Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. október 2024 10:40 Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. Vísir/Vilhelm Forstjóri Samkaupa segir að viðbrögð íbúa í Búðardal við vildarkerfi í Krambúðinni hafi verið afar góð, þvert á fullyrðingar sveitarstjóra Dalabyggðar. Hann segir nánast alla íbúa vera aðilar að vildarkerfinu og sjötíu prósent þeirra séu reglulegir viðskiptavinir. „Þannig að fyrirsögnin í viðtalinu „Ekki næstum allir íbúar með þetta app“ er bókstaflega röng – það eru næstum allir íbúar Búðardals með appið, og mikill meirihluti þeirra notar það reglulega,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa í skriflegu svari til Vísis. Vilja aðra verslun í Dalabyggð Tilefnið eru ummæli Björn Bjarka Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar sem sagði við Vísi á dögunum að hans helsta ósk væri sú að íbúar í Dalabyggð myndu njóta lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Þá gagnrýndi Björn Bjarki jafnframt vöruúrvalið í Krambúðinni. Hann sagði það ekki taka mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð, uppsetning verslunarinnar væri enn með þeim hætti að um sé að ræða verslun fyrir ferðamenn. Fengið fjölda skilaboða „Þvert á það sem hann segir í viðtalinu við þig þá hafa viðbrögð íbúa í Búðardal við sérkjörunum sem þeim bjóðast í Krambúðinni verið afar góð. Við höfum fengið fjölda skilaboða frá ánægðum viðskiptavinum og frá því að við opnuðum fyrir þessa lausn hafa íbúar safnað sér töluverðri inneign sem þeir geta svo innleyst í næstu verslunarferð,“ skrifar Gunnar í svari sínu til Vísis. Hann segir inneignina vera krónu á móti krónu þannig að þúsund króna inneign myndi í raun þúsund króna verðlækkun á vörukörfunni í næstu innkaupum. Gunnar segir kerfið hafa stækkað hjá Samkaupum og sé nú í innleiðingu víðar á landsbyggðinni. Hann segist sannfærður um að því verði vel tekið. „Af þeim sem eru skráðir með póstnúmer í Búðardal eru nánast allir aðilar vildarkerfisins og um 70 prósent þeirra eru reglulegir viðskiptavinir – það er mikil notkun miðað við aðra staði.“ Dalabyggð Verslun Neytendur Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Sjá meira
„Þannig að fyrirsögnin í viðtalinu „Ekki næstum allir íbúar með þetta app“ er bókstaflega röng – það eru næstum allir íbúar Búðardals með appið, og mikill meirihluti þeirra notar það reglulega,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa í skriflegu svari til Vísis. Vilja aðra verslun í Dalabyggð Tilefnið eru ummæli Björn Bjarka Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar sem sagði við Vísi á dögunum að hans helsta ósk væri sú að íbúar í Dalabyggð myndu njóta lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Þá gagnrýndi Björn Bjarki jafnframt vöruúrvalið í Krambúðinni. Hann sagði það ekki taka mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð, uppsetning verslunarinnar væri enn með þeim hætti að um sé að ræða verslun fyrir ferðamenn. Fengið fjölda skilaboða „Þvert á það sem hann segir í viðtalinu við þig þá hafa viðbrögð íbúa í Búðardal við sérkjörunum sem þeim bjóðast í Krambúðinni verið afar góð. Við höfum fengið fjölda skilaboða frá ánægðum viðskiptavinum og frá því að við opnuðum fyrir þessa lausn hafa íbúar safnað sér töluverðri inneign sem þeir geta svo innleyst í næstu verslunarferð,“ skrifar Gunnar í svari sínu til Vísis. Hann segir inneignina vera krónu á móti krónu þannig að þúsund króna inneign myndi í raun þúsund króna verðlækkun á vörukörfunni í næstu innkaupum. Gunnar segir kerfið hafa stækkað hjá Samkaupum og sé nú í innleiðingu víðar á landsbyggðinni. Hann segist sannfærður um að því verði vel tekið. „Af þeim sem eru skráðir með póstnúmer í Búðardal eru nánast allir aðilar vildarkerfisins og um 70 prósent þeirra eru reglulegir viðskiptavinir – það er mikil notkun miðað við aðra staði.“
Dalabyggð Verslun Neytendur Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Sjá meira