Eftirlifendur kjarnorkusprengjanna hlutu friðarverðlaun Nóbels Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2024 09:05 Eftirlifendur kjarnorkusprengnanna halda uppi borða með hvatningu um afkjarnavopnun við sendiráð Bandaríkjanna í Tókýó þegar Barack Obama var þar í heimsókn árið 2009. Vísir/EPA Japönsku samtökin Nihon Hidankyo sem voru stofnuð af eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur. Í rökstuðningi norsku Nóbelsnefndarinnar sem veitir friðarverðlaunin segir að hún hafi viljað heiðra alla eftirlifendur kjarnorkuárása Bandaríkjamanna á Japan árið 1945 sem þrátt fyrir þjáningar sínar og sárar minningar hafi valið að nýta reynslu sína til þess að veita heimsbyggðinni von og stuðla að friði. Störf eftirlifendanna, sem eru þekktir sem Hibakusha í heimalandi sínu, hafi átt þátt í að skapa almenna andstöðu gegn kjarnavopnum í heiminum, meðal annars með persónulegum sögum þeirra, fræðsluherferðum sem byggja á reynslu þeirra og yfirlýsingum gegn frekari dreifingu og notkun kjarnavopna. Með störfum sínum hafi japönsku samtökin átt þátt í að viðhalda bannhelgi yfir notkun kjarnavopna allar götu síðan. Áttatíu ár séu nú liðin frá því að kjarnavopn voru síðast notuð í stríði. Bronsstytta af leifum þríhjóls þriggja ára drengs sem lést þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á Hiroshima 6. ágúst árið 1945. Drengurinn, Shinichi Tetsutani fannst illa brenndur og særður nærri þríhjólinu og lést síðar sama dag. Ljósmyndirnar sýna drenginn og leifar þríhjólsins sem er enn varðveitt á Friðarsafninu í Hiroshima.Vísir/EPA Á sama tíma sagði nefndin það áhyggjuefni að byrjað sé að kvarnast úr þessari bannhelgi. Kjarnorkuveldin séu að uppfæra vopnabúr sín, ný lönd virðist reyna að komast yfir kjarnavopn og hótanir fljúga um notkun þeirra í stríðum sem geisa í heiminum í dag. Talsmaður Nóbelsnefndarinnar svaraði ekki beint spurningum um hvers vegna nefindin hefði ákveðið að veita verðlaunin fyrir baráttu gegn kjarnavopnum að þessu sinni. Rússar hafa þó meðal annars ítrekað gefið í skyn að þeir gætu notað kjarnavopn í Úkraínu. Þeir hafa notað þær hótanir til þess að fæla vestræna bandamenn Úkraínumanna frá því að aðstoða þá frekar. Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Svíþjóð Japan Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Í rökstuðningi norsku Nóbelsnefndarinnar sem veitir friðarverðlaunin segir að hún hafi viljað heiðra alla eftirlifendur kjarnorkuárása Bandaríkjamanna á Japan árið 1945 sem þrátt fyrir þjáningar sínar og sárar minningar hafi valið að nýta reynslu sína til þess að veita heimsbyggðinni von og stuðla að friði. Störf eftirlifendanna, sem eru þekktir sem Hibakusha í heimalandi sínu, hafi átt þátt í að skapa almenna andstöðu gegn kjarnavopnum í heiminum, meðal annars með persónulegum sögum þeirra, fræðsluherferðum sem byggja á reynslu þeirra og yfirlýsingum gegn frekari dreifingu og notkun kjarnavopna. Með störfum sínum hafi japönsku samtökin átt þátt í að viðhalda bannhelgi yfir notkun kjarnavopna allar götu síðan. Áttatíu ár séu nú liðin frá því að kjarnavopn voru síðast notuð í stríði. Bronsstytta af leifum þríhjóls þriggja ára drengs sem lést þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á Hiroshima 6. ágúst árið 1945. Drengurinn, Shinichi Tetsutani fannst illa brenndur og særður nærri þríhjólinu og lést síðar sama dag. Ljósmyndirnar sýna drenginn og leifar þríhjólsins sem er enn varðveitt á Friðarsafninu í Hiroshima.Vísir/EPA Á sama tíma sagði nefndin það áhyggjuefni að byrjað sé að kvarnast úr þessari bannhelgi. Kjarnorkuveldin séu að uppfæra vopnabúr sín, ný lönd virðist reyna að komast yfir kjarnavopn og hótanir fljúga um notkun þeirra í stríðum sem geisa í heiminum í dag. Talsmaður Nóbelsnefndarinnar svaraði ekki beint spurningum um hvers vegna nefindin hefði ákveðið að veita verðlaunin fyrir baráttu gegn kjarnavopnum að þessu sinni. Rússar hafa þó meðal annars ítrekað gefið í skyn að þeir gætu notað kjarnavopn í Úkraínu. Þeir hafa notað þær hótanir til þess að fæla vestræna bandamenn Úkraínumanna frá því að aðstoða þá frekar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nóbelsverðlaun Svíþjóð Japan Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira