Áfram engar loðnuveiðar Árni Sæberg skrifar 12. október 2024 09:09 Loðna um borð í Beiti NK. Vísir/Sigurjón Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. Í tilkynningu þess efnis á vef Hafrannsóknastofnunar segir að þessi ráðgjöf sé samhljóma fyrirliggjandi upphafsráðgjöf, sem hafi byggt á mælingum á ungloðnu haustið 2023. Ráðgjöfin verði endurmetin þegar niðurstöður bergmálsmælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í byrjun árs 2025. Þrjú skip Ráðgjöfin byggi á niðurstöðum bergmálsmælinga á loðnustofninum á rannsóknarskipunum Árna Friðrikssyni og Tarajoq og veiðiskipinu Polar Ammassak á tímabilinu 21. ágúst til 1. október. Leiðangurslínur r/s Tarajoq (bláar), f/s Polar Ammassak (rauðar) og r/s Árna Friðrikssonar (grænar) í ágúst - september 2024 ásamt dreifingu loðnu samkvæmt bergmálsgildum.Hafrannsóknastofnun Leiðangurinn sé talinn hafa náð yfir útbreiðslusvæði stofnsins. Loðnan hafi verið nokkuð jafndreifð á svæðinu og mælingin hennar hafi haft fremur lágan breytistuðul. Heildarmagn loðnu hafi mælst tæp 610 þúsund tonn og þar af hafi stærð veiðistofns verið metin 307 þúsund tonn. Þegar tekið hafi verið tillit til metins afráns fram að hrygningu í mars sé metið að hrygningarstofninn verði 193 þúsund tonn. 95 prósenta markinu ekki náð Markmið aflareglu sé að miða heildarafla við að meira en 95 prósent líkur séu á að hrygningarstofn verði yfir viðmiðunarmörkum upp á 114 þúsund tonn á hrygningartíma. Það muni ekki nást samkvæmt niðurstöðum stofnmatsins og því sé gefin ráðgjöf um engar veiðar á þessu fiskveiðiári. Magn ókynþroska í fjölda hafi verið um 57 milljarðar en samkvæmt samþykktri aflareglu þurfi yfir fimmtíu milljarða til að mælt verði með upphafsaflamarki fyrir næsta fiskveiðiár (2025/2026) en Alþjóðahafrannsóknaráðið muni gefa ráðgjöf þar að lútandi í júní á næsta ári. Gert sé ráð fyrir að farið verði til hefðbundna mælinga á loðnustofninum í janúar 2025 og ráðgjöfin endurmetin að þeim loknum. Loðnuveiðar Sjávarréttir Efnahagsmál Síldarvinnslan Brim Ísfélagið Tengdar fréttir Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48 Áfram enginn loðnukvóti Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2023/2024. 4. október 2023 21:41 Leiðinlegt með loðnuna en svona er þetta bara Væntingar um tugmilljarða loðnuvertíð eru fyrir bí. Loðnubrestur virðist staðreynd. 21. mars 2024 22:22 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Hafrannsóknastofnunar segir að þessi ráðgjöf sé samhljóma fyrirliggjandi upphafsráðgjöf, sem hafi byggt á mælingum á ungloðnu haustið 2023. Ráðgjöfin verði endurmetin þegar niðurstöður bergmálsmælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í byrjun árs 2025. Þrjú skip Ráðgjöfin byggi á niðurstöðum bergmálsmælinga á loðnustofninum á rannsóknarskipunum Árna Friðrikssyni og Tarajoq og veiðiskipinu Polar Ammassak á tímabilinu 21. ágúst til 1. október. Leiðangurslínur r/s Tarajoq (bláar), f/s Polar Ammassak (rauðar) og r/s Árna Friðrikssonar (grænar) í ágúst - september 2024 ásamt dreifingu loðnu samkvæmt bergmálsgildum.Hafrannsóknastofnun Leiðangurinn sé talinn hafa náð yfir útbreiðslusvæði stofnsins. Loðnan hafi verið nokkuð jafndreifð á svæðinu og mælingin hennar hafi haft fremur lágan breytistuðul. Heildarmagn loðnu hafi mælst tæp 610 þúsund tonn og þar af hafi stærð veiðistofns verið metin 307 þúsund tonn. Þegar tekið hafi verið tillit til metins afráns fram að hrygningu í mars sé metið að hrygningarstofninn verði 193 þúsund tonn. 95 prósenta markinu ekki náð Markmið aflareglu sé að miða heildarafla við að meira en 95 prósent líkur séu á að hrygningarstofn verði yfir viðmiðunarmörkum upp á 114 þúsund tonn á hrygningartíma. Það muni ekki nást samkvæmt niðurstöðum stofnmatsins og því sé gefin ráðgjöf um engar veiðar á þessu fiskveiðiári. Magn ókynþroska í fjölda hafi verið um 57 milljarðar en samkvæmt samþykktri aflareglu þurfi yfir fimmtíu milljarða til að mælt verði með upphafsaflamarki fyrir næsta fiskveiðiár (2025/2026) en Alþjóðahafrannsóknaráðið muni gefa ráðgjöf þar að lútandi í júní á næsta ári. Gert sé ráð fyrir að farið verði til hefðbundna mælinga á loðnustofninum í janúar 2025 og ráðgjöfin endurmetin að þeim loknum.
Loðnuveiðar Sjávarréttir Efnahagsmál Síldarvinnslan Brim Ísfélagið Tengdar fréttir Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48 Áfram enginn loðnukvóti Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2023/2024. 4. október 2023 21:41 Leiðinlegt með loðnuna en svona er þetta bara Væntingar um tugmilljarða loðnuvertíð eru fyrir bí. Loðnubrestur virðist staðreynd. 21. mars 2024 22:22 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48
Áfram enginn loðnukvóti Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2023/2024. 4. október 2023 21:41
Leiðinlegt með loðnuna en svona er þetta bara Væntingar um tugmilljarða loðnuvertíð eru fyrir bí. Loðnubrestur virðist staðreynd. 21. mars 2024 22:22