Ný könnun: Ómarktækur munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2024 11:56 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Fylgi Samfylkingar, Pírata og Flokks fólksins minnkar milli mánaða á meðan Viðreisn bætir við sig töluverðu fylgi. Ómarktækur munur er á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hanga inni á þingi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem mældi fylgi flokka eftir að tilkynnt var um slit ríkisstjórnarinnar síðastliðinn sunnudag. Samfylkingin mælist með 21,9% fylgi, Miðflokkur með 17,7% og Sjálfstæðisflokkurinn með 14,1%. Viðreisn mælist með 13,4% fylgi, Framsókn með 8,0% fylgi og Flokkur fólksins með 7,3% fylgi. Sósíalistaflokkurinn mælist með 5,2% eins og Píratar og Vinstri græn með 5,1%. Þá mælist Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar með 2,1% fylgi. Samkvæmt þessum fylgistölum fengi Samfylkingin 14 þingmenn kjörna, Miðflokkurinn 12 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn 9, Viðreisn 9, Framsóknarflokkurinn 5, Flokkur fólksins 5 en Píratar, VG og Sósíalistaflokkurinn 3. Rétt er að taka fram að um einfalda hlutfallslega reikninga er að ræða. Til samanburðar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 16 þingmenn í kosningunum 2021, Framsóknarflokkur 13 þingmenn, Vinstri græn 8 þingmenn, Samfylkingin 6, Flokkur fólksins 6, Píratar 6, Viðreisn 5 og og Miðflokkurinn 3. Tölurnar fyrir allan október Maskína mælir fylgi flokka í hverjum mánuði. Í gröfunum og línuritinu að ofan má sjá annars vegar fylgi flokkanna í uppsöfnuðum svörum við könnuninni yfir það sem liðið er af október og hins vegar þá daga eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að að hann hygðist slíta ríkisstjórnarsamstarfinu sunnudaginn 14. október. Tölurnar og vikmörk síðan ríkisstjórninni var slitið. Ef rýnt er í tölurnar fyrir október í heild sinni sést að Samfylkingin mælist með 22,8%, Miðflokkurinn með 17%, Viðreisn með 13,8%, Sjálfstæðisflokkurinn með 13,7%, Framsóknarflokkurinn með 7,0%, Píratar með 6,8%, Flokkur fólksins 6,6%, Sósíalistaflokkurinn 5,3%, Vinstri græn 4,5% og Lýðræðisflokkurinn með 2,4%. Helstu tíðindin þar hljóta að vera samanborið við tölurnar í september að fylgi Samfylkingarinnar minnkar um tvö prósentustig, Viðreisn styrkir sig um þrjú prósentustig, Flokkur fólksins tapar tveimur prósentustigum og Píratar og Framsóknarflokkurinn einu prósentustigi. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Maskína endurskoðaði þingsæti flokkanna. Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem mældi fylgi flokka eftir að tilkynnt var um slit ríkisstjórnarinnar síðastliðinn sunnudag. Samfylkingin mælist með 21,9% fylgi, Miðflokkur með 17,7% og Sjálfstæðisflokkurinn með 14,1%. Viðreisn mælist með 13,4% fylgi, Framsókn með 8,0% fylgi og Flokkur fólksins með 7,3% fylgi. Sósíalistaflokkurinn mælist með 5,2% eins og Píratar og Vinstri græn með 5,1%. Þá mælist Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar með 2,1% fylgi. Samkvæmt þessum fylgistölum fengi Samfylkingin 14 þingmenn kjörna, Miðflokkurinn 12 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn 9, Viðreisn 9, Framsóknarflokkurinn 5, Flokkur fólksins 5 en Píratar, VG og Sósíalistaflokkurinn 3. Rétt er að taka fram að um einfalda hlutfallslega reikninga er að ræða. Til samanburðar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 16 þingmenn í kosningunum 2021, Framsóknarflokkur 13 þingmenn, Vinstri græn 8 þingmenn, Samfylkingin 6, Flokkur fólksins 6, Píratar 6, Viðreisn 5 og og Miðflokkurinn 3. Tölurnar fyrir allan október Maskína mælir fylgi flokka í hverjum mánuði. Í gröfunum og línuritinu að ofan má sjá annars vegar fylgi flokkanna í uppsöfnuðum svörum við könnuninni yfir það sem liðið er af október og hins vegar þá daga eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að að hann hygðist slíta ríkisstjórnarsamstarfinu sunnudaginn 14. október. Tölurnar og vikmörk síðan ríkisstjórninni var slitið. Ef rýnt er í tölurnar fyrir október í heild sinni sést að Samfylkingin mælist með 22,8%, Miðflokkurinn með 17%, Viðreisn með 13,8%, Sjálfstæðisflokkurinn með 13,7%, Framsóknarflokkurinn með 7,0%, Píratar með 6,8%, Flokkur fólksins 6,6%, Sósíalistaflokkurinn 5,3%, Vinstri græn 4,5% og Lýðræðisflokkurinn með 2,4%. Helstu tíðindin þar hljóta að vera samanborið við tölurnar í september að fylgi Samfylkingarinnar minnkar um tvö prósentustig, Viðreisn styrkir sig um þrjú prósentustig, Flokkur fólksins tapar tveimur prósentustigum og Píratar og Framsóknarflokkurinn einu prósentustigi. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Maskína endurskoðaði þingsæti flokkanna.
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira