Besti dómarinn í deildinni á von á sínu þriðja barni Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2024 10:00 Bergrós á von á sínum þriðja barni en ætlar sér að dæma aftur á næsta tímabili. vísir/einar Bergrós Lilja Unudóttir var valin besti dómarinn í Bestu-deild kvenna í sumar. Hún varð sjálf að hætta knattspyrnuiðkun eftir höfuðhögg en vildi handa tengingu við íþróttina með því að dæma. Næsta tímabil er aftur á móti í uppnámi hjá dómaranum. Það voru leikmenn í Bestudeildinni sem völdu Bergrósu besta dómarann á tímabilinu. Þrátt fyrir ungan aldur þá virðist hún vera komin með góð tök á dómgæslu. „Þetta var óvænt ánægja af því að ég er ekki búin að vera dæma lengi. Það var mjög mikill heiður að leikmennirnir hefðu valið mig,“ segir Bergrós í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Reynslan mín sem leikmaður, ég spilaði í efstu deild sjálf, hjálpar mér rosalega mikið. Ég kann leikinn, kann að lesa hann og þekki tilfinningarnar í leiknum. Ég tek það líka inn þegar ég er að dæma. Ég fer ekki alveg alltaf eftir gjörsamlega reglubókinni heldur tek ég líka stundum inn í tilfinningarnar.“ Bergrós segist dæma leikinn út frá því hvernig hún myndi vilja að leikurinn yrði dæmdur ef hún væri að spila en hún þurfti sjálf að leggja skóna á hilluna aðeins nítján ára eftir höfuðhögg. Hrifsað af mér „Þegar þú ert leikmaður þá ert þú í harkinu og færð í tæklingarnar og allt. En þegar þú ert að dæma sérðu bara um að allt fari fram eftir reglunum og passar upp á leikmenn og slíkt. Þetta er virkilega gaman og að hafa tenginguna enn þá við sportið var helsta ástæðan fyrir því að ég fór í dómgæsluna af því að ég hafði ekki þann mögulega að geta spilað. Ég hafði ákveðin dómarabakgrunn því ég var duglega að dæma sem krakki.“ Hún segir að það hafi verið sárt að þurfa hætta í fótbolta. „Þetta var hrifsað af mér. Ég hafði ekkert val. Ég gat ekki spilað lengur af því að ég gat ekki skallað boltann lengur.“ Bergrós er 27 ára og á von á sínu þriðja barni snemma á næsta ári. „Maður veit ekkert hvernig maður er eftir barnsburð. En vonandi gengur allt vel og maður geti komið inn á miðju tímabili og haldið áfram að dæma. En maður verður svolítið að sjá hvað tíminn leiðir í ljós.“ Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Sjá meira
Það voru leikmenn í Bestudeildinni sem völdu Bergrósu besta dómarann á tímabilinu. Þrátt fyrir ungan aldur þá virðist hún vera komin með góð tök á dómgæslu. „Þetta var óvænt ánægja af því að ég er ekki búin að vera dæma lengi. Það var mjög mikill heiður að leikmennirnir hefðu valið mig,“ segir Bergrós í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Reynslan mín sem leikmaður, ég spilaði í efstu deild sjálf, hjálpar mér rosalega mikið. Ég kann leikinn, kann að lesa hann og þekki tilfinningarnar í leiknum. Ég tek það líka inn þegar ég er að dæma. Ég fer ekki alveg alltaf eftir gjörsamlega reglubókinni heldur tek ég líka stundum inn í tilfinningarnar.“ Bergrós segist dæma leikinn út frá því hvernig hún myndi vilja að leikurinn yrði dæmdur ef hún væri að spila en hún þurfti sjálf að leggja skóna á hilluna aðeins nítján ára eftir höfuðhögg. Hrifsað af mér „Þegar þú ert leikmaður þá ert þú í harkinu og færð í tæklingarnar og allt. En þegar þú ert að dæma sérðu bara um að allt fari fram eftir reglunum og passar upp á leikmenn og slíkt. Þetta er virkilega gaman og að hafa tenginguna enn þá við sportið var helsta ástæðan fyrir því að ég fór í dómgæsluna af því að ég hafði ekki þann mögulega að geta spilað. Ég hafði ákveðin dómarabakgrunn því ég var duglega að dæma sem krakki.“ Hún segir að það hafi verið sárt að þurfa hætta í fótbolta. „Þetta var hrifsað af mér. Ég hafði ekkert val. Ég gat ekki spilað lengur af því að ég gat ekki skallað boltann lengur.“ Bergrós er 27 ára og á von á sínu þriðja barni snemma á næsta ári. „Maður veit ekkert hvernig maður er eftir barnsburð. En vonandi gengur allt vel og maður geti komið inn á miðju tímabili og haldið áfram að dæma. En maður verður svolítið að sjá hvað tíminn leiðir í ljós.“
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Sjá meira