Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 15:10 Trump tekur í hönd Pútín á alræmdum fundi þeirra í Helsinki árið 2018. Á sameiginlegum blaðamannafundi sagðist Trump taka orð Pútín fram yfir bandarísku leyniþjónustunnar. Vísir/EPA Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. Þetta kemur fram í „Stríði“, nýrri bók Bobs Woodward, bandaríska blaðamannsins sem varð heimsfrægur fyrir að afhjúpa Watergate-hneyksli Richards Nixon á áttunda áratug síðustu aldar. Bókin er sögð byggja á samtölum Woodward við heimildarmenn sem höfðu beina aðkomu að þeim atvikum sem þeir lýsa, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Á meðal þess eru samskipti Trump og Pútín þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn var í algleymingi árið 2020. Þá sendi Trump tæki til þess að greina Covid-smit til Pútín til persónulegra nota. Rússneski forsetinn hafi beðið Trump um að segja ekki frá því opinberlega. „Gerðu það ekki segja neinum að þú sendir mér þetta,“ sagði Pútín við Trump samkvæmt bók Woodard. „Mér er alveg sama. Allt í fína,“ svaraði Trump. „Nei, nei. Ég vil ekki að þú segir neinum vegna þess að fólk verður reitt við þig, ekki við mig. Þeim er sama um mig,“ sagði Pútín þá. Hafa haldið sambandi Þeir Pútín og Trump eru sagðir hafa haldið sambandi eftir að Trump lét af embætti forseta árið 2021. Þeir hafi rætt saman í síma allt að sjö sinnum. Það hefur Woodward eftir ráðgjafa fyrrverandi forsetans. Jason Miller, einn aðalráðgjafi Trump, sagði Woodward að hann vissi ekki til þess að þeir Pútín hefðu verið í sambandi eftir að kjörtímabili hans sem forseta lauk. Hann hefði ekki heyrt af því sjálfur. Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar svaraði því ekki beint hvort hann hefði vitneskju um möguleg samskipti Pútín og Trump síðustu árin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Vladimír Pútín Rússland Bandaríkin Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Þetta kemur fram í „Stríði“, nýrri bók Bobs Woodward, bandaríska blaðamannsins sem varð heimsfrægur fyrir að afhjúpa Watergate-hneyksli Richards Nixon á áttunda áratug síðustu aldar. Bókin er sögð byggja á samtölum Woodward við heimildarmenn sem höfðu beina aðkomu að þeim atvikum sem þeir lýsa, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Á meðal þess eru samskipti Trump og Pútín þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn var í algleymingi árið 2020. Þá sendi Trump tæki til þess að greina Covid-smit til Pútín til persónulegra nota. Rússneski forsetinn hafi beðið Trump um að segja ekki frá því opinberlega. „Gerðu það ekki segja neinum að þú sendir mér þetta,“ sagði Pútín við Trump samkvæmt bók Woodard. „Mér er alveg sama. Allt í fína,“ svaraði Trump. „Nei, nei. Ég vil ekki að þú segir neinum vegna þess að fólk verður reitt við þig, ekki við mig. Þeim er sama um mig,“ sagði Pútín þá. Hafa haldið sambandi Þeir Pútín og Trump eru sagðir hafa haldið sambandi eftir að Trump lét af embætti forseta árið 2021. Þeir hafi rætt saman í síma allt að sjö sinnum. Það hefur Woodward eftir ráðgjafa fyrrverandi forsetans. Jason Miller, einn aðalráðgjafi Trump, sagði Woodward að hann vissi ekki til þess að þeir Pútín hefðu verið í sambandi eftir að kjörtímabili hans sem forseta lauk. Hann hefði ekki heyrt af því sjálfur. Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar svaraði því ekki beint hvort hann hefði vitneskju um möguleg samskipti Pútín og Trump síðustu árin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Vladimír Pútín Rússland Bandaríkin Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira