Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. október 2024 12:07 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór yfir atburðarrásina í aðdraganda fyrirhugaðs brottflutnings Yasans Tamini og fjölskyldu á Alþingi í morgun. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. Greint var frá þeim samskiptum sem fóru á milli ráðherra og ríkislögreglustjóra í aðdraganda fyrirhugaðrar brottvísunar hins tólf ára Yasans Tamini í Speglinum í gær. Þar kom fram að lögreglumenn hafi sótt Yasan í Rjóðrið á barnaspítalanum rétt fyrir klukkan ellefu að kvöldi til. Um klukkan tvö hafi móðir hans fengið að hringja í lögmann sinn og þá fóru hjólin að snúast. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, staðfestir við Spegilinn að hún hafi um klukkan sex um morguninn fengið símtal frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félgsmálaráðherra, þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af brottvísuninni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri virðist í kjölfarið reyna að ná í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, þar sem upplýst er að um klukkan sjö hafi Guðrún hringt til baka í ríkislögreglustjóra eftir að hafa misst af fleiri en einu símtali. Þar hafi Sigríður Björk lagt áherslu á einungis nokkrar mínútur væru til stefnu ætti að fresta brottflutningi. Tuttugu mínútum síðar hafi dómsmálaráðherra stöðvað flutninginn að beiðni forsætisráðherra til þess að ræða mætti málið innan ríkisstjórnarinnar. Eftirfarandi skilaboð sendi dómsmálaráðherra til ríkislögreglustjóra klukkan 7:38. „Sæl. Í kjölfar samtals okkar rétt í þessu stöðva ég flutning að beiðni forsætisráðherra. Vinsamlegast staðfestu móttöku.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hringdi í ríkislögreglustjóra og lýsti yfir áhyggjum af brottflutningi Yasans.Vísir/ARnar Þjarmað var að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra vegna málsins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Bjarni sagðist ekki telja að félagsmálaráðhera hafi talið sig hafa boðvald yfir ríkislögreglustjóra. Ráðherra hafi viljað gæta að réttindum fólks í viðkvæmri stöðu við þessar aðstæður. „Mér finnst það hins vegar, ég verð að segja það í allan stað mjög óeðlilegt að ráðherrann hringi beint í undirmann annars ráðherra. Hérna þarf maður þó að horfa til þess að dómsmálaráðherra var væntanlega enn steinsofandi á þessum tímapunkti, enda mjög árla morguns,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra þurfi hins vegar að svara betur fyrir málið. Dómsmálaráðherra hafi á endanum tekið ákvörðunina, þrátt fyrir að orðalagið í textaskilaboðum gæti gefið til kynna að Bjarni hafi gert það. „Ég kann ekki að segja frá því nákvæmlega hvers vegna þetta er orðað svona í samskiptunum. Ég hef engar athugasemdir við það hins vegar. Það er alveg hárrétt að í samskiptum mínum við dómsmálaráðherra vildi ég að það væri hundrað prósent skýrt að við værum ekki að hafa afskipti af niðurstöðu í máli. Ákvörðun um brottvísun stendur. Það var meginatriðið.“ Ríkisstjórnin hafi strax á mánudeginum fundað um málið. „Við getum sagt að það hafi farið fram fundur tíu klukkustundum síðar í stjórnarráðinu, óformlegur fundur, þar sem var hægt að fara ýmsar hliðar og undirbúa það að málið kæmi til frekari umræðu í ríkisstjórn á þriðjudeginum.“ Líkt og fram hefur komið hafa Yasan og fjölskylda hans nú fengið alþjóðlega vernd á Íslandi. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Greint var frá þeim samskiptum sem fóru á milli ráðherra og ríkislögreglustjóra í aðdraganda fyrirhugaðrar brottvísunar hins tólf ára Yasans Tamini í Speglinum í gær. Þar kom fram að lögreglumenn hafi sótt Yasan í Rjóðrið á barnaspítalanum rétt fyrir klukkan ellefu að kvöldi til. Um klukkan tvö hafi móðir hans fengið að hringja í lögmann sinn og þá fóru hjólin að snúast. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, staðfestir við Spegilinn að hún hafi um klukkan sex um morguninn fengið símtal frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félgsmálaráðherra, þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af brottvísuninni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri virðist í kjölfarið reyna að ná í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, þar sem upplýst er að um klukkan sjö hafi Guðrún hringt til baka í ríkislögreglustjóra eftir að hafa misst af fleiri en einu símtali. Þar hafi Sigríður Björk lagt áherslu á einungis nokkrar mínútur væru til stefnu ætti að fresta brottflutningi. Tuttugu mínútum síðar hafi dómsmálaráðherra stöðvað flutninginn að beiðni forsætisráðherra til þess að ræða mætti málið innan ríkisstjórnarinnar. Eftirfarandi skilaboð sendi dómsmálaráðherra til ríkislögreglustjóra klukkan 7:38. „Sæl. Í kjölfar samtals okkar rétt í þessu stöðva ég flutning að beiðni forsætisráðherra. Vinsamlegast staðfestu móttöku.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hringdi í ríkislögreglustjóra og lýsti yfir áhyggjum af brottflutningi Yasans.Vísir/ARnar Þjarmað var að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra vegna málsins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Bjarni sagðist ekki telja að félagsmálaráðhera hafi talið sig hafa boðvald yfir ríkislögreglustjóra. Ráðherra hafi viljað gæta að réttindum fólks í viðkvæmri stöðu við þessar aðstæður. „Mér finnst það hins vegar, ég verð að segja það í allan stað mjög óeðlilegt að ráðherrann hringi beint í undirmann annars ráðherra. Hérna þarf maður þó að horfa til þess að dómsmálaráðherra var væntanlega enn steinsofandi á þessum tímapunkti, enda mjög árla morguns,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra þurfi hins vegar að svara betur fyrir málið. Dómsmálaráðherra hafi á endanum tekið ákvörðunina, þrátt fyrir að orðalagið í textaskilaboðum gæti gefið til kynna að Bjarni hafi gert það. „Ég kann ekki að segja frá því nákvæmlega hvers vegna þetta er orðað svona í samskiptunum. Ég hef engar athugasemdir við það hins vegar. Það er alveg hárrétt að í samskiptum mínum við dómsmálaráðherra vildi ég að það væri hundrað prósent skýrt að við værum ekki að hafa afskipti af niðurstöðu í máli. Ákvörðun um brottvísun stendur. Það var meginatriðið.“ Ríkisstjórnin hafi strax á mánudeginum fundað um málið. „Við getum sagt að það hafi farið fram fundur tíu klukkustundum síðar í stjórnarráðinu, óformlegur fundur, þar sem var hægt að fara ýmsar hliðar og undirbúa það að málið kæmi til frekari umræðu í ríkisstjórn á þriðjudeginum.“ Líkt og fram hefur komið hafa Yasan og fjölskylda hans nú fengið alþjóðlega vernd á Íslandi.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira