Martha Lilja verður framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 11:11 Martha Lilja Olsen hefur verið skipuð framkvæmdastjóri Janfréttisstofu. Stjórnarráðið Martha Lilja Olsen hefur verið skipuð framkvæmdastjóri Janfréttisstofu. Það er Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra sem skipar Mörthu í embættið en alls sóttu sex um embættið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu sem birtist á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að niðurstaða ráðherra um skipun Mörtu byggi á heildarmati en bakgrunnur Mörthu falli best að starfslýsingu og hún því metin hæfust í starfið. „Martha Lilja Olsen lauk B.A.-prófi í sagnfræði með íslensku sem aukagrein árið 2003 og M.A.-prófi í hagnýtum hagvísindum árið 2006. Martha Lilja lauk diplómu á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands árið 2009 og MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu árið 2019 við sama skóla,” segir í tilkyningunni. Þá hefur Martha Lilja starfað sem skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskólans á Akureyri frá árinu 2015 en þar á undan var hún deildarstjóri rekstrardeildar Skattstofu Vestfjarðaumdæmis árin 1999 til 2005, kennslustjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða á árunum 2006 til 2011 og þýðandi hjá Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins frá 2011 til 2015. „Þá hefur Martha Lilja reynslu af rekstri á sviði opinberrar stjórnsýslu og fjárhagsáætlanagerð, auk þess sem hún hefur komið að stórum verkefnum á sviði stefnumótunar. Þá hefur Martha Lilja öðlast þekkingu og reynslu á sviði jafnréttismála með vinnu við heildarendurskoðun á jafnréttisáætlun og innleiðingu jafnlaunastaðalsins við Háskólann á Akureyri, auk þess sem hún stýrði innri úttekt jafnlaunakerfis skólans fyrstu árin,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Hlutverk Jafnréttisstofu er að annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu, að því er segir um hlutverk stofnunarinnar á heimasíðu Janfréttisstofu. Stjórnsýsla Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu sem birtist á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að niðurstaða ráðherra um skipun Mörtu byggi á heildarmati en bakgrunnur Mörthu falli best að starfslýsingu og hún því metin hæfust í starfið. „Martha Lilja Olsen lauk B.A.-prófi í sagnfræði með íslensku sem aukagrein árið 2003 og M.A.-prófi í hagnýtum hagvísindum árið 2006. Martha Lilja lauk diplómu á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands árið 2009 og MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu árið 2019 við sama skóla,” segir í tilkyningunni. Þá hefur Martha Lilja starfað sem skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskólans á Akureyri frá árinu 2015 en þar á undan var hún deildarstjóri rekstrardeildar Skattstofu Vestfjarðaumdæmis árin 1999 til 2005, kennslustjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða á árunum 2006 til 2011 og þýðandi hjá Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins frá 2011 til 2015. „Þá hefur Martha Lilja reynslu af rekstri á sviði opinberrar stjórnsýslu og fjárhagsáætlanagerð, auk þess sem hún hefur komið að stórum verkefnum á sviði stefnumótunar. Þá hefur Martha Lilja öðlast þekkingu og reynslu á sviði jafnréttismála með vinnu við heildarendurskoðun á jafnréttisáætlun og innleiðingu jafnlaunastaðalsins við Háskólann á Akureyri, auk þess sem hún stýrði innri úttekt jafnlaunakerfis skólans fyrstu árin,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Hlutverk Jafnréttisstofu er að annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu, að því er segir um hlutverk stofnunarinnar á heimasíðu Janfréttisstofu.
Stjórnsýsla Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira