Ferðaþjónustan og fyrirsjáanleikinn Pétur Óskarsson skrifar 21. október 2024 14:32 Tíminn leikur stórt hlutverk þegar kemur að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein. Gestirnir okkar taka sér tíma í að láta sig dreyma, taka tíma í ákvörðun, tíma í að bóka og síðast en ekki síst tíma til að láta sig hlakka til. Þessi tími er hluti af upplifun gesta okkar og það þarf að umgangast hann af sömu virðingu og þann tíma sem gestirnir eru hér á landi. Fátt kemur verr við gesti okkar og erlenda samstarfsaðila en hringlandaháttur um verð á umsamdri þjónustu fram á síðustu stundu. Þetta vitum við sem erum að reka ferðaþjónustufyrirtækin en sú þekking þarf að dreifast víðar. Ferðaþjónusta er í dag orðin ein af grunnstoðum efnahags- og atvinnulífs á Íslandi og stærsta útflutningsgreinin. Hún hefur bætt lífskjör á Íslandi og stuðlar að efnahagslegum stöðugleika og viðheldur kaupmætti með stöðugu innstreymi gjaldeyris. Fjárfestinga- og atvinnutækifæri hafa skapast víða um land og einkaframtakið hefur blómstrað. Draumurinn um að skjóta fleiri öflugum stoðum undir áður einfalt og hráefnisdrifið hagkerf okkar hefur orðið að veruleika og íslensk tæknifyrirtæki, sprottin úr ferðaþjónustunni, náð flugi langt út fyrir landsteinana. Ferðaþjónustan skilar meira en 600 milljörðum í gjaldeyristekjur og yfir 200 milljörðum í skatta árlega, sem styðja við mikilvægustu kerfin okkar eins og mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi. Í harðri alþjóðlegri samkeppni Þessi árangur er ekki sjálfsagður og ekki er á vísan að róa til framtíðar nema við höldum vel á þessu nýja öfluga fjöreggi okkar. Það er auðvelt og til eru dæmi um að áfangastaðir hafa misst flugið og hreinlega orðið undir í samkeppni þjóðanna vegna slæmar ákvarðana og skammsýni. Ferðaþjónustan er alþjóðleg og samkeppnin er hörð og ferðalangar refsa áfangastöðum miskunarlaust ef þeir standa ekki undir væntingum og slæmt orðsport berst mun hraðar en góðar sögur. Skilningur í orði en ekki á borði Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa tekist á við ýmsar áskoranir síðustu ár og hafa sýnt útsjónarsemi og seiglu þegar á móti hefur blásið í ytra umhverfinu. Hægt er að skipta þessum áskorunum í tvennt, annarsvegar náttúruhamfarir eins og eldgos og heimsfaraldur og hinsvegar misgóðar ákvarðanir stjórnmálanna sem teknar hafa verið og innleiddar með alltof stuttum fyrirvara. Við í ferðaþjónustunni höfum í gegnum tíðina átt ótal samtöl við stjórnmálamenn um mikilvægi þess að greinin fái góðan fyrirvara þegar gera á stórar breytingar. Við vinnum 12-24 mánuði fram í tímann og að auki njóta gestir okkar sem neytendur verndar gegn verðhækkunum eftir að ferð hefur verið keypt. Allir sýna þessari staðreynd skilning en þegar á hólminn er komið eru samt teknar ákvarðanir og innleiddar nánast samstundis. Má þar nefna nærtækt dæmi eins og ákvörðunin um tvöföldun gistináttaskatts um síðustu áramót sem innleidd var með nær engum fyrirvara og olli þannig tilfinnanlegu tjóni hjá fyrirtækjum í greininni. Stórar breytingar liggja fyrir Alþingi Nú eru aftur yfirvofandi stórar breytingar á rekstrarumhverfi bílaleiga með innleiðingu kílómetragjalds á alla bílaleigubíla, hækka á álögur á hópferðabíla, hækka á gistináttaskattinn og leggja innviðagjöld á gesti skemmtiferðaskipa. Í frumvörpum sem lögð hafa verið fram um þessi mál er gert ráð fyrir að nýjar reglur taki gildi 1. janúar 2025. Það er þó ekki ljóst hvað nákvæmlega mun þá taka gildi eftir meðfarir þingsins og því ekki hægt að bregðast við fyrr en Alþingi klárar þessi mál. Fyrirvaralaus áhættuatriði stjórnmálanna Það er okkur ljóst sem vinnum í ferðaþjónustunni að verðlag á ferðum til Íslands er í hæstu hæðum um þessar mundir. Sterkt raungengi og miklar kostnaðarhækkanir undanfarinna ára hafa dregið úr samkeppnishæfni greinarinnar. Það er áhættuatriði að hækka álögur á greinina við þessar aðstæður og algjörlega óverjandi að sturta þeim yfir okkur fyrirvaralaust. Við erum eins og áður sagði í harðri alþjóðlegri samkeppni og það er raunverulega á brattan að sækja. Alþingi er nú í dauðafæri til að stíga varlega niður þegar kemur að auknum álögum á ferðaþjónustuna og verður að gefa greininni lengri tíma til að aðlaga sig að breytingum í rekstrarumhverfinu. Það á að vera regla að innleiðing slíkra breytinga komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir a.m.k. 18 mánuði, helst tvö ár. Þá geta fyrirtæki í greininni og samstarfsaðilar þeirra á erlendum mörkuðum stillt sig inná fyrirhugaðar breytingar og þeim sem ætlað er að bera hækkaðar álögur sé raunverulega að bera þær. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Tíminn leikur stórt hlutverk þegar kemur að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein. Gestirnir okkar taka sér tíma í að láta sig dreyma, taka tíma í ákvörðun, tíma í að bóka og síðast en ekki síst tíma til að láta sig hlakka til. Þessi tími er hluti af upplifun gesta okkar og það þarf að umgangast hann af sömu virðingu og þann tíma sem gestirnir eru hér á landi. Fátt kemur verr við gesti okkar og erlenda samstarfsaðila en hringlandaháttur um verð á umsamdri þjónustu fram á síðustu stundu. Þetta vitum við sem erum að reka ferðaþjónustufyrirtækin en sú þekking þarf að dreifast víðar. Ferðaþjónusta er í dag orðin ein af grunnstoðum efnahags- og atvinnulífs á Íslandi og stærsta útflutningsgreinin. Hún hefur bætt lífskjör á Íslandi og stuðlar að efnahagslegum stöðugleika og viðheldur kaupmætti með stöðugu innstreymi gjaldeyris. Fjárfestinga- og atvinnutækifæri hafa skapast víða um land og einkaframtakið hefur blómstrað. Draumurinn um að skjóta fleiri öflugum stoðum undir áður einfalt og hráefnisdrifið hagkerf okkar hefur orðið að veruleika og íslensk tæknifyrirtæki, sprottin úr ferðaþjónustunni, náð flugi langt út fyrir landsteinana. Ferðaþjónustan skilar meira en 600 milljörðum í gjaldeyristekjur og yfir 200 milljörðum í skatta árlega, sem styðja við mikilvægustu kerfin okkar eins og mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi. Í harðri alþjóðlegri samkeppni Þessi árangur er ekki sjálfsagður og ekki er á vísan að róa til framtíðar nema við höldum vel á þessu nýja öfluga fjöreggi okkar. Það er auðvelt og til eru dæmi um að áfangastaðir hafa misst flugið og hreinlega orðið undir í samkeppni þjóðanna vegna slæmar ákvarðana og skammsýni. Ferðaþjónustan er alþjóðleg og samkeppnin er hörð og ferðalangar refsa áfangastöðum miskunarlaust ef þeir standa ekki undir væntingum og slæmt orðsport berst mun hraðar en góðar sögur. Skilningur í orði en ekki á borði Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa tekist á við ýmsar áskoranir síðustu ár og hafa sýnt útsjónarsemi og seiglu þegar á móti hefur blásið í ytra umhverfinu. Hægt er að skipta þessum áskorunum í tvennt, annarsvegar náttúruhamfarir eins og eldgos og heimsfaraldur og hinsvegar misgóðar ákvarðanir stjórnmálanna sem teknar hafa verið og innleiddar með alltof stuttum fyrirvara. Við í ferðaþjónustunni höfum í gegnum tíðina átt ótal samtöl við stjórnmálamenn um mikilvægi þess að greinin fái góðan fyrirvara þegar gera á stórar breytingar. Við vinnum 12-24 mánuði fram í tímann og að auki njóta gestir okkar sem neytendur verndar gegn verðhækkunum eftir að ferð hefur verið keypt. Allir sýna þessari staðreynd skilning en þegar á hólminn er komið eru samt teknar ákvarðanir og innleiddar nánast samstundis. Má þar nefna nærtækt dæmi eins og ákvörðunin um tvöföldun gistináttaskatts um síðustu áramót sem innleidd var með nær engum fyrirvara og olli þannig tilfinnanlegu tjóni hjá fyrirtækjum í greininni. Stórar breytingar liggja fyrir Alþingi Nú eru aftur yfirvofandi stórar breytingar á rekstrarumhverfi bílaleiga með innleiðingu kílómetragjalds á alla bílaleigubíla, hækka á álögur á hópferðabíla, hækka á gistináttaskattinn og leggja innviðagjöld á gesti skemmtiferðaskipa. Í frumvörpum sem lögð hafa verið fram um þessi mál er gert ráð fyrir að nýjar reglur taki gildi 1. janúar 2025. Það er þó ekki ljóst hvað nákvæmlega mun þá taka gildi eftir meðfarir þingsins og því ekki hægt að bregðast við fyrr en Alþingi klárar þessi mál. Fyrirvaralaus áhættuatriði stjórnmálanna Það er okkur ljóst sem vinnum í ferðaþjónustunni að verðlag á ferðum til Íslands er í hæstu hæðum um þessar mundir. Sterkt raungengi og miklar kostnaðarhækkanir undanfarinna ára hafa dregið úr samkeppnishæfni greinarinnar. Það er áhættuatriði að hækka álögur á greinina við þessar aðstæður og algjörlega óverjandi að sturta þeim yfir okkur fyrirvaralaust. Við erum eins og áður sagði í harðri alþjóðlegri samkeppni og það er raunverulega á brattan að sækja. Alþingi er nú í dauðafæri til að stíga varlega niður þegar kemur að auknum álögum á ferðaþjónustuna og verður að gefa greininni lengri tíma til að aðlaga sig að breytingum í rekstrarumhverfinu. Það á að vera regla að innleiðing slíkra breytinga komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir a.m.k. 18 mánuði, helst tvö ár. Þá geta fyrirtæki í greininni og samstarfsaðilar þeirra á erlendum mörkuðum stillt sig inná fyrirhugaðar breytingar og þeim sem ætlað er að bera hækkaðar álögur sé raunverulega að bera þær. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar