Opið bréf til ríkis- og borgarstjórnar Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar 14. október 2024 12:02 Hvað með sjúkraflugið? Skortur á röddum landsbyggðar í mikilvægum innviðamálum. Í þarsíðustu viku fékk ríkisstjórnin í hendurnar skýrslu frá starfshópi um fýsileika flugvallar í Hvassahrauni, hálfa leið í átt að Keflavík. Tekið var fram að veðurskilyrði ættu ekki að hafa of mikil áhrif, að hætta vegna eldsumbrota væri í lágmarki og að flutningur vallarins gæti aukið nýtingu á innanlandsflugi hjá ferðamönnum. Allt er þetta mjög góðir og hagkvæmir punktar fyrir Reykjavíkurborg og vissulega mun losna upp land í Vatnsmýrinni til uppbyggingar ásamt því að hljóð- og loftmengun innan borgarmarka myndu lækka í Vesturbænum. Íbúðarmál í dag eru flókin og ekki á góðum stað m.v. verðbólgu og verðlag og væri þetta svæði kjörið fyrir frekari uppbyggingu á bæði íbúðarhúsnæði og stækkun á spítalanum. En það fyrsta sem ég tók eftir við lestur á tilkynningunni frá Stjórnarráðinu og við yfirferð á nefndarmeðlimum var að ekki var ein manneskja sem talaði máli landsbyggðarinnar. Ekki var einn fulltrúi frá Norð-, Austur-, Vestur- eða Suðurkjördæmum sem reiða sig mikið á þau mikilvægu ferðaþjónustu sem innanlandsflug er. Og kannski það sem stakk mig mest var að ekki var einu orði minnst á áætlanir fyrir sjúkraflug með flugvélum í tilkynningunni. Neðst á síðu Stjórnarráðs í umfjölluninni um kynninguna á þessari skýslu má finna viljayfirlýsingu sem er undirrituð af forstjóra Landsspítalans ásamt fleirum um að tryggt verði aðgengi fyrir þyrluflug í Nauthólsvík sem getur borið stærri þyrlur Björgunarsveitanna ásamt því að tekið er fram að á nýrri byggingu Landsspítalans við Hringbraut verði þyrlupallur sem getur borið hefðbundnar þyrlur. En hvað með sjúkraflugið með flugvélum? Í kafla 7.3.1 á bls. 44 í skýrslunni má finna eina kaflann um sjúkraflugið og í honum er hvergi tekið fram hver lausnin væri á sjúkrafluginu eða hvaða áætlanir væru gerðar til að tryggja öruggt aðgengi að sjúkraflugi sem væri ekki að stefna mannslífum í hættu. Aðeins er minnst á mikilvægi tímans þegar kemur að flutningum sjúklinga í bráðatilvikum. Einnig var tekið fram að flutningstími myndi lengjast um 8,5-12,5 mínútur ef flugvöllurinn yrði færður í Hvassahraun. Flugvélar eru hraðskeiðari en þyrlur og eru oft besti kosturinn við sjúkraflutninga milli stærri bæjarfélaga eins og Akureyri, Egilsstaða og Ísafjarðar, ásamt því að getan til að lenda nánast beint fyrir neðan Landssspítalann tryggir að flutningur frá flugfaratæki og að spítala sé eins stuttur og mögulega hægt er. Þessi ferðatími getur skipt sköpum í lífs og dauða tilfellum þar sem einstaklingur þarf að komast undir læknishendur sérfræðinga sem starfa einungis í Reykjavík sem fyrst. Allt frá því að borgarakosningin 17. mars 2001 átti sér stað varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur umræðan verið lituð af þörfum og vilja borgarinnar. Verðmæti landsins fyrir uppbyggingu hefur alltaf átt fyrsta sætið í öllum umræðum, næst á eftir mengun af ýmsu tagi og lestina rekur síðan hagsmunir landsbyggðarinnar. Lengi hefur ímynd borgarinnar verið höfð í hávegi yfir þörfum landsbyggðar og vegna þess að borgin hefur ætíð verið í forgangi hefur landsbyggðin veikst. Þetta litast ekki bara í innviðamálum heldur einnig í menntakerfi, heilbrigðiskerfi og stjórnarháttum. Reykjavík hefur hreinlega lengi verið ,,gullna barn ríkisins‘‘ og landsbyggðin ,,svarti sauðurinn‘‘. En afhverju ættu hagsmunir landsbyggðarinnar að vera minna virði en hagsmunir borgarinnar? Nú stefnir í kosningar og þetta er málefni sem næsta ríkisstjórn þarf að svara fyrir en einnig borgarstjórn. Spurningarnar sem standa eftir eru einfaldlega þessar: hvaða ráðstafanir ætlar næsta ríkisstjórn að gera til að tryggja öryggi landsbyggðarbúa með þessum breytingum, hversu mikið kostar heilsa og möguleg líf íbúa landsbyggðar í samanburði við uppbyggingu fyrir Reykvíkinga og hvenær fær landsbyggðin sæti við borðið þegar málið varðar alþjóð, ekki bara borgarbúa? Höfundur er nemandi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og stoltur Akureyringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Byggðamál Sjúkraflutningar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Hvað með sjúkraflugið? Skortur á röddum landsbyggðar í mikilvægum innviðamálum. Í þarsíðustu viku fékk ríkisstjórnin í hendurnar skýrslu frá starfshópi um fýsileika flugvallar í Hvassahrauni, hálfa leið í átt að Keflavík. Tekið var fram að veðurskilyrði ættu ekki að hafa of mikil áhrif, að hætta vegna eldsumbrota væri í lágmarki og að flutningur vallarins gæti aukið nýtingu á innanlandsflugi hjá ferðamönnum. Allt er þetta mjög góðir og hagkvæmir punktar fyrir Reykjavíkurborg og vissulega mun losna upp land í Vatnsmýrinni til uppbyggingar ásamt því að hljóð- og loftmengun innan borgarmarka myndu lækka í Vesturbænum. Íbúðarmál í dag eru flókin og ekki á góðum stað m.v. verðbólgu og verðlag og væri þetta svæði kjörið fyrir frekari uppbyggingu á bæði íbúðarhúsnæði og stækkun á spítalanum. En það fyrsta sem ég tók eftir við lestur á tilkynningunni frá Stjórnarráðinu og við yfirferð á nefndarmeðlimum var að ekki var ein manneskja sem talaði máli landsbyggðarinnar. Ekki var einn fulltrúi frá Norð-, Austur-, Vestur- eða Suðurkjördæmum sem reiða sig mikið á þau mikilvægu ferðaþjónustu sem innanlandsflug er. Og kannski það sem stakk mig mest var að ekki var einu orði minnst á áætlanir fyrir sjúkraflug með flugvélum í tilkynningunni. Neðst á síðu Stjórnarráðs í umfjölluninni um kynninguna á þessari skýslu má finna viljayfirlýsingu sem er undirrituð af forstjóra Landsspítalans ásamt fleirum um að tryggt verði aðgengi fyrir þyrluflug í Nauthólsvík sem getur borið stærri þyrlur Björgunarsveitanna ásamt því að tekið er fram að á nýrri byggingu Landsspítalans við Hringbraut verði þyrlupallur sem getur borið hefðbundnar þyrlur. En hvað með sjúkraflugið með flugvélum? Í kafla 7.3.1 á bls. 44 í skýrslunni má finna eina kaflann um sjúkraflugið og í honum er hvergi tekið fram hver lausnin væri á sjúkrafluginu eða hvaða áætlanir væru gerðar til að tryggja öruggt aðgengi að sjúkraflugi sem væri ekki að stefna mannslífum í hættu. Aðeins er minnst á mikilvægi tímans þegar kemur að flutningum sjúklinga í bráðatilvikum. Einnig var tekið fram að flutningstími myndi lengjast um 8,5-12,5 mínútur ef flugvöllurinn yrði færður í Hvassahraun. Flugvélar eru hraðskeiðari en þyrlur og eru oft besti kosturinn við sjúkraflutninga milli stærri bæjarfélaga eins og Akureyri, Egilsstaða og Ísafjarðar, ásamt því að getan til að lenda nánast beint fyrir neðan Landssspítalann tryggir að flutningur frá flugfaratæki og að spítala sé eins stuttur og mögulega hægt er. Þessi ferðatími getur skipt sköpum í lífs og dauða tilfellum þar sem einstaklingur þarf að komast undir læknishendur sérfræðinga sem starfa einungis í Reykjavík sem fyrst. Allt frá því að borgarakosningin 17. mars 2001 átti sér stað varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur umræðan verið lituð af þörfum og vilja borgarinnar. Verðmæti landsins fyrir uppbyggingu hefur alltaf átt fyrsta sætið í öllum umræðum, næst á eftir mengun af ýmsu tagi og lestina rekur síðan hagsmunir landsbyggðarinnar. Lengi hefur ímynd borgarinnar verið höfð í hávegi yfir þörfum landsbyggðar og vegna þess að borgin hefur ætíð verið í forgangi hefur landsbyggðin veikst. Þetta litast ekki bara í innviðamálum heldur einnig í menntakerfi, heilbrigðiskerfi og stjórnarháttum. Reykjavík hefur hreinlega lengi verið ,,gullna barn ríkisins‘‘ og landsbyggðin ,,svarti sauðurinn‘‘. En afhverju ættu hagsmunir landsbyggðarinnar að vera minna virði en hagsmunir borgarinnar? Nú stefnir í kosningar og þetta er málefni sem næsta ríkisstjórn þarf að svara fyrir en einnig borgarstjórn. Spurningarnar sem standa eftir eru einfaldlega þessar: hvaða ráðstafanir ætlar næsta ríkisstjórn að gera til að tryggja öryggi landsbyggðarbúa með þessum breytingum, hversu mikið kostar heilsa og möguleg líf íbúa landsbyggðar í samanburði við uppbyggingu fyrir Reykvíkinga og hvenær fær landsbyggðin sæti við borðið þegar málið varðar alþjóð, ekki bara borgarbúa? Höfundur er nemandi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og stoltur Akureyringur.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun