Banvænustu árásirnar í miðborg Beirút hingað til Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2024 23:09 Frá annarri loftárásinni í Beirút í kvöld. AP/Bilal Hussein Ísraelski herinn gerði í kvöld tvær banvænar loftárásir á Beirút, höfuðborg Líbanon. Heilbrigðisráðuneyti landsins segir 22 liggja í valnum og að minnsta kosti 117 hafa særst í árásunum en það gerir árásirnar þær banvænustu í miðborg Beirút hingað til í átökum undanfarins árs. Banvænni árásir hafa verið gerðar í úthverfum borgarinnar og þá sérstaklega suður af borginni, þar sem ítök Hezbollah eru mikil, en þessar árásir voru gerðar í þéttbýlu hverfi í hjarta Beirút. Í frétt New York Times segir að eitt hús hafi verið lagt í rúst. Ein árásin var gerð á íbúð í átta hæða fjölbýlishúsi og hin jafnaði fjögurra hæða hús við jörðu. Að minnsta kosti önnur þessara árása eru sögð hafa beinst að háttsettum leiðtoga innan Hezbollah hryðjuverkasamtakanna. Sá heitir Wafiq Safa og er sagður hafa sloppið, samkvæmt heimildum Reuters. Safa er sagður starfa sem tengiliðill Hezbollah við opinberar öryggisstofnanir í Líbanon. Hann er talinn einn af fáum æðstu leiðtogum samtakanna sem Ísraelar hafa ekki ráðið af dögum en þeir sem lifa enn eru sagðir vinna hörðum höndum að því að endurskipuleggja þau. Skutu á friðargæsluliða Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í dag að tveir friðargæsluliðar hefðu særst þegar áhöfn ísraelsks skriðdreka skaut á varðturn nærri höfuðstöðvum friðargæsluliðanna í Ras al-Naqoura. Skotið hæfði turninn svo friðargæsluliðarnir féllu úr honum. Rúmlega tíu þúsund friðargæsluliðar eru í Líbanon og Sameinuðu þjóðirnar segja þá í sífellt meiri hættu. Talsmenn Hvíta hússins hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að skotið hafi verið að friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna. Talsmenn ísraelska hersins hafa hins vegar lítið sagt annað en að gefa út yfirlýsingu um að hermenn hafi tekið þátt í aðgerðum á svæðinu og friðargæsluliðum hafi verið sagt að halda sig á öruggum svæðum. Ýjað er að því í yfirlýsingunni að vígamenn Hezbollah skýli sér bakvið friðargæsluliðana. Reuters hefur eftir talskonu friðargæsluliðanna að þeir ætli ekki að flytja sig um set, þó Ísraelar hafi sagt þeim að gera það. Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Íran Tengdar fréttir Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gegnum síma í dag um fyrirhugaðar árásir Ísrael á Íran. 9. október 2024 06:37 Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku. 8. október 2024 17:58 Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Banvænni árásir hafa verið gerðar í úthverfum borgarinnar og þá sérstaklega suður af borginni, þar sem ítök Hezbollah eru mikil, en þessar árásir voru gerðar í þéttbýlu hverfi í hjarta Beirút. Í frétt New York Times segir að eitt hús hafi verið lagt í rúst. Ein árásin var gerð á íbúð í átta hæða fjölbýlishúsi og hin jafnaði fjögurra hæða hús við jörðu. Að minnsta kosti önnur þessara árása eru sögð hafa beinst að háttsettum leiðtoga innan Hezbollah hryðjuverkasamtakanna. Sá heitir Wafiq Safa og er sagður hafa sloppið, samkvæmt heimildum Reuters. Safa er sagður starfa sem tengiliðill Hezbollah við opinberar öryggisstofnanir í Líbanon. Hann er talinn einn af fáum æðstu leiðtogum samtakanna sem Ísraelar hafa ekki ráðið af dögum en þeir sem lifa enn eru sagðir vinna hörðum höndum að því að endurskipuleggja þau. Skutu á friðargæsluliða Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í dag að tveir friðargæsluliðar hefðu særst þegar áhöfn ísraelsks skriðdreka skaut á varðturn nærri höfuðstöðvum friðargæsluliðanna í Ras al-Naqoura. Skotið hæfði turninn svo friðargæsluliðarnir féllu úr honum. Rúmlega tíu þúsund friðargæsluliðar eru í Líbanon og Sameinuðu þjóðirnar segja þá í sífellt meiri hættu. Talsmenn Hvíta hússins hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að skotið hafi verið að friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna. Talsmenn ísraelska hersins hafa hins vegar lítið sagt annað en að gefa út yfirlýsingu um að hermenn hafi tekið þátt í aðgerðum á svæðinu og friðargæsluliðum hafi verið sagt að halda sig á öruggum svæðum. Ýjað er að því í yfirlýsingunni að vígamenn Hezbollah skýli sér bakvið friðargæsluliðana. Reuters hefur eftir talskonu friðargæsluliðanna að þeir ætli ekki að flytja sig um set, þó Ísraelar hafi sagt þeim að gera það.
Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Íran Tengdar fréttir Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gegnum síma í dag um fyrirhugaðar árásir Ísrael á Íran. 9. október 2024 06:37 Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku. 8. október 2024 17:58 Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gegnum síma í dag um fyrirhugaðar árásir Ísrael á Íran. 9. október 2024 06:37
Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku. 8. október 2024 17:58
Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40