Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur sú breiðfylking sem hann var Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. október 2024 11:41 Sigríður Andersen segist ekki vera að flýja Sjálfstæðisflokkinn. Vísir/Arnar Sigríður Á. Andersen segir ákvörðun sína um að leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum ekki skýrast af því að hún sé að flýja Sjálfstæðisflokkinn. Hún greindi frá því að hún myndi leiða annan Reykjavíkurlista Miðflokksins í komandi kosningum. Hún segir að þegar falast var eftir því í upphafi þessarar viku að hún hugleiddi þann möguleika að leiða lista Miðflokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu hafi henni ekki fundist annað hægt en að gera það. „Og komist að þeirri niðurstöðu að það væri tilefni til þess að reyna að vinna þessum sjónarmiðum frekara fylgis og þá væri Miðflokkurinn heppilegur vettvangur eins og staðan er í dag,“ segir Sigríður á Sprengisandi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sú breiðfylking sem hann var Sigríður sagði að auðvitað hafi mikið þurft að koma til þess að hún kvaddi Sjálfstæðisflokkinn en hún hefur verið þátttakandi í starfi hans frá fimmtán ára aldri. Hún segist enn hafa sterkan áhuga á flokknum en að hann sé ekki sú breiðfylking sem hann var áður. „Mér finnst auðvitað mikilvægt að sjónarmið þau sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur í stefnu sinni og hefur alltaf haft fái aukið vægi. Við sjáum það hins vegra í dag að það hefur ekki verið þannig af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fyrir því eru ýmsar ástæður,“ Hún segir að hafi menn þörf fyrir hópefli og múgsefjun sé heppilegra að ganga í íþróttafélög. Það sé ekki viðeigandi á vettvangi stjórmálanna. Ekki í neinu „beef-i“ við Sjálfstæðismenn Sigríður segist ekki líta svo á að það væru einhverjir ákveðnir málaflokkar eða stefnur Sjálfstæðisflokksins sem hefðu leitt til þess að hún sneri baki við honum. „Ég er frekar að líta á þetta sem tækifæri til að fjölga málsvörum tiltekinna sjónarmiða á þinginu. Sjónarmiða sem hafa komið fram hjá Miðflokknum að mínu mati með hvað skýrustum hætti að minnsta kosti á þessu kjörtímabili,“ segir hún. „Ég er ekki í neinu beef-i við Sjálfstæðisflokkinn. Ég óska honum og félögum mínum þar alls hins besta. Mér finnst það mikilvægt að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé öflugur og að fólkið í honum hafi sjálfstraust til þess að tala fyrir málum sem brenna á þeim í samræmi við stefnu sjálfstæðisflokksins en líka hrinda í framkvæmd málum sem þau segjast brenna fyrir. Það hefur kannski verði lítið um það núna og menn hafa kannski skýlt sér á bakvið ríkisstjórnarsamstarfið við VG,“ segir Sigríður Á. Andersen. Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Hún segir að þegar falast var eftir því í upphafi þessarar viku að hún hugleiddi þann möguleika að leiða lista Miðflokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu hafi henni ekki fundist annað hægt en að gera það. „Og komist að þeirri niðurstöðu að það væri tilefni til þess að reyna að vinna þessum sjónarmiðum frekara fylgis og þá væri Miðflokkurinn heppilegur vettvangur eins og staðan er í dag,“ segir Sigríður á Sprengisandi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sú breiðfylking sem hann var Sigríður sagði að auðvitað hafi mikið þurft að koma til þess að hún kvaddi Sjálfstæðisflokkinn en hún hefur verið þátttakandi í starfi hans frá fimmtán ára aldri. Hún segist enn hafa sterkan áhuga á flokknum en að hann sé ekki sú breiðfylking sem hann var áður. „Mér finnst auðvitað mikilvægt að sjónarmið þau sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur í stefnu sinni og hefur alltaf haft fái aukið vægi. Við sjáum það hins vegra í dag að það hefur ekki verið þannig af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fyrir því eru ýmsar ástæður,“ Hún segir að hafi menn þörf fyrir hópefli og múgsefjun sé heppilegra að ganga í íþróttafélög. Það sé ekki viðeigandi á vettvangi stjórmálanna. Ekki í neinu „beef-i“ við Sjálfstæðismenn Sigríður segist ekki líta svo á að það væru einhverjir ákveðnir málaflokkar eða stefnur Sjálfstæðisflokksins sem hefðu leitt til þess að hún sneri baki við honum. „Ég er frekar að líta á þetta sem tækifæri til að fjölga málsvörum tiltekinna sjónarmiða á þinginu. Sjónarmiða sem hafa komið fram hjá Miðflokknum að mínu mati með hvað skýrustum hætti að minnsta kosti á þessu kjörtímabili,“ segir hún. „Ég er ekki í neinu beef-i við Sjálfstæðisflokkinn. Ég óska honum og félögum mínum þar alls hins besta. Mér finnst það mikilvægt að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé öflugur og að fólkið í honum hafi sjálfstraust til þess að tala fyrir málum sem brenna á þeim í samræmi við stefnu sjálfstæðisflokksins en líka hrinda í framkvæmd málum sem þau segjast brenna fyrir. Það hefur kannski verði lítið um það núna og menn hafa kannski skýlt sér á bakvið ríkisstjórnarsamstarfið við VG,“ segir Sigríður Á. Andersen.
Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira