Banna Ítölum að finna staðgöngumæður erlendis Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2024 08:46 Kona hjólar fram hjá veggmynd af Giorgiu Meloni forsætisráðherra og Elly Schlein, leiðtoga Lýðræðisflokksins í Mílanó. Þær eru á öndverðum meiði um staðgöngumæðrun.Utan á Schlein stendur „Mitt leg, mitt val“ en á Meloni „ekki til leigu“. Vísir/EPA Ítalska þingið samþykkti bann við því að fólk leiti eftir staðgöngumæðrun erlendis í gær. Andstæðingar ríkisstjórnar Giorgiu Meloni forsætisráðherra segja lögunum beint að samkynja pörum. Allt að tveggja ára fangelsi lá þegar við því að Ítalír færu erlendis til þess að eignast barn með staðgöngumæðrun. Nýju lögin gera það einnig ólöglegt að sækja staðgöngumæðrun til landa eins og Bandaríkjanna og Kanada þar sem hún er lögleg. Bannið hefur verið sérstakt áhugamál Meloni forsætisráðherra sem hefur sett íhaldssömu fjölskyldugildi á stefnuskrána. Stjórn hennar hefur gert hinsegin foreldrum erfiðara um vik að verða foreldrar. Hún lýsti staðgöngumæðrun sem „ómannúðlegri“ fyrr á þessu ári. Á sama tíma fer fæðingartíðni á Ítalíu þó hnignandi. Hún hefur aldrei verið lægri en í fyrra og hefur farið lækkandi fimmtán ár í röð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bannið við staðgöngumæðrun var samþykkt með 84 atkvæðum gegn 58 í öldungadeild ítalska þingsins.Vísir/EPA Franco Grillini, baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, sagði nýju lögin ómanneskjuleg á mótmælum fyrir utan ítalska þingið á þriðjudag. „Ef einhver eignast barn ætti hann að fá heiðursorðu. Hér ert þú sendur í fangelsi í staðinn, ef þú eignast ekki börn á hefðbundinn hátt,“ sagði Grillini. Samtök hinsegin foreldra segja að 90 prósent þeirra sem eignist börn með staðgöngumæðrun í landinu séu gagnkynhneigðir foreldrar sem geri það að mestu á laun. Bannið muni því fyrst og fremst hafa áhrif á samkynja pör sem geti ekki dulið því. Ítalía Börn og uppeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Allt að tveggja ára fangelsi lá þegar við því að Ítalír færu erlendis til þess að eignast barn með staðgöngumæðrun. Nýju lögin gera það einnig ólöglegt að sækja staðgöngumæðrun til landa eins og Bandaríkjanna og Kanada þar sem hún er lögleg. Bannið hefur verið sérstakt áhugamál Meloni forsætisráðherra sem hefur sett íhaldssömu fjölskyldugildi á stefnuskrána. Stjórn hennar hefur gert hinsegin foreldrum erfiðara um vik að verða foreldrar. Hún lýsti staðgöngumæðrun sem „ómannúðlegri“ fyrr á þessu ári. Á sama tíma fer fæðingartíðni á Ítalíu þó hnignandi. Hún hefur aldrei verið lægri en í fyrra og hefur farið lækkandi fimmtán ár í röð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bannið við staðgöngumæðrun var samþykkt með 84 atkvæðum gegn 58 í öldungadeild ítalska þingsins.Vísir/EPA Franco Grillini, baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, sagði nýju lögin ómanneskjuleg á mótmælum fyrir utan ítalska þingið á þriðjudag. „Ef einhver eignast barn ætti hann að fá heiðursorðu. Hér ert þú sendur í fangelsi í staðinn, ef þú eignast ekki börn á hefðbundinn hátt,“ sagði Grillini. Samtök hinsegin foreldra segja að 90 prósent þeirra sem eignist börn með staðgöngumæðrun í landinu séu gagnkynhneigðir foreldrar sem geri það að mestu á laun. Bannið muni því fyrst og fremst hafa áhrif á samkynja pör sem geti ekki dulið því.
Ítalía Börn og uppeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira