Klófestu leigumorðingja sem dulbjó sig sem gamlan mann Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2024 09:05 Lögreglumenn á vettvangi þegar sakborningar í málinu voru handteknir í Belgrad 15. október 2024. Til hægri er sílikongríman sem morðinginn notaði til þess að dulbúa sig sem eldriborgara. Europol Lögreglan í Serbíu handtók í gær leigumorðingja sem myrti mann í Belgrad fyrir skipulögð glæpasamtök árið 2021. Leigumorðinginn er sagður hafa dulbúið sig sem gamlan mann til þess að nálgast fórnarlambið. Upplýsingar sem Evrópulögreglan komst yfir úr dulkóðuðu samskiptaforriti sem skipulögð glæpasamtök hafa nýtt sér komu lögreglu á slóð leigumorðingjans. Hann var handtekinn í Belgrad í samstarfi við Evrópulögregluna í gær, að því er segir í tilkynningu frá henni. Samskiptin leiddu í ljós hvernig höfuðpaur skipulagðra glæpasamtaka réð morðingjanna til verksins og skipulagði morðið. Þannig lagði hann á ráðin um hvernig morðinginn kæmist undan og réð tvo aðra menn til þess að fylgjast með fórnarlambinu auk þess sem hann útvegaði skotvopnið sem var flutt sérstaklega til landsins fyrir morðið. Leigumorðinginn dulbjó sig sem gamlan mann með sílíkongrímu og haltraði. Hann skaut fórnarlambið svo í höfuðið þegar það gekk fram hjá honum. Morðið er sagt hafa verið hefndaraðgerð glæpasamtakanna. Skotvopnið sem launmorðinginn notaði var flutt sérstaklega inn til Serbíu fyrir morðið.Europol Auk morðingjans voru höfuðpaur glæpasamtakanna sem skipulagði morðið og hinir vitorðsmennirnir tveir handteknir í aðgerðinni í gær. Ekki er nefnt sérstaklega í tilkynningu Europol úr hvaða dulkóðaða samskiptaforriti gögnin sem leiddi hana á spor morðingjans komu. Hundruð glæpamanna hafa hins vegar verið teknir höndum eftir að evrópska löggæslustofnanir náðu að brjótast inn í og hlera samskipti í forritinu EncroChat. Samskipti úr EncroChat voru meðal annars lögð fram í saltdreifaramálinu svokallaða þegar það kom fyrir dóm árið 2022. Lögreglumál Serbía Erlend sakamál Fjarskipti Samfélagsmiðlar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Upplýsingar sem Evrópulögreglan komst yfir úr dulkóðuðu samskiptaforriti sem skipulögð glæpasamtök hafa nýtt sér komu lögreglu á slóð leigumorðingjans. Hann var handtekinn í Belgrad í samstarfi við Evrópulögregluna í gær, að því er segir í tilkynningu frá henni. Samskiptin leiddu í ljós hvernig höfuðpaur skipulagðra glæpasamtaka réð morðingjanna til verksins og skipulagði morðið. Þannig lagði hann á ráðin um hvernig morðinginn kæmist undan og réð tvo aðra menn til þess að fylgjast með fórnarlambinu auk þess sem hann útvegaði skotvopnið sem var flutt sérstaklega til landsins fyrir morðið. Leigumorðinginn dulbjó sig sem gamlan mann með sílíkongrímu og haltraði. Hann skaut fórnarlambið svo í höfuðið þegar það gekk fram hjá honum. Morðið er sagt hafa verið hefndaraðgerð glæpasamtakanna. Skotvopnið sem launmorðinginn notaði var flutt sérstaklega inn til Serbíu fyrir morðið.Europol Auk morðingjans voru höfuðpaur glæpasamtakanna sem skipulagði morðið og hinir vitorðsmennirnir tveir handteknir í aðgerðinni í gær. Ekki er nefnt sérstaklega í tilkynningu Europol úr hvaða dulkóðaða samskiptaforriti gögnin sem leiddi hana á spor morðingjans komu. Hundruð glæpamanna hafa hins vegar verið teknir höndum eftir að evrópska löggæslustofnanir náðu að brjótast inn í og hlera samskipti í forritinu EncroChat. Samskipti úr EncroChat voru meðal annars lögð fram í saltdreifaramálinu svokallaða þegar það kom fyrir dóm árið 2022.
Lögreglumál Serbía Erlend sakamál Fjarskipti Samfélagsmiðlar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira