Segja fullyrðingar borgarfulltrúa um Carbfix ekki standast Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2024 14:52 Hildur Björnsdóttir (t.v.) sagði RÚV að hún teldi Carbfix ekki samræmast kjarnahlutverki Orkuveitunnar. Vísir Orkuveita Reykjavíkur gerir athugasemdir við fullyrðingar oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um kostnað við Carbfix-verkefnið og að það samræmist ekki hlutverki fyrirtækisins. Kveðið er á um í lögum að Orkuveitan starfræki kolefnisbindingarverkefni. Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, lýsti Carbfix sem „áhættuatriði fyrir skattgreiðendur“ í viðtali við Ríkisútvarpið í gærkvöldi. Vísaði Hildur til óvissu um framtíð Coda Terminal, kolefnisförgunarmiðstöðvar Carbfix í Straumsvík, eftir að ákveðið var að hún færi í íbúakosningu í Hafnarfirði. Þá vitnaði oddvitinn til þess að 68 milljarðar króna af almannafé ætti að fara í uppbyggingu Carbfix á næstu fjórum árum. Við þetta gerir Orkuveita Reykjavíkur athugasemdir í yfirlýsingu fyrir hönd Gylfa Magnússonar, stjórnarformanns hennar. Fram kemur í fjárhagsspá Orkuveitunnar fyrir árin 2024 og 2028, þaðan sem talan um að fjárfest verði í Carbfix fyrir 68 milljarða til 2028 er fengin, að afla eigi 61,2 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrir Carbfix og Ljósleiðarann, annað dótturfélag Orkuveitunnar. „Mikilvægt er að halda því til haga að þetta fjármagn mun ekki koma úr sjóðum eða efnahag Orkuveitunnar. Líkt og fram hefur komið eiga fjárfestingar Carbfix að fjármagnast að lang stærstum hluta með innkomu nýs hlutafjár og svo með lántöku Carbfix, án aðkomu eða ábyrgðar Orkuveitunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Það hafi legið fyrir frá upphafi að Orkuveitan fjármagnaði ekki verkefni af þessari stærðargráðu af eigin efnahag þrátt fyrir að líklegt væri að verulegur fjárhagslegur ávinningur yrði af Carbfix-verkefninu. Orkuveitan leggur fram uppfærða fjárhagsáætlun á næstunni. Í yfirlýsingu hennar segir að tölurnar sem komu fram í fjárhagsspánni sem var birt í fyrra verði endurskoðaðar þar. Kveðið á um kolefnisbindingu í lögum um Orkuveituna Þá lýsti Hildur þeirri skoðun sinni að Orkuveitan væri komin langt út fyrir kjarnahlutverk sitt með Carbfix. Þetta er sagt alrangt í yfirlýsingu Orkuveitunnar. Þannig kemur fram í lögum um Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku gildi árið 2014 að fyrirtækið og dótturfélög þess stundi ekki aðeins vinnslu og sölu á rafmagni og heitu vatni heldur starfsemi sem tengist kjarnastarfsemi þess, þar með talið geymslu koltvísýrings og annarra vatnsleysanlegra gastegunda í jörðu. Carbfix þróaði tækni sem er notuð til þess að dæla brennisteinsvetni og koltvísýringi úr gufu sem kemur upp í jarðvarmavirkjunum Orkuveitunnar á Hellisheiði og á Nesjavöllum í jörðu þar sem hann binst í jörð. Coda Terminal í Hafnarfirði er ætlað að nota sömu tækni til að farga fljótandi koltvísýringi frá iðnaði í Evrópu í jörðu. Töluverð andstaða hefur verið við áformin um Coda Terminal í Hafnarfirði. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, lýsti áhyggjum af því að umræða um Coda Terminal hefði farið út af sporinu og að hún hefði ekki verið fagleg í viðtali við Vísi í síðasta mánuði. Þar lýsti hann Carbfix sem einu merkasta framlagi Íslands til baráttunar gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Hið opinbera eigi ekki að sinna starfsemi Carbfix Hildur segir í skriflegum skilaboðum til Vísis að kjarnahlutverk Orkuveitunnar sé að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Stöð 2/Arnar „Staðreyndin er auðvitað sú að í sögulegu samhengi hefur Orkuveitan farið út af sporinu í starfsemi sinni, ráðist í verkefni sem þjóna ekki þörfum borgarbúa og slíkar ákvarðanir hafa alltaf dregið dilk á eftir sér,” segir hún. Orkuveitan hafi lánað Carbfix mikið fé og því fylgi áhætta. Sjálf telji hún ekki að starfsemi Carbfix eigi að vera í höndum hins opinbera. Fjárfestar þurfi að taka við henni og fleiri verkefnum í rekstri samstæðu Orkuveitunnar. „Það er mín grundvallarafstaða að fyrirtæki í opinberri eigu eigi hvorki að vera í samkeppnisrekstri, né heldur áhættufrekum fjárfestingum á reikning skattgreiðenda. Það er ljóst að Orkuveitusamstæðan hefur blásið út á undanförnum árum og það er tímabært að stíga á bremsuna og finna aftur kjarnann í starfseminni. Sem er í grunninn sá að sjá borgarbúum fyrir heitu vatni og orku. Punktur,” segir borgarfulltrúinn. Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Hildar. Orkumál Loftslagsmál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu. 7. september 2024 09:02 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, lýsti Carbfix sem „áhættuatriði fyrir skattgreiðendur“ í viðtali við Ríkisútvarpið í gærkvöldi. Vísaði Hildur til óvissu um framtíð Coda Terminal, kolefnisförgunarmiðstöðvar Carbfix í Straumsvík, eftir að ákveðið var að hún færi í íbúakosningu í Hafnarfirði. Þá vitnaði oddvitinn til þess að 68 milljarðar króna af almannafé ætti að fara í uppbyggingu Carbfix á næstu fjórum árum. Við þetta gerir Orkuveita Reykjavíkur athugasemdir í yfirlýsingu fyrir hönd Gylfa Magnússonar, stjórnarformanns hennar. Fram kemur í fjárhagsspá Orkuveitunnar fyrir árin 2024 og 2028, þaðan sem talan um að fjárfest verði í Carbfix fyrir 68 milljarða til 2028 er fengin, að afla eigi 61,2 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrir Carbfix og Ljósleiðarann, annað dótturfélag Orkuveitunnar. „Mikilvægt er að halda því til haga að þetta fjármagn mun ekki koma úr sjóðum eða efnahag Orkuveitunnar. Líkt og fram hefur komið eiga fjárfestingar Carbfix að fjármagnast að lang stærstum hluta með innkomu nýs hlutafjár og svo með lántöku Carbfix, án aðkomu eða ábyrgðar Orkuveitunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Það hafi legið fyrir frá upphafi að Orkuveitan fjármagnaði ekki verkefni af þessari stærðargráðu af eigin efnahag þrátt fyrir að líklegt væri að verulegur fjárhagslegur ávinningur yrði af Carbfix-verkefninu. Orkuveitan leggur fram uppfærða fjárhagsáætlun á næstunni. Í yfirlýsingu hennar segir að tölurnar sem komu fram í fjárhagsspánni sem var birt í fyrra verði endurskoðaðar þar. Kveðið á um kolefnisbindingu í lögum um Orkuveituna Þá lýsti Hildur þeirri skoðun sinni að Orkuveitan væri komin langt út fyrir kjarnahlutverk sitt með Carbfix. Þetta er sagt alrangt í yfirlýsingu Orkuveitunnar. Þannig kemur fram í lögum um Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku gildi árið 2014 að fyrirtækið og dótturfélög þess stundi ekki aðeins vinnslu og sölu á rafmagni og heitu vatni heldur starfsemi sem tengist kjarnastarfsemi þess, þar með talið geymslu koltvísýrings og annarra vatnsleysanlegra gastegunda í jörðu. Carbfix þróaði tækni sem er notuð til þess að dæla brennisteinsvetni og koltvísýringi úr gufu sem kemur upp í jarðvarmavirkjunum Orkuveitunnar á Hellisheiði og á Nesjavöllum í jörðu þar sem hann binst í jörð. Coda Terminal í Hafnarfirði er ætlað að nota sömu tækni til að farga fljótandi koltvísýringi frá iðnaði í Evrópu í jörðu. Töluverð andstaða hefur verið við áformin um Coda Terminal í Hafnarfirði. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, lýsti áhyggjum af því að umræða um Coda Terminal hefði farið út af sporinu og að hún hefði ekki verið fagleg í viðtali við Vísi í síðasta mánuði. Þar lýsti hann Carbfix sem einu merkasta framlagi Íslands til baráttunar gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Hið opinbera eigi ekki að sinna starfsemi Carbfix Hildur segir í skriflegum skilaboðum til Vísis að kjarnahlutverk Orkuveitunnar sé að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Stöð 2/Arnar „Staðreyndin er auðvitað sú að í sögulegu samhengi hefur Orkuveitan farið út af sporinu í starfsemi sinni, ráðist í verkefni sem þjóna ekki þörfum borgarbúa og slíkar ákvarðanir hafa alltaf dregið dilk á eftir sér,” segir hún. Orkuveitan hafi lánað Carbfix mikið fé og því fylgi áhætta. Sjálf telji hún ekki að starfsemi Carbfix eigi að vera í höndum hins opinbera. Fjárfestar þurfi að taka við henni og fleiri verkefnum í rekstri samstæðu Orkuveitunnar. „Það er mín grundvallarafstaða að fyrirtæki í opinberri eigu eigi hvorki að vera í samkeppnisrekstri, né heldur áhættufrekum fjárfestingum á reikning skattgreiðenda. Það er ljóst að Orkuveitusamstæðan hefur blásið út á undanförnum árum og það er tímabært að stíga á bremsuna og finna aftur kjarnann í starfseminni. Sem er í grunninn sá að sjá borgarbúum fyrir heitu vatni og orku. Punktur,” segir borgarfulltrúinn. Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Hildar.
Orkumál Loftslagsmál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu. 7. september 2024 09:02 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu. 7. september 2024 09:02