grindavík eftir að bærinn opnaði að nýju en fyrstu dagana var hún til sýnis í miðborg Reykjavíkur. Í bókinni og á sýningunni er að finna ljósmyndir Sigga af þeim ótrúlegu atburðum sem átt hafa sér stað á Reykjanesi allt frá því í janúar 2020 þegar hann fór á íbúafund Grindvíkinga í íþróttahúsinu í bænum. Þá skalf jörðin linnulaust í Grindavík og rýmingaráætlun var kynnt í fyrsta sinn. Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands skrifar formála bókarinnar. Sigurður fer yfir söguna með frásögnum og ljósmyndum í 416 blaðsíðna langri bók.Sigurður Ekki búið að slökkva ljósin í Grindavík „Síðan þá hef ég komið hingað í einhverjum áttatíu ferðum og tekið yfir níutíu þúsund myndir,“ segir Sigurður. Hann segir þakklæti vera sér efst í huga. „Ég fengið að hengja mig hérna á viðbragsaðilana, verktakana og svo auðvitað stinga myndavél framan í íbúana á þeirra viðkvæmustu stundum og ég er bara ofboðslega þakklátur fyrir það hvað því hefur verið vel tekið, bæði á meðan því stóð og eftir á.“ Sigurður segir suma íbúa hafa lýst því fyrir sér að það hafi komið þeim á óvart að það hafi haft meiri áhrif á þau að sjá myndirnar en þau hafi búist við. „Hingað til hef ég hugsað fyrst og fremst um það sem ég er að gera, að skrásetja söguna en núna er maður farinn að átta sig á því að þetta skiptir fólk máli.“ Grindavík var opnuð fyrir almenningi aftur í vikunni án takmarkana. Sigurður segir það skipta gríðarlegu máli. „Ég held það sé ofsalega gott fyrir fólk að geta komið og séð að þetta er ekki allt eintómur voði. Hérna er uppbygging í gang og langflest hús í lagi, búið að girða af helstu hættusvæði. Það er verið að takast á við þetta og ég held það sé ofsalega jákvætt að fólk fái tækifæri til þess að sjá að það er ekkert búið að slökkva ljósin í Grindavík.“ Siggi er ánægður með að sýning á myndum úr bókinni sé komin til Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Grindavík Ljósmyndun Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Sjá meira
„Ég held það sé hluti af því að lækna sárin hérna, ég er ótrúlega sáttur með það að sýningin sé loksins komin hingað,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Ljósmyndasýning hans upp úr bókinni er nú til sýnis í Grindavík eftir að bærinn opnaði að nýju en fyrstu dagana var hún til sýnis í miðborg Reykjavíkur. Í bókinni og á sýningunni er að finna ljósmyndir Sigga af þeim ótrúlegu atburðum sem átt hafa sér stað á Reykjanesi allt frá því í janúar 2020 þegar hann fór á íbúafund Grindvíkinga í íþróttahúsinu í bænum. Þá skalf jörðin linnulaust í Grindavík og rýmingaráætlun var kynnt í fyrsta sinn. Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands skrifar formála bókarinnar. Sigurður fer yfir söguna með frásögnum og ljósmyndum í 416 blaðsíðna langri bók.Sigurður Ekki búið að slökkva ljósin í Grindavík „Síðan þá hef ég komið hingað í einhverjum áttatíu ferðum og tekið yfir níutíu þúsund myndir,“ segir Sigurður. Hann segir þakklæti vera sér efst í huga. „Ég fengið að hengja mig hérna á viðbragsaðilana, verktakana og svo auðvitað stinga myndavél framan í íbúana á þeirra viðkvæmustu stundum og ég er bara ofboðslega þakklátur fyrir það hvað því hefur verið vel tekið, bæði á meðan því stóð og eftir á.“ Sigurður segir suma íbúa hafa lýst því fyrir sér að það hafi komið þeim á óvart að það hafi haft meiri áhrif á þau að sjá myndirnar en þau hafi búist við. „Hingað til hef ég hugsað fyrst og fremst um það sem ég er að gera, að skrásetja söguna en núna er maður farinn að átta sig á því að þetta skiptir fólk máli.“ Grindavík var opnuð fyrir almenningi aftur í vikunni án takmarkana. Sigurður segir það skipta gríðarlegu máli. „Ég held það sé ofsalega gott fyrir fólk að geta komið og séð að þetta er ekki allt eintómur voði. Hérna er uppbygging í gang og langflest hús í lagi, búið að girða af helstu hættusvæði. Það er verið að takast á við þetta og ég held það sé ofsalega jákvætt að fólk fái tækifæri til þess að sjá að það er ekkert búið að slökkva ljósin í Grindavík.“ Siggi er ánægður með að sýning á myndum úr bókinni sé komin til Grindavíkur.Vísir/Vilhelm
Grindavík Ljósmyndun Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Sjá meira