Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ skellur á Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2024 23:30 Talið er að gífurleg úrkoma fylgi Milton. AP/Marta Lavandier Fellibylurinn Milton hefur náð landi í Flórída í Bandaríkjunum. Fjölmargir hvirfilbylir hafa skollið á Flórída í dag, í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. Alls voru 133 hvirfilbyljaviðvaranir gefnar út í dag og hafa þær aldrei verið fleiri á einum degi í Flórída. Einn hvirfilbyljanna rústaði bílageymslu fógetans í St. Lucie. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að útlit væri fyrir að Milton yrði „óveður aldarinnar“. Norðurhluti auga Miltons náði landi á tólfta tímanum á miðvikudagskvöld og um það leyti sagði Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, að of seint væri fyrir fólk að reyna að flýja. Yfirvöld í Flórída höfðu sagt íbúum fimmtán sýslna að flýja heimili sín en þar er um að ræða um 7,2 milljónir manna. Kraftur Miltons hefur sveiflast til og frá á undanförnum dögum en þrátt fyrir það er búist við því að honum muni fylgja gífurlega öflugar vindhviður og hækkandi sjávarstaða. Sérfræðingar segja að þó fellibylurinn hafi misst kraft áður en auga hans náði landi muni það ekki breyta stöðuni mikið. Flóðin verið enn mikil og vindhraði gífurlegur. Sjá einnig: Milton safnar aftur krafti Þá er einnig búist við því að úrkoman frá Milton muni mælast allt að 46 sentímetrar. Margar vefmyndavélar má finna í Flórída og hafa fjölmiðlar vestanhafs einnig sett upp eigin myndavélar. Hér að neðan má sjá nokkrar slíkar sem áhugasamir geta fylgst með í kvöld og í nótt. Fréttin hefur verið uppfærð. Tweets by NHC_Atlantic Bandaríkin Fellibylurinn Milton Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Alls voru 133 hvirfilbyljaviðvaranir gefnar út í dag og hafa þær aldrei verið fleiri á einum degi í Flórída. Einn hvirfilbyljanna rústaði bílageymslu fógetans í St. Lucie. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að útlit væri fyrir að Milton yrði „óveður aldarinnar“. Norðurhluti auga Miltons náði landi á tólfta tímanum á miðvikudagskvöld og um það leyti sagði Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, að of seint væri fyrir fólk að reyna að flýja. Yfirvöld í Flórída höfðu sagt íbúum fimmtán sýslna að flýja heimili sín en þar er um að ræða um 7,2 milljónir manna. Kraftur Miltons hefur sveiflast til og frá á undanförnum dögum en þrátt fyrir það er búist við því að honum muni fylgja gífurlega öflugar vindhviður og hækkandi sjávarstaða. Sérfræðingar segja að þó fellibylurinn hafi misst kraft áður en auga hans náði landi muni það ekki breyta stöðuni mikið. Flóðin verið enn mikil og vindhraði gífurlegur. Sjá einnig: Milton safnar aftur krafti Þá er einnig búist við því að úrkoman frá Milton muni mælast allt að 46 sentímetrar. Margar vefmyndavélar má finna í Flórída og hafa fjölmiðlar vestanhafs einnig sett upp eigin myndavélar. Hér að neðan má sjá nokkrar slíkar sem áhugasamir geta fylgst með í kvöld og í nótt. Fréttin hefur verið uppfærð. Tweets by NHC_Atlantic
Bandaríkin Fellibylurinn Milton Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira