Að notast við kerfi sem er komið að þolmörkum er eins og að mjólka möndlu Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 22. október 2024 08:31 Að mati Björns Brynjólfs Björnssonar framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs væri gott fyrsta skref að auka kennsluskyldu íslenskra kennara því hann telur þá kenna minna en kennara í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ég veit ekki betur en að ég og fleiri kennarar hafi selt kennsluafsláttinn okkar og kenni því fleiri tíma í dag en við hefðum annars gert. Samt erum við enn langt undir meðallaunum og náum varla að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til okkar innan þess tímaramma sem okkur er gefinn. Björn telur megin þorra þjóðarinnar vera á sama máli og hann varðandi það að vilja hagkvæmt kerfi sem skilar sem mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Auðvitað viljum við öll hagkvæmt kerfi sem virkar en þá eigum við líka að horfa á heildarmyndina. Menntakerfið sem við búum við í dag er ekki að virka og ábyrgðin er stjórnvalda. Höfum í huga að menntakerfi er eitt og laun kennara er annað. Stjórnvöld ákveða hvernig menntakerfið á að vera og kennarar vinna eftir lögum og reglugerðum. Það er ekkert sem réttlætir það að ég og aðrir kennarar eigi að fá laun sem eru undir meðallaunum í landinu og tugum prósentum frá meðallaunum þeirra stétta sem við berum okkur saman við. Björn veit það jafnvel og ég. Þó að hagfræðingum finnist gaman að bera saman tölur eins og Björn gerir þá skiptir máli hvernig það er gert. Það hefur oft verið bent á það að erfitt sé að bera Ísland saman við önnur OECD ríki því við erum fámenn þjóð, mjög strjálbýl og með hærra hlutfall innflytjenda. Þetta eru allt þættir sem auka kostnað til muna. En það er fleira sem telur hjá okkur varðandi kostnaðinn sem Björn gleymir að nefna. Einhverra hluta vegna þá virðist það oft gleymast hvernig menntakerfi við rekum. Í lok síðustu aldar þá ákváðu stjórnvöld að leggja niður sérskóla og móttökudeildir fyrir nýbúa. Fjármagnið sem átti að setja inn í grunnskólana í kjölfarið kom aldrei í þeirri mynd sem var lofað. Starfsfólk skólanna átti bara að redda þessu eins og það á að redda núna kennslu allra innflytjenda sem streyma inn í menntakerfið. Ofan á þetta þá erum við með handónýtt geðheilbrigðis og stoðkerfi sem kemur ekki til móts við þarfir barna eins og það á að gera. Börn sem þurfa sértæka þjónustu annarra sérfræðinga en kennara eru inni í almennum grunnskólum. Kennarar á Íslandi eru eins og kamelljón og bregða sér í líki ýmissa sérfræðinga. Það að auka kennsluskyldu kennara er eins og að mjólka möndlu. Það þarf að skoða heildarmyndina. Annað er óábyrgt og galið. En áður en haldið er af stað í að byggja upp menntakerfi sem virkar þá þarf að leiðrétta kjör kennara. Þetta eru tveir aðskyldir þættir. Hjá Kennarasambandi Íslands er hægt að nálgast öll þau gögn sem sérfræðingar þurfa á að halda til að fá heilsteypta mynd af ástandinu eins og það er í dag. Okkur vantar ekki gögnin, okkur vantar að lesið sé í þau á réttan hátt og okkur vantar að fjárfest sé í kennurum. Við viljum ekki einsleitan skóla, við viljum skóla sem virkar en þá þarf líka annað í samfélaginu að virka. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Að mati Björns Brynjólfs Björnssonar framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs væri gott fyrsta skref að auka kennsluskyldu íslenskra kennara því hann telur þá kenna minna en kennara í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ég veit ekki betur en að ég og fleiri kennarar hafi selt kennsluafsláttinn okkar og kenni því fleiri tíma í dag en við hefðum annars gert. Samt erum við enn langt undir meðallaunum og náum varla að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til okkar innan þess tímaramma sem okkur er gefinn. Björn telur megin þorra þjóðarinnar vera á sama máli og hann varðandi það að vilja hagkvæmt kerfi sem skilar sem mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Auðvitað viljum við öll hagkvæmt kerfi sem virkar en þá eigum við líka að horfa á heildarmyndina. Menntakerfið sem við búum við í dag er ekki að virka og ábyrgðin er stjórnvalda. Höfum í huga að menntakerfi er eitt og laun kennara er annað. Stjórnvöld ákveða hvernig menntakerfið á að vera og kennarar vinna eftir lögum og reglugerðum. Það er ekkert sem réttlætir það að ég og aðrir kennarar eigi að fá laun sem eru undir meðallaunum í landinu og tugum prósentum frá meðallaunum þeirra stétta sem við berum okkur saman við. Björn veit það jafnvel og ég. Þó að hagfræðingum finnist gaman að bera saman tölur eins og Björn gerir þá skiptir máli hvernig það er gert. Það hefur oft verið bent á það að erfitt sé að bera Ísland saman við önnur OECD ríki því við erum fámenn þjóð, mjög strjálbýl og með hærra hlutfall innflytjenda. Þetta eru allt þættir sem auka kostnað til muna. En það er fleira sem telur hjá okkur varðandi kostnaðinn sem Björn gleymir að nefna. Einhverra hluta vegna þá virðist það oft gleymast hvernig menntakerfi við rekum. Í lok síðustu aldar þá ákváðu stjórnvöld að leggja niður sérskóla og móttökudeildir fyrir nýbúa. Fjármagnið sem átti að setja inn í grunnskólana í kjölfarið kom aldrei í þeirri mynd sem var lofað. Starfsfólk skólanna átti bara að redda þessu eins og það á að redda núna kennslu allra innflytjenda sem streyma inn í menntakerfið. Ofan á þetta þá erum við með handónýtt geðheilbrigðis og stoðkerfi sem kemur ekki til móts við þarfir barna eins og það á að gera. Börn sem þurfa sértæka þjónustu annarra sérfræðinga en kennara eru inni í almennum grunnskólum. Kennarar á Íslandi eru eins og kamelljón og bregða sér í líki ýmissa sérfræðinga. Það að auka kennsluskyldu kennara er eins og að mjólka möndlu. Það þarf að skoða heildarmyndina. Annað er óábyrgt og galið. En áður en haldið er af stað í að byggja upp menntakerfi sem virkar þá þarf að leiðrétta kjör kennara. Þetta eru tveir aðskyldir þættir. Hjá Kennarasambandi Íslands er hægt að nálgast öll þau gögn sem sérfræðingar þurfa á að halda til að fá heilsteypta mynd af ástandinu eins og það er í dag. Okkur vantar ekki gögnin, okkur vantar að lesið sé í þau á réttan hátt og okkur vantar að fjárfest sé í kennurum. Við viljum ekki einsleitan skóla, við viljum skóla sem virkar en þá þarf líka annað í samfélaginu að virka. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar