Opið bréf til ríkis- og borgarstjórnar Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar 14. október 2024 12:02 Hvað með sjúkraflugið? Skortur á röddum landsbyggðar í mikilvægum innviðamálum. Í þarsíðustu viku fékk ríkisstjórnin í hendurnar skýrslu frá starfshópi um fýsileika flugvallar í Hvassahrauni, hálfa leið í átt að Keflavík. Tekið var fram að veðurskilyrði ættu ekki að hafa of mikil áhrif, að hætta vegna eldsumbrota væri í lágmarki og að flutningur vallarins gæti aukið nýtingu á innanlandsflugi hjá ferðamönnum. Allt er þetta mjög góðir og hagkvæmir punktar fyrir Reykjavíkurborg og vissulega mun losna upp land í Vatnsmýrinni til uppbyggingar ásamt því að hljóð- og loftmengun innan borgarmarka myndu lækka í Vesturbænum. Íbúðarmál í dag eru flókin og ekki á góðum stað m.v. verðbólgu og verðlag og væri þetta svæði kjörið fyrir frekari uppbyggingu á bæði íbúðarhúsnæði og stækkun á spítalanum. En það fyrsta sem ég tók eftir við lestur á tilkynningunni frá Stjórnarráðinu og við yfirferð á nefndarmeðlimum var að ekki var ein manneskja sem talaði máli landsbyggðarinnar. Ekki var einn fulltrúi frá Norð-, Austur-, Vestur- eða Suðurkjördæmum sem reiða sig mikið á þau mikilvægu ferðaþjónustu sem innanlandsflug er. Og kannski það sem stakk mig mest var að ekki var einu orði minnst á áætlanir fyrir sjúkraflug með flugvélum í tilkynningunni. Neðst á síðu Stjórnarráðs í umfjölluninni um kynninguna á þessari skýslu má finna viljayfirlýsingu sem er undirrituð af forstjóra Landsspítalans ásamt fleirum um að tryggt verði aðgengi fyrir þyrluflug í Nauthólsvík sem getur borið stærri þyrlur Björgunarsveitanna ásamt því að tekið er fram að á nýrri byggingu Landsspítalans við Hringbraut verði þyrlupallur sem getur borið hefðbundnar þyrlur. En hvað með sjúkraflugið með flugvélum? Í kafla 7.3.1 á bls. 44 í skýrslunni má finna eina kaflann um sjúkraflugið og í honum er hvergi tekið fram hver lausnin væri á sjúkrafluginu eða hvaða áætlanir væru gerðar til að tryggja öruggt aðgengi að sjúkraflugi sem væri ekki að stefna mannslífum í hættu. Aðeins er minnst á mikilvægi tímans þegar kemur að flutningum sjúklinga í bráðatilvikum. Einnig var tekið fram að flutningstími myndi lengjast um 8,5-12,5 mínútur ef flugvöllurinn yrði færður í Hvassahraun. Flugvélar eru hraðskeiðari en þyrlur og eru oft besti kosturinn við sjúkraflutninga milli stærri bæjarfélaga eins og Akureyri, Egilsstaða og Ísafjarðar, ásamt því að getan til að lenda nánast beint fyrir neðan Landssspítalann tryggir að flutningur frá flugfaratæki og að spítala sé eins stuttur og mögulega hægt er. Þessi ferðatími getur skipt sköpum í lífs og dauða tilfellum þar sem einstaklingur þarf að komast undir læknishendur sérfræðinga sem starfa einungis í Reykjavík sem fyrst. Allt frá því að borgarakosningin 17. mars 2001 átti sér stað varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur umræðan verið lituð af þörfum og vilja borgarinnar. Verðmæti landsins fyrir uppbyggingu hefur alltaf átt fyrsta sætið í öllum umræðum, næst á eftir mengun af ýmsu tagi og lestina rekur síðan hagsmunir landsbyggðarinnar. Lengi hefur ímynd borgarinnar verið höfð í hávegi yfir þörfum landsbyggðar og vegna þess að borgin hefur ætíð verið í forgangi hefur landsbyggðin veikst. Þetta litast ekki bara í innviðamálum heldur einnig í menntakerfi, heilbrigðiskerfi og stjórnarháttum. Reykjavík hefur hreinlega lengi verið ,,gullna barn ríkisins‘‘ og landsbyggðin ,,svarti sauðurinn‘‘. En afhverju ættu hagsmunir landsbyggðarinnar að vera minna virði en hagsmunir borgarinnar? Nú stefnir í kosningar og þetta er málefni sem næsta ríkisstjórn þarf að svara fyrir en einnig borgarstjórn. Spurningarnar sem standa eftir eru einfaldlega þessar: hvaða ráðstafanir ætlar næsta ríkisstjórn að gera til að tryggja öryggi landsbyggðarbúa með þessum breytingum, hversu mikið kostar heilsa og möguleg líf íbúa landsbyggðar í samanburði við uppbyggingu fyrir Reykvíkinga og hvenær fær landsbyggðin sæti við borðið þegar málið varðar alþjóð, ekki bara borgarbúa? Höfundur er nemandi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og stoltur Akureyringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Byggðamál Sjúkraflutningar Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Hvað með sjúkraflugið? Skortur á röddum landsbyggðar í mikilvægum innviðamálum. Í þarsíðustu viku fékk ríkisstjórnin í hendurnar skýrslu frá starfshópi um fýsileika flugvallar í Hvassahrauni, hálfa leið í átt að Keflavík. Tekið var fram að veðurskilyrði ættu ekki að hafa of mikil áhrif, að hætta vegna eldsumbrota væri í lágmarki og að flutningur vallarins gæti aukið nýtingu á innanlandsflugi hjá ferðamönnum. Allt er þetta mjög góðir og hagkvæmir punktar fyrir Reykjavíkurborg og vissulega mun losna upp land í Vatnsmýrinni til uppbyggingar ásamt því að hljóð- og loftmengun innan borgarmarka myndu lækka í Vesturbænum. Íbúðarmál í dag eru flókin og ekki á góðum stað m.v. verðbólgu og verðlag og væri þetta svæði kjörið fyrir frekari uppbyggingu á bæði íbúðarhúsnæði og stækkun á spítalanum. En það fyrsta sem ég tók eftir við lestur á tilkynningunni frá Stjórnarráðinu og við yfirferð á nefndarmeðlimum var að ekki var ein manneskja sem talaði máli landsbyggðarinnar. Ekki var einn fulltrúi frá Norð-, Austur-, Vestur- eða Suðurkjördæmum sem reiða sig mikið á þau mikilvægu ferðaþjónustu sem innanlandsflug er. Og kannski það sem stakk mig mest var að ekki var einu orði minnst á áætlanir fyrir sjúkraflug með flugvélum í tilkynningunni. Neðst á síðu Stjórnarráðs í umfjölluninni um kynninguna á þessari skýslu má finna viljayfirlýsingu sem er undirrituð af forstjóra Landsspítalans ásamt fleirum um að tryggt verði aðgengi fyrir þyrluflug í Nauthólsvík sem getur borið stærri þyrlur Björgunarsveitanna ásamt því að tekið er fram að á nýrri byggingu Landsspítalans við Hringbraut verði þyrlupallur sem getur borið hefðbundnar þyrlur. En hvað með sjúkraflugið með flugvélum? Í kafla 7.3.1 á bls. 44 í skýrslunni má finna eina kaflann um sjúkraflugið og í honum er hvergi tekið fram hver lausnin væri á sjúkrafluginu eða hvaða áætlanir væru gerðar til að tryggja öruggt aðgengi að sjúkraflugi sem væri ekki að stefna mannslífum í hættu. Aðeins er minnst á mikilvægi tímans þegar kemur að flutningum sjúklinga í bráðatilvikum. Einnig var tekið fram að flutningstími myndi lengjast um 8,5-12,5 mínútur ef flugvöllurinn yrði færður í Hvassahraun. Flugvélar eru hraðskeiðari en þyrlur og eru oft besti kosturinn við sjúkraflutninga milli stærri bæjarfélaga eins og Akureyri, Egilsstaða og Ísafjarðar, ásamt því að getan til að lenda nánast beint fyrir neðan Landssspítalann tryggir að flutningur frá flugfaratæki og að spítala sé eins stuttur og mögulega hægt er. Þessi ferðatími getur skipt sköpum í lífs og dauða tilfellum þar sem einstaklingur þarf að komast undir læknishendur sérfræðinga sem starfa einungis í Reykjavík sem fyrst. Allt frá því að borgarakosningin 17. mars 2001 átti sér stað varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur umræðan verið lituð af þörfum og vilja borgarinnar. Verðmæti landsins fyrir uppbyggingu hefur alltaf átt fyrsta sætið í öllum umræðum, næst á eftir mengun af ýmsu tagi og lestina rekur síðan hagsmunir landsbyggðarinnar. Lengi hefur ímynd borgarinnar verið höfð í hávegi yfir þörfum landsbyggðar og vegna þess að borgin hefur ætíð verið í forgangi hefur landsbyggðin veikst. Þetta litast ekki bara í innviðamálum heldur einnig í menntakerfi, heilbrigðiskerfi og stjórnarháttum. Reykjavík hefur hreinlega lengi verið ,,gullna barn ríkisins‘‘ og landsbyggðin ,,svarti sauðurinn‘‘. En afhverju ættu hagsmunir landsbyggðarinnar að vera minna virði en hagsmunir borgarinnar? Nú stefnir í kosningar og þetta er málefni sem næsta ríkisstjórn þarf að svara fyrir en einnig borgarstjórn. Spurningarnar sem standa eftir eru einfaldlega þessar: hvaða ráðstafanir ætlar næsta ríkisstjórn að gera til að tryggja öryggi landsbyggðarbúa með þessum breytingum, hversu mikið kostar heilsa og möguleg líf íbúa landsbyggðar í samanburði við uppbyggingu fyrir Reykvíkinga og hvenær fær landsbyggðin sæti við borðið þegar málið varðar alþjóð, ekki bara borgarbúa? Höfundur er nemandi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og stoltur Akureyringur.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun