Í Körfuboltakvöldi Extra er farið yfir síðustu umferð í Bónusdeildinni á skemmtilegan og hressan máta og slegið á létta strengi. Fyrsti gestur tímabilsins er grínistinn Jakob Birgisson sem stendur um þessar mundir fyrir uppistandssýningunni Vaxtaverkir í Tjarnarbíói.
Jakob er þekktur sem nokkuð góð eftirherma af íþróttalýsandanum Gumma Ben og fengu þeir Stefán Árni og Tómas Steindórsson Jakob til að lýsa lokaandartökunum í leik fjögur í úrslitaseríunni milli Vals og Grindavíkur sem Guðmundur Benediktsson.
Hér að neðan má sjá afraksturinn en þáttur fer í loftið klukkan 19:30 í kvöld á Stöð 2 Sport.