Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2024 13:56 Starship-eldflaugarþrepið á skotpallinum eftir að vélarmurinn greip það í Boca Chica í Texas í dag. SpaceX/AP Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. Starship-eldflaugin hóf sig á loft frá sunnanverðu Texas í Bandaríkjunum í morgun. Þetta var fjórða tilraunaflug SpaceX með þessa stærstu eldflaug heims en fyrstu tvær tilraunirnar enduðu með sprengingu sem grandaði eldflauginni. Þriðja flugið í júní gekk betur. Eitt af markmiðum tilraunaflugsins í dag var að reyna að grípa fyrsta þrep eldflaugarinnar með vélarmi á skotpallinum í Boca Chica í Texas. SpaceX hefur á undanförnum árum þróað tækni til þess að fljúga eldflaugarþrepum aftur til jarðar í heilu lagi sem hefðu annars verið einnota. Þeim þrepum hefur verið lent á prömmum út á hafi eða á pöllum langt frá skotstaðnum fram að þessu. Eftir um sjö mínútna ferð upp og niður gufuhvolfið greip vélarmurinn eldflaugarþrepið við mikinn fögnuð starfsmanna fyrirtækisins. Mechazilla has caught the Super Heavy booster! pic.twitter.com/6R5YatSVJX— SpaceX (@SpaceX) October 13, 2024 „Góðir hálsar, þessi dagur fer í sögubækur verkfræðinnar,“ sagði Kate Tice, einn starfsmanna SpaceX sem lýsti útsendingu frá tilrauninni. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur pantað tvær Starship-eldflaugar frá SpaceX til þess að koma mönnum til tunglsins síðar á þessum áratug. SpaceX Geimurinn Tækni Bandaríkin Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Fleiri fréttir Albanese boðar til þingkosninga 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Sjá meira
Starship-eldflaugin hóf sig á loft frá sunnanverðu Texas í Bandaríkjunum í morgun. Þetta var fjórða tilraunaflug SpaceX með þessa stærstu eldflaug heims en fyrstu tvær tilraunirnar enduðu með sprengingu sem grandaði eldflauginni. Þriðja flugið í júní gekk betur. Eitt af markmiðum tilraunaflugsins í dag var að reyna að grípa fyrsta þrep eldflaugarinnar með vélarmi á skotpallinum í Boca Chica í Texas. SpaceX hefur á undanförnum árum þróað tækni til þess að fljúga eldflaugarþrepum aftur til jarðar í heilu lagi sem hefðu annars verið einnota. Þeim þrepum hefur verið lent á prömmum út á hafi eða á pöllum langt frá skotstaðnum fram að þessu. Eftir um sjö mínútna ferð upp og niður gufuhvolfið greip vélarmurinn eldflaugarþrepið við mikinn fögnuð starfsmanna fyrirtækisins. Mechazilla has caught the Super Heavy booster! pic.twitter.com/6R5YatSVJX— SpaceX (@SpaceX) October 13, 2024 „Góðir hálsar, þessi dagur fer í sögubækur verkfræðinnar,“ sagði Kate Tice, einn starfsmanna SpaceX sem lýsti útsendingu frá tilrauninni. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur pantað tvær Starship-eldflaugar frá SpaceX til þess að koma mönnum til tunglsins síðar á þessum áratug.
SpaceX Geimurinn Tækni Bandaríkin Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Fleiri fréttir Albanese boðar til þingkosninga 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Sjá meira