Engin afsökun lengur fyrir því að mæta ekki í brjóstaskimun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. október 2024 21:02 Hópur fagnaði ákvörðun Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að lækka komugjald í brjóstaskimun í Brjóstamiðstöð í dag. Nú hafi engin afsökun fyrir að mæta ekki. Vísir/Einar Stórefla á þátttöku kvenna í brjóstaskimun með því að lækka komugjaldið í fimm hundruð krónur. Þátttaka hefur dregist verulega saman á síðustu árum og yfirlæknir Brjóstamiðstöðvar vonar að fleiri mæti nú í skimun. Þrátt fyrir að næstum allar konur fái boð um brjóstaskimun hér á landi er aðeins helmingur þeirra sem þiggur það, hlutfallið hefur lækkað um tíu prósent síðustu ár. Vill að stórefla þátttökuna Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill stórefla þátttöku kvenna með því að lækka komugjald úr sex þúsund krónum í fimm hundruð kall. „Æskilegt er að hlutfall kvenna sem mæti sé um 75 prósent og nú á gjaldið alla vega ekki að vera hindrun,“ segir Willum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra Mikilvægt að greina meinið snemma Svanheiður Lóa Rafnsdóttir yfirlæknir á Brjóstamiðstöð segir að um tvö hundruð konur greinist á ári með brjóstakrabbamein. Þá látist um 50 árlega úr sjúkdómnum. „Það er gríðarlega mikilvægt að greina meinið sem fyrst því þá aukast batahorfur verulega. Við greinum vikulega 4-5 konur en nýgengi brjóstakrabbameins fer hækkandi,“ segir hún. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir yfirlæknir á Brjóstamiðstöð.Vísir/Einar Svanheiður býst við að margar konur taki nú við sér en mæting yngri kvenna og kvenna af erlendum uppruna hefur verið dræmari en annarra. „Við gerum allt sem við getum til að taka á móti auknum fjölda kvenna,“ segir hún. Ótrúlega mikilvægt Alma Möllur landlæknir hvetur konur til að svara kallinu. „Ég vil hvetja allar konur til að mæta í brjóstaskimun, það er ótrúlega mikilvægt,“ segir Alma. Alma Möller landlæknir.Vísir/Einar Fréttamaður kannaði hversu lengi það tekur að fara í sjálfa skimunina og það tók ekki nema fimm mínútur. Fjárskortur eða tímaleysi ættu því ekki að vera nein afsökun fyrir því að mæta ekki í skimun. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Sjá meira
Þrátt fyrir að næstum allar konur fái boð um brjóstaskimun hér á landi er aðeins helmingur þeirra sem þiggur það, hlutfallið hefur lækkað um tíu prósent síðustu ár. Vill að stórefla þátttökuna Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill stórefla þátttöku kvenna með því að lækka komugjald úr sex þúsund krónum í fimm hundruð kall. „Æskilegt er að hlutfall kvenna sem mæti sé um 75 prósent og nú á gjaldið alla vega ekki að vera hindrun,“ segir Willum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra Mikilvægt að greina meinið snemma Svanheiður Lóa Rafnsdóttir yfirlæknir á Brjóstamiðstöð segir að um tvö hundruð konur greinist á ári með brjóstakrabbamein. Þá látist um 50 árlega úr sjúkdómnum. „Það er gríðarlega mikilvægt að greina meinið sem fyrst því þá aukast batahorfur verulega. Við greinum vikulega 4-5 konur en nýgengi brjóstakrabbameins fer hækkandi,“ segir hún. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir yfirlæknir á Brjóstamiðstöð.Vísir/Einar Svanheiður býst við að margar konur taki nú við sér en mæting yngri kvenna og kvenna af erlendum uppruna hefur verið dræmari en annarra. „Við gerum allt sem við getum til að taka á móti auknum fjölda kvenna,“ segir hún. Ótrúlega mikilvægt Alma Möllur landlæknir hvetur konur til að svara kallinu. „Ég vil hvetja allar konur til að mæta í brjóstaskimun, það er ótrúlega mikilvægt,“ segir Alma. Alma Möller landlæknir.Vísir/Einar Fréttamaður kannaði hversu lengi það tekur að fara í sjálfa skimunina og það tók ekki nema fimm mínútur. Fjárskortur eða tímaleysi ættu því ekki að vera nein afsökun fyrir því að mæta ekki í skimun.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Sjá meira