„Við sjáum afleiðingar þess að vinna ekki fyrir ofan fossinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2024 12:32 Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Vísir Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðiskerfið hafa verið fjársvelt í áratugi á sama tíma og líðan þjóðar fari versnandi. Samtökin hafa sent stjórnvöldum enn eina umsögnina þess efnis. Það þurfi stórefla forvarnir og hætta að tala bara um einstaka átak sem fjari svo út eftir nokkra daga. Mikil umræða hefur komið fram um vanda í geðheilbrigðiskerfinu undanfarið. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í Grafarvogi benti í færslu á Facebook í gær að samfélagið horfi æ oftar á að fólk fái ekki þá aðstoð sem það þurfi þaðan. Geðsjúkdómar dragi fólk til dauða eins og krabbamein og hjartasjúkdómar. Færslan var í tilefni þess að á mánudaginn jarðsöng hún Kolfinnu Eldey Sigurðardóttur sem var tíu ára þegar hún lést. Faðir hennar situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið henni að bana. Arna benti á ef við viljum koma í veg fyrir fleiri voðaverk, þar sem saklaus börn láti lífið, þá þurfi samfélagið að spýta í lófana og þrýsta á stjórnvöld um að efla verulega alla geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi nú að bregðast við Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðiskerfið hafi verið fjársvelt í áratugi á sama tíma og líðan sérstaklega hjá börnum og ungmennum sé að versna. Nú í október hafi samtökin sent fjárlaganefnd enn eina umsögnina þar sem þau benda á að geðheilbrigðismál hér á landi séu ekki tekin nægjanlega alvarlega þrátt vísbendingar um alvarlega stöðu í samfélaginu. Við erum ekkert að bregðast við þessu, þessum alvarlegu ábendingum frá svo mörgum stöðum. Þetta er það sem við eigum að setja fyrst á dagskrá því þarna er innviðaskuldin stærst. Við að geðdeild Landspítalans er í gömlum húsum, þar er hvert rúm skipað, það er mikil starfsmannavelta. Það er lítil fagmenntun, hugmyndafræði er gamaldags. Þetta er geðheilbrigðiskerfið á Íslandi. Því miður. Það er hins vegar ekki bara það að við séum búin að svelta geðheilbrigðiskerfið. Það er svo margt í samfélaginu sem við verðum að endurskoða,“ segir hann. Fólk með geðrænan vanda beiti ekki meira ofbeldi en aðrir Grímur segir hins vegar varasamt að benda á að fólk sem glímir við geðrænan vanda beiti meira ofbeldi en aðrir. „Fólk með geðrænar áskoranir er ekki fólkið sem beitir annað fólk ofbeldi í meira mæli en aðrir hins. Það er bara jafnt yfir vegar er fólk með geðrænar áskoranir tíu sinnum líklegra að verða fyrir ofbeldi. Það er mikið ofbeldi í samfélaginu því miður. Ég held að samfélagsgerðin okkar sé ekki mjög vinsamleg því miður,“ segir hann. Þá segir hann skorta forvarnir. „Við sjáum afleiðingar þess að vinna ekki fyrir ofan fossinn eins og við köllum það. Það er er alvarlegast í þessu máli,“ segir hann. Það sé ekki nóg að ráðast í einstaka átak heldur þurfi að vinna jafnt og þétt í forvörnum. „Það er svo sorglegt að sjá að umræða um átak og forvarnir dugir aðeins í nokkra daga í kringum hræðilega hluti eins og gerðust í sumar en fjarar svo út. Það þarf alltaf að vinna í forvörnum þegar þessir hræðilegu hluti sem gerðust í sumar þá kemur átak í nokkra daga þar sem við ætlum að gera betur,“ segir Grímur að lokum. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Mikil umræða hefur komið fram um vanda í geðheilbrigðiskerfinu undanfarið. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í Grafarvogi benti í færslu á Facebook í gær að samfélagið horfi æ oftar á að fólk fái ekki þá aðstoð sem það þurfi þaðan. Geðsjúkdómar dragi fólk til dauða eins og krabbamein og hjartasjúkdómar. Færslan var í tilefni þess að á mánudaginn jarðsöng hún Kolfinnu Eldey Sigurðardóttur sem var tíu ára þegar hún lést. Faðir hennar situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið henni að bana. Arna benti á ef við viljum koma í veg fyrir fleiri voðaverk, þar sem saklaus börn láti lífið, þá þurfi samfélagið að spýta í lófana og þrýsta á stjórnvöld um að efla verulega alla geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi nú að bregðast við Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðiskerfið hafi verið fjársvelt í áratugi á sama tíma og líðan sérstaklega hjá börnum og ungmennum sé að versna. Nú í október hafi samtökin sent fjárlaganefnd enn eina umsögnina þar sem þau benda á að geðheilbrigðismál hér á landi séu ekki tekin nægjanlega alvarlega þrátt vísbendingar um alvarlega stöðu í samfélaginu. Við erum ekkert að bregðast við þessu, þessum alvarlegu ábendingum frá svo mörgum stöðum. Þetta er það sem við eigum að setja fyrst á dagskrá því þarna er innviðaskuldin stærst. Við að geðdeild Landspítalans er í gömlum húsum, þar er hvert rúm skipað, það er mikil starfsmannavelta. Það er lítil fagmenntun, hugmyndafræði er gamaldags. Þetta er geðheilbrigðiskerfið á Íslandi. Því miður. Það er hins vegar ekki bara það að við séum búin að svelta geðheilbrigðiskerfið. Það er svo margt í samfélaginu sem við verðum að endurskoða,“ segir hann. Fólk með geðrænan vanda beiti ekki meira ofbeldi en aðrir Grímur segir hins vegar varasamt að benda á að fólk sem glímir við geðrænan vanda beiti meira ofbeldi en aðrir. „Fólk með geðrænar áskoranir er ekki fólkið sem beitir annað fólk ofbeldi í meira mæli en aðrir hins. Það er bara jafnt yfir vegar er fólk með geðrænar áskoranir tíu sinnum líklegra að verða fyrir ofbeldi. Það er mikið ofbeldi í samfélaginu því miður. Ég held að samfélagsgerðin okkar sé ekki mjög vinsamleg því miður,“ segir hann. Þá segir hann skorta forvarnir. „Við sjáum afleiðingar þess að vinna ekki fyrir ofan fossinn eins og við köllum það. Það er er alvarlegast í þessu máli,“ segir hann. Það sé ekki nóg að ráðast í einstaka átak heldur þurfi að vinna jafnt og þétt í forvörnum. „Það er svo sorglegt að sjá að umræða um átak og forvarnir dugir aðeins í nokkra daga í kringum hræðilega hluti eins og gerðust í sumar en fjarar svo út. Það þarf alltaf að vinna í forvörnum þegar þessir hræðilegu hluti sem gerðust í sumar þá kemur átak í nokkra daga þar sem við ætlum að gera betur,“ segir Grímur að lokum.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira