Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 15:10 Trump tekur í hönd Pútín á alræmdum fundi þeirra í Helsinki árið 2018. Á sameiginlegum blaðamannafundi sagðist Trump taka orð Pútín fram yfir bandarísku leyniþjónustunnar. Vísir/EPA Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. Þetta kemur fram í „Stríði“, nýrri bók Bobs Woodward, bandaríska blaðamannsins sem varð heimsfrægur fyrir að afhjúpa Watergate-hneyksli Richards Nixon á áttunda áratug síðustu aldar. Bókin er sögð byggja á samtölum Woodward við heimildarmenn sem höfðu beina aðkomu að þeim atvikum sem þeir lýsa, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Á meðal þess eru samskipti Trump og Pútín þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn var í algleymingi árið 2020. Þá sendi Trump tæki til þess að greina Covid-smit til Pútín til persónulegra nota. Rússneski forsetinn hafi beðið Trump um að segja ekki frá því opinberlega. „Gerðu það ekki segja neinum að þú sendir mér þetta,“ sagði Pútín við Trump samkvæmt bók Woodard. „Mér er alveg sama. Allt í fína,“ svaraði Trump. „Nei, nei. Ég vil ekki að þú segir neinum vegna þess að fólk verður reitt við þig, ekki við mig. Þeim er sama um mig,“ sagði Pútín þá. Hafa haldið sambandi Þeir Pútín og Trump eru sagðir hafa haldið sambandi eftir að Trump lét af embætti forseta árið 2021. Þeir hafi rætt saman í síma allt að sjö sinnum. Það hefur Woodward eftir ráðgjafa fyrrverandi forsetans. Jason Miller, einn aðalráðgjafi Trump, sagði Woodward að hann vissi ekki til þess að þeir Pútín hefðu verið í sambandi eftir að kjörtímabili hans sem forseta lauk. Hann hefði ekki heyrt af því sjálfur. Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar svaraði því ekki beint hvort hann hefði vitneskju um möguleg samskipti Pútín og Trump síðustu árin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Vladimír Pútín Rússland Bandaríkin Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Þetta kemur fram í „Stríði“, nýrri bók Bobs Woodward, bandaríska blaðamannsins sem varð heimsfrægur fyrir að afhjúpa Watergate-hneyksli Richards Nixon á áttunda áratug síðustu aldar. Bókin er sögð byggja á samtölum Woodward við heimildarmenn sem höfðu beina aðkomu að þeim atvikum sem þeir lýsa, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Á meðal þess eru samskipti Trump og Pútín þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn var í algleymingi árið 2020. Þá sendi Trump tæki til þess að greina Covid-smit til Pútín til persónulegra nota. Rússneski forsetinn hafi beðið Trump um að segja ekki frá því opinberlega. „Gerðu það ekki segja neinum að þú sendir mér þetta,“ sagði Pútín við Trump samkvæmt bók Woodard. „Mér er alveg sama. Allt í fína,“ svaraði Trump. „Nei, nei. Ég vil ekki að þú segir neinum vegna þess að fólk verður reitt við þig, ekki við mig. Þeim er sama um mig,“ sagði Pútín þá. Hafa haldið sambandi Þeir Pútín og Trump eru sagðir hafa haldið sambandi eftir að Trump lét af embætti forseta árið 2021. Þeir hafi rætt saman í síma allt að sjö sinnum. Það hefur Woodward eftir ráðgjafa fyrrverandi forsetans. Jason Miller, einn aðalráðgjafi Trump, sagði Woodward að hann vissi ekki til þess að þeir Pútín hefðu verið í sambandi eftir að kjörtímabili hans sem forseta lauk. Hann hefði ekki heyrt af því sjálfur. Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar svaraði því ekki beint hvort hann hefði vitneskju um möguleg samskipti Pútín og Trump síðustu árin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Vladimír Pútín Rússland Bandaríkin Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira